Síða 4 af 4

Re: Ráðleggingar varðandi nýja tölvu

Sent: Sun 08. Jan 2017 23:57
af kiddi
reven4444 skrifaði:Allar tillögur og comment vel þeginn. Hvað ykkur finnst og hvað þið mynduð vilja breyta og/eða bæta við ef ykkur finnst þurfa.


Þetta virðist ætla verða fínasta vél, nema mig langar að nefna að ef þú heldur að þú sért að fá hljóðláta vél með Corsair H100 vatnskælingunni þá langar mig að leiðrétta þig og mæla með Noctua NH-D15 frekar - kostar næstum 10þ. minna, kælir betur og er töluvert hljóðlátari eða um ~9dB skv. mælingum. Ég á tvær eins vélar, önnur með Corsair og hin með Noctua og munurinn er sláandi. Eina góða við þessar Corsair vatnskælingar er ef maður vill geta horft vel inn í innyflin á kassanum og dást að móðurborðinu, en móðurborðið mun hverfa fyrir þínar sjónir um leið og Noctua hlussan er mætt í hús. 8-)

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 00:04
af littli-Jake
Skilst að Intel séu að koma með nýja linu á næstu dögum.

Re: Ráðleggingar varðandi nýja tölvu

Sent: Mán 09. Jan 2017 01:26
af reven4444
kiddi skrifaði:Þetta virðist ætla verða fínasta vél, nema mig langar að nefna að ef þú heldur að þú sért að fá hljóðláta vél með Corsair H100 vatnskælingunni þá langar mig að leiðrétta þig og mæla með Noctua NH-D15 frekar - kostar næstum 10þ. minna, kælir betur og er töluvert hljóðlátari eða um ~9dB skv. mælingum. Ég á tvær eins vélar, önnur með Corsair og hin með Noctua og munurinn er sláandi. Eina góða við þessar Corsair vatnskælingar er ef maður vill geta horft vel inn í innyflin á kassanum og dást að móðurborðinu, en móðurborðið mun hverfa fyrir þínar sjónir um leið og Noctua hlussan er mætt í hús. 8-)


Já þú meinar, finnst útlitið ekki skipta miklu máli þannig takk kærlega fyrir ráðið þar sem ég er einmitt búinn að hafa massívar áhyggjur af því hvort ég þurfi að kæla hana betur. Var algjör martröð í síðustu vél.

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 01:29
af reven4444
littli-Jake skrifaði:Skilst að Intel séu að koma með nýja linu á næstu dögum.


Er það eitthvað sem ég ætti að skoða, hélt að i5 6600k væri sá hentugasti fyrir tölvuleiki?

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 10:11
af kiddi
reven4444 skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Skilst að Intel séu að koma með nýja linu á næstu dögum.


Er það eitthvað sem ég ætti að skoða, hélt að i5 6600k væri sá hentugasti fyrir tölvuleiki?


Það var að koma i5-7600K sem er ca 10% hraðvirkari en i5-6600K og kostar 5-6þ kr meira en i5-6600K. 6600K er samt algjörlega gjaldgengur í alla tölvuleiki í dag og næstu árin.

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 10:39
af reven4444
kiddi skrifaði: Það var að koma i5-7600K sem er ca 10% hraðvirkari en i5-6600K og kostar 5-6þ kr meira en i5-6600K. 6600K er samt algjörlega gjaldgengur í alla tölvuleiki í dag og næstu árin.


Hmm kíki á hann, hljómar vel en styður móðurborðið mitt þessa kynslóð örgjörva. Einnig ertu nokkuð með einhverjar uppástungur varðandi tölvukassa sem hentar hef verið að skoða þessa tvo http://tl.is/product/carbide-400c-clear-hvit-m-glugga þar sem hann hefur fengið góða dóma fyrir first time build og að hann sé með gott loft flæði. Síðan þessi http://tl.is/product/masterbox-5-atx-turnkassi-hvitur, er einhver sérstök ástæða fyrir því að hvítu gerðirnar eru ódýrari en þær svörtu? Einnig var ég að pæla hvort ég eigi að bæta við viftum? :)

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 14:07
af kiddi
reven4444 skrifaði:Hmm kíki á hann, hljómar vel en styður móðurborðið mitt þessa kynslóð örgjörva. Einnig ertu nokkuð með einhverjar uppástungur varðandi tölvukassa sem hentar hef verið að skoða þessa tvo http://tl.is/product/carbide-400c-clear-hvit-m-glugga þar sem hann hefur fengið góða dóma fyrir first time build og að hann sé með gott loft flæði. Síðan þessi http://tl.is/product/masterbox-5-atx-turnkassi-hvitur, er einhver sérstök ástæða fyrir því að hvítu gerðirnar eru ódýrari en þær svörtu? Einnig var ég að pæla hvort ég eigi að bæta við viftum? :)


Móðurborðið ætti að styðja nýja örgjörvann já, en kannaðu það fyrst samt. Ég myndi reyna að næla mér í Z270 móðurborð frekar fyrst ég væri að þessu á annað borð. Carbide 400 er geggjaður en talsvert sverari en gengur og gerist, ekkert að því ef þú hefur plássið. Varðandi hvíta kassann og lægra verðið þá myndi ég einfaldlega trúa því að þessi hvíti seljist illa og þess vegna á lægra verði :)

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 16:01
af reven4444
kiddi skrifaði:Ég myndi reyna að næla mér í Z270 móðurborð frekar fyrst ég væri að þessu á annað borð.


Awesome þú ert að bjarga mér alveg, er annar seitthvað móðurborð sem er z270 sem þú mælir með? Einnig þá takk kærlega fyrir hjálpina þetta er allt að koma saman. Eina sem ég á eftir er að finna góðan SSD disk og harðan disk. Og vera viss um hvaða móðurborð ég get tekið með i5 7600k örgjörvanum, ákvað að taka hann takk fyrir :). Þannig já það er í raun bara sem ég er að pæla í góðum SSD á íslandi eða Amazon og 1tb til 2tb harðandisk (líka eitthvað um móðurborð ef þú nennir). Takk annars fyrir alla hjálpina :D

Re: Lesið - Þeir sem vilja álit á nýrri vél

Sent: Mán 09. Jan 2017 16:08
af vesi
Myndi skoða þetta betur með ram 3000mhz.

Var að setja saman vél um daginn og þeir í kísildal seldu mér frekar 3200mhz ram á sama verði og 3000mhz, þeir voru að lenda í einhverju böggi með 6600k og 3000 minni.

Kynnti mér það ekkert frekar, en allt virkar mjög vel.