Samsung Syncmaster 215TW

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.

Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Samsung Syncmaster 215TW

Pósturaf END » Mið 11. Apr 2007 16:48

Ég er svolítið spenntur fyrir þessum skjá. Hef lesið umsagnir um hann á netinu og virðist hann koma vel út fyrir utan að input lag er víst yfir meðallagi svo hann er líklega ekki besti leikjaskjárinn sem kemur þó ekki að sök fyrir mig og mína forgangsröðun:

1) Video
2) Texti
3) Myndvinnsla (Photoshop o.s.frv.)

Bitnar input lag líka á video?

Skjárinn er ekki með TN panel heldur S-PVA panel sem er kostur þar sem ég hef hug á að stunda meiri myndvinnslu en ég hef gert samhliða kaupum á nýrri myndavél. TN panel mun henta síður til þess.

Skjárinn fæst hjá Computer.is og kostar 49.900 á "tilboði" sem hefur reyndar verið í gangi nokkuð lengi. Annar skjár sem myndvinnslufólk virðist mæla með er Belinea 10 20 30 W sem Kísildalur selur. Sá skjár er 10 þús. kr. ódýrari en samkvæmt því sem ég hef lesið á Prad.de virðist Samsung skjárinn vera enn betri. Auk þess er Belinea skjárinn mun ódýrari en Samsung skjárinn erlendis, þar er verðmunurinn meiri en 10 þús. kr. og þar eð þeir eru ódýrari til að byrja með er hlutfallslegur verðmunur enn meiri.

Eins og ég segi er ný myndavél hvati að skjákaupum en ég kaupi hana líklega í júní. Þess vegna hefði ég alveg eins viljað bíða með skjákaupin en ég hef áhyggjur af því að þessi skjár seljist ekki eins og heitar lummur hjá Computer.is og þeir muni jafnvel hætta sölu á honum um leið og byrgðirnar klárast. Ætti ég að stökkva á þennan skjá áður en það er um seinan eða má búast við að verð hafi lækkað næsta haust? Eru einhverjir aðrir skjáir á íslenskum markaði sem gætu hentað mér og eru jafnvel ódýrari?

Kannski aulaspurning en er skjákortið mitt, 7300GS, ekki nógu gott fyrir þennan skjá? Ég veit það á allavega að styðja enn hærri upplausn en getur lélegt skjákort verið þvingandi fyrir góðan skjá? Þá er ég ekki að hugsa um leikjaspilun heldur alla almenna vinnslu.

Svo las ég líka að Nvidia skjákort í Möccum gætu ekki stutt Pivot möguleika skjásins en það ættu Ati skjákortin að gera. Er þetta vandamál bundið við Macca eða gildir það sama um PC?

Eitt í lokin :D Ég á núna frekar gamalt 20" Samsung CRT sjónvarp sem er stundum með leiðindi. Gæti tölvuskjárinn komið í stað sjónvarpsins og boðið upp á sambærileg/betri gæði, með góðu sjónvarpskorti?
bhbh22
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 09. Feb 2006 16:38
Reputation: 0
Staðsetning: Egilsstaðir
Staða: Ótengdur

Pósturaf bhbh22 » Mið 11. Apr 2007 20:39

Vá það er mikið spurt. Á 215tw skjá og er mjög ánægður, smá vandamál með baklýsingu á svörtum skjá kemur eiginlega í X yfir skjáinnSkjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2707
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 238
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mið 11. Apr 2007 21:38

Ég held nú að svartími uppá 8ms ætti að vera meira en nóg í video-spilun. Það er e.t.v spurning þegar verið er að horfa á eitthvað action eins og t.d fótboltaleiki eða svoleiðis, en 8ms ættu nú að sleppa. Ég er sjálfur með 12ms LCD sjónvarp og ég verð ekki var við þetta þar.

Varðandi skjákortið, þá ætti það að vera mikið meira en nóg fyrir þennan skjá. Ef það er með DVI tengi, þá skaltu hiklaust nota það. Ég er með 2stk 20" Fujitsu Siemens LCD skjái í vinnunni, annar er tengdur með VGA, en hinn DVI og eru þeir báðir í 1600x1200 upplausn. Sá sem er VGA tengdur er áberandi meira fuzzy, auk þess sem ljósir, grátóna litir hreinlega koma ekki fram og ég næ ekki að stilla hann almennilega. Það er yfirleitt mun betri mynd á LCD skjám ef DVI tengið er notað, og mín reynsla hefur sýnt að því hærri sem upplausnin er, því mikilvægara verður DVI tengið.

Varðandi það að nota skjáinn sem sjónvarp með sjónvarpskorti, þá er það vel ásættanlegt. Ég er sjálfur með "sjónvarpstölvu" sem er með Hauppauge PVR150 MCE sjónvarpskorti sem á að þykja með fínni analog sjónvarpskortum. Gæðin úr því eru vel ásættanleg og alveg sambærileg við venjulegt sjónvarp. Ég hef reyndar ekki látið reyna á það hvernig það kemur út þegar það er tengt við loftnet, þar sem ég er með það tengt við breiðbands-móttakara með S-Video snúru. Maður sér alltaf smá mun á því að horfa á sjónvarp í venjulegu sjónvarpstæki v.s í tölvu, þar sem sjónvarpsmerkið er ekki í næstum því eins hárri upplausn og native upplausnin á LCD skjánum. Auk þess koma alltaf fram örlitlir "jpeg artifacts" ef svo mætti segja. En svo framarlega sem þú situr ekki með nefið ofan í skjánum, þá er þetta vel ásættanlegt og meira en það.

Ég get nú ekki mælt með neinum öðrum skjám sem eru sambærilegir að stærð og í verði, þar sem flestir aðrir skjáir sem ég hef verið að skoða á þessum prís eru með TN panel. Að því leytinu tel ég að þessi sé ágætis kostur.
Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Mið 11. Apr 2007 23:00

hagur skrifaði:Ég held nú að svartími uppá 8ms ætti að vera meira en nóg í video-spilun. Það er e.t.v spurning þegar verið er að horfa á eitthvað action eins og t.d fótboltaleiki eða svoleiðis, en 8ms ættu nú að sleppa. Ég er sjálfur með 12ms LCD sjónvarp og ég verð ekki var við þetta þar.

Varðandi skjákortið, þá ætti það að vera mikið meira en nóg fyrir þennan skjá. Ef það er með DVI tengi, þá skaltu hiklaust nota það. Ég er með 2stk 20" Fujitsu Siemens LCD skjái í vinnunni, annar er tengdur með VGA, en hinn DVI og eru þeir báðir í 1600x1200 upplausn. Sá sem er VGA tengdur er áberandi meira fuzzy, auk þess sem ljósir, grátóna litir hreinlega koma ekki fram og ég næ ekki að stilla hann almennilega. Það er yfirleitt mun betri mynd á LCD skjám ef DVI tengið er notað, og mín reynsla hefur sýnt að því hærri sem upplausnin er, því mikilvægara verður DVI tengið.

Varðandi það að nota skjáinn sem sjónvarp með sjónvarpskorti, þá er það vel ásættanlegt. Ég er sjálfur með "sjónvarpstölvu" sem er með Hauppauge PVR150 MCE sjónvarpskorti sem á að þykja með fínni analog sjónvarpskortum. Gæðin úr því eru vel ásættanleg og alveg sambærileg við venjulegt sjónvarp. Ég hef reyndar ekki látið reyna á það hvernig það kemur út þegar það er tengt við loftnet, þar sem ég er með það tengt við breiðbands-móttakara með S-Video snúru. Maður sér alltaf smá mun á því að horfa á sjónvarp í venjulegu sjónvarpstæki v.s í tölvu, þar sem sjónvarpsmerkið er ekki í næstum því eins hárri upplausn og native upplausnin á LCD skjánum. Auk þess koma alltaf fram örlitlir "jpeg artifacts" ef svo mætti segja. En svo framarlega sem þú situr ekki með nefið ofan í skjánum, þá er þetta vel ásættanlegt og meira en það.

Ég get nú ekki mælt með neinum öðrum skjám sem eru sambærilegir að stærð og í verði, þar sem flestir aðrir skjáir sem ég hef verið að skoða á þessum prís eru með TN panel. Að því leytinu tel ég að þessi sé ágætis kostur.


Takk kærlega fyrir þetta svar! Sá eftir á að þessi póstur minn var ansi langur, datt í hug að enginn myndi nenna að svara :D

Ég fann annan skjá sem mér finnst spennandi. Reyndar er hann bara 19" og native upplausnin er því einungis 1280X1024 sem er það sama og ég notast við á mínum 19" CRT. Skjárinn sem um ræðir er:

Samsung 971P sem kostar 29.900 kr. í Tölvutek.

Þetta er ótrúlega gott verð þar sem um er að ræða dýra gerð af 19" skjá sem virðist hafa allt sem ég er að leitast eftir ef frá er talin stærð og upplausn. Skjárinn er það ódýr hér að hann slær við besta verði sem ég fann í Þýskalandi og er aðeins nokkrum þúsund köllum dýrari en í Bandaríkjunum. Ég held ég taki þennan skjá frekar en 215TW og spari mér þannig 20 þús. kr. Ef mig vantar meira pláss gæti ég bætt öðrum við og væri þá bara að borga 10 þús. kr. meira en fyrir 215TW stakan.

Bætt við:
Hmm.. Ég er reyndar að lesa umsagnir sem segja að 971P skjárinn sé ekki bara lélegur fyrir leiki (skiptir mig ekki máli) heldur líka video spilun (skiptir mig máli). Ég býst við ég fái ekki úr því skorið nema að skoða gripinn. :P

Ég held líka að ég fresti þessum kaupum þangað til ég verð kominn með nýju myndavélina, sem verður að öllum líkindum í júní.Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5957
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 61
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 12. Apr 2007 17:09

ég myndi algerlega mæla með því að taka 20" skjá framyfir 19", ef ekki bara uppá upplausnina, fyrir utan það eru 20" pannelar yfirleitt betri en 19". Ertu búinn að sjá einhverja specca á calibrate-uðum svona skjáum? Ég hef sjálfur séð Belinea skjáinn og verð að segja að hann er drullu góður, mjög djúpir og góðir litir og mjög balanceraður í dökku tónunum.
8ms er algerlega nóg til að spila tölvuleiki. Það er _varla_ mælanlegur munur á 8ms og 2ms og mjög ólíklegt að þú getir séð mun á því í tölvuleikjum.

Belinea skjárinn er mjög góður í video.

Varðandi DVI vs Analog, þá er það yfirleitt bara léleg snúra sem veldur bjögun og litatapi þegar maður notar analog. Með góðri VGA snúru er nánast enginn munur á DVI og VGA.

Ég myndi athuga með að finna review fyrir báða skjáina, þar sem þeir eru báðir prófaðir eftir calibration og fá að prófa báða skjáina.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Fim 12. Apr 2007 17:46

Já ég hugsa málið. Stærra er betra býst ég við. Læt ykkur vita hvað ég geri í júní! :D

Hérna eru nokkrar síður sem ég hef skoðað:
http://forums.anandtech.com/messageview.aspx?catid=31&threadid=1745344&enterthread=y
http://www.behardware.com/articles/619-1/updated-survey-13-lcd-20-5-6-8-16-ms.html
http://www.behardware.com/articles/643-1/19-lcd-survey-of-inexpensive-and-quality-screens.html
Áhugavert að skoða „Color rendering quality“ hjá BeHardware.
Svo er hægt að finna fullt af upplýsingum á http://www.prad.de/en/.

Til gamans má bera saman verðin í Þýskalandi og á Íslandi. Verðin eru fengin á http://www.guenstiger.de/. Ég ákvað að notast ekki við lægsta verðið sem síðan fann heldur verðin í ákveðinni verslun sem selur alla þrjá skjáina.

Samsung 215TW - € 414 ~ 38 þús. kr. (verð hér: 49.900 kr.)
Samsung 971P - € 360 ~ 33 þús. kr. (verð hér: 29.900 kr.)
Belinea 10 20 30 W - € 279 ~ 26 þús. kr. (verð hér: 39.500 kr.)

---

Ein almennari spurning. Nú býður Tölvutek upp á 100% Pixla ábyrgð. Ef ég kaupi skjá annars staðar til dæmis hjá Computer.is og lendi í því að fá skjá með dauðum pixli bera þeir þá enga ábyrgð? Sit ég bara uppi með skjáinn?
corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Fös 13. Apr 2007 06:34

Staðreynd:
Þeir sem versla við glæpabæ (computer.is/tæknibæ) lenda mjög oft í vandræðum þegar eitthvað bilar.
Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fös 13. Apr 2007 12:57

corflame skrifaði:Staðreynd:
Þeir sem versla við glæpabæ (computer.is/tæknibæ) lenda mjög oft í vandræðum þegar eitthvað bilar.


Nú? Komdu með hana :P


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fös 13. Apr 2007 13:26

bhbh22 skrifaði:Vá það er mikið spurt. Á 215tw skjá og er mjög ánægður, smá vandamál með baklýsingu á svörtum skjá kemur eiginlega í X yfir skjáinn


Já, hef tekið eftir þessu líka með minn skjá..

Hvað er þetta og hvernig skjá á maður að fá sér til þess að þetta sé ekki svona?


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Fös 13. Apr 2007 16:02

Harvest skrifaði:
corflame skrifaði:Staðreynd:
Þeir sem versla við glæpabæ (computer.is/tæknibæ) lenda mjög oft í vandræðum þegar eitthvað bilar.


Nú? Komdu með hana :P


Leitaðu hér á spjallinu með "computer.is tæknibær", man eftir nokkrum "góðum" dæmum
Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Lau 14. Apr 2007 14:32

Samsung 971P er ekki lengur inni í myndinni. Ef eitthvað er að marka Tom's Hardware Guide er Samsung 970P, undanfari 971P, ónothæfur fyrir video spilun. Sjá:
http://www.tomshardware.com/2006/03/27/the_spring_2006_lcd_collection/page28.html.
Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Lau 14. Apr 2007 15:17

END skrifaði:Samsung 971P er ekki lengur inni í myndinni. Ef eitthvað er að marka Tom's Hardware Guide er Samsung 970P, undanfari 971P, ónothæfur fyrir video spilun. Sjá:
http://www.tomshardware.com/2006/03/27/the_spring_2006_lcd_collection/page28.html.Varstu þá að spá í þessum:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=398 ?


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Lau 14. Apr 2007 15:38

Harvest skrifaði:
END skrifaði:Samsung 971P er ekki lengur inni í myndinni. Ef eitthvað er að marka Tom's Hardware Guide er Samsung 970P, undanfari 971P, ónothæfur fyrir video spilun. Sjá:
http://www.tomshardware.com/2006/03/27/the_spring_2006_lcd_collection/page28.html.Varstu þá að spá í þessum:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=398 ?


Nei, þessi er með TN panel. Ég mun velja á milli Samsung 215TW og Belinea 10 20 30 W.
Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Lau 14. Apr 2007 16:00

END skrifaði:
Harvest skrifaði:
END skrifaði:Samsung 971P er ekki lengur inni í myndinni. Ef eitthvað er að marka Tom's Hardware Guide er Samsung 970P, undanfari 971P, ónothæfur fyrir video spilun. Sjá:
http://www.tomshardware.com/2006/03/27/the_spring_2006_lcd_collection/page28.html.Varstu þá að spá í þessum:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=398 ?


Nei, þessi er með TN panel. Ég mun velja á milli Samsung 215TW og Belinea 10 20 30 W.


Belinea 10 20 30 W er nú aðeins ódýrari líka... en hann er samt "bara" með með contrastið í 800:1 en Samsunginn er með 1000:1.

Veistu hvort Belinea 10 20 30 W er með stillanlegum fæti?


En geturðu aðeins lýst þessu TN panel fyrir mér. Hver er t.d. munurinn á því og einhverju öðru?


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Lau 14. Apr 2007 17:12

Harvest skrifaði:Veistu hvort Belinea 10 20 30 W er með stillanlegum fæti?


Samkvæmt Prad.de er hann ekki með stillanlegum fæti. Sjá: http://tinyurl.com/yuhcl3

Harvest skrifaði:En geturðu aðeins lýst þessu TN panel fyrir mér. Hver er t.d. munurinn á því og einhverju öðru?


Þú getur séð muninn hér: http://tinyurl.com/2up9tl.
Ég held það þurfi ekki að hafa fleiri orð um ókosti TN panels. TN panel er samt oft betra fyrir tölvuleikina að ég held.
Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Lau 14. Apr 2007 17:23

END skrifaði:
Harvest skrifaði:Veistu hvort Belinea 10 20 30 W er með stillanlegum fæti?


Samkvæmt Prad.de er hann ekki með stillanlegum fæti. Sjá: http://tinyurl.com/yuhcl3

Harvest skrifaði:En geturðu aðeins lýst þessu TN panel fyrir mér. Hver er t.d. munurinn á því og einhverju öðru?


Þú getur séð muninn hér: http://tinyurl.com/2up9tl.
Ég held það þurfi ekki að hafa fleiri orð um ókosti TN panels. TN panel er samt oft betra fyrir tölvuleikina að ég held.


Takk fyrir þetta!

Ég held samt að ég muni taka Samsung-inn. Bæði betra contrast og hann er með stillandlegan fót.

En ég sé mikinn mun á þessu TN panel - eins gott að fá sér ekki svoleiðis.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Sun 15. Apr 2007 20:03

Harvest skrifaði:Ég held samt að ég muni taka Samsung-inn. Bæði betra contrast og hann er með stillandlegan fót.


Já fáðu þér endilega 215TW. Svo geturðu póstað reynslu þinni af honum hérna! :D
Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Sun 15. Apr 2007 22:39

END skrifaði:
Harvest skrifaði:Ég held samt að ég muni taka Samsung-inn. Bæði betra contrast og hann er með stillandlegan fót.


Já fáðu þér endilega 215TW. Svo geturðu póstað reynslu þinni af honum hérna! :D


Haha... já, geri það sennilega ;)


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS