RTX 2070 Super - Vill ekki vera idle.


Höfundur
Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

RTX 2070 Super - Vill ekki vera idle.

Pósturaf Bourne » Lau 10. Okt 2020 03:54

Sæl öll, ég er með þetta fína RTX 2070 Super sem stríðir við það vandamál að vera fast í 1605mhz öllum stundum.

Það er þ.a.l. að eyða töluvert miklu rafmagni og hita kassann að óþörfu.

Ég prófaði að gera clean install á driver-ana og þegar ég kíki á HWmonitor þá fer kortið niður í 300mhz ca. en þegar ég enduræsi vélina þá fer það aftur upp í 1605 mhz. Ég henti út MSI afterburner og er búinn að uninstall-a driver-unum alveg. En í hvert skipti sem ég starta vélinni á ný er það komið í 1605 mhz.

Búinn að DuckDuckGo-a þetta og Google-a þetta en ekki fundið lausnir.

Einhver hér sem hefur glímt þetta vandamál?




Höfundur
Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: RTX 2070 Super - Vill ekki vera idle.

Pósturaf Bourne » Lau 10. Okt 2020 04:07

Eftir að hafa reynt að finna útúr þessu í marga daga (mánuði) þá fann ég auðvitað útúr þessu sjálfur nokkrum mínútum eftir að ég póstaði þessum þráð.

RTX Voice keyrir upp þegar vélin startar sér og virðist láta kortið vera í hæsta frequency, datt bara ekki til hugar að það gæti verið að valda þessu :D