Keyboard/Mouse switch


Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Keyboard/Mouse switch

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 04. Jún 2020 22:14

Góðan daginn kæru Vaktarar

Þar sem maður hefur verið heimavinnandi undanfarna mánuði og sér nú loks fyrir endann á því þá hefur maður verið að velta því fyrir sér að koma sér upp aðeins þægilegra heimavinnusetupi. Ég er í dag með borðtölvu sem tilheyrir vinnunni en svo er ég líka með fartölvu frá vinnunni. Báðar tölvurnar eru tengdar í sama skjáinn og ég svissa bara um input á honum þegar ég flakka á milli tölva. Aftur á móti þarf ég alltaf að færa lyklaborð og mús á milli tölvanna.

Því spyr ég ykkur snillingana, er til einhver svona keyboard/mouse switch? Svona svipað og KVM switch nema ekki fyrir video? Væri ekki verra ef svoleiðis græja fengist hér á landi.

Kv. Elvar



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Tengdur

Re: Keyboard/Mouse switch

Pósturaf Njall_L » Fös 05. Jún 2020 10:52

Það eru til KM switchar en man ekki eftir að hafa séð þannig hérlendis, væri ekki hægt að nota hefðbundinn KVM switch en nota bara KM hlutann?

Gætir einnig skoðað hugbúnað sem gerir þetta fyrir þig, til nokkrir þannig
Logitech Flow - https://www.logitech.com/en-us/product/ ... ce-control
Synergy - https://symless.com/synergy
Sharemouse - https://www.sharemouse.com/


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Keyboard/Mouse switch

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 05. Jún 2020 13:24

Njall_L skrifaði:Það eru til KM switchar en man ekki eftir að hafa séð þannig hérlendis, væri ekki hægt að nota hefðbundinn KVM switch en nota bara KM hlutann?

Gætir einnig skoðað hugbúnað sem gerir þetta fyrir þig, til nokkrir þannig
Logitech Flow - https://www.logitech.com/en-us/product/ ... ce-control
Synergy - https://symless.com/synergy
Sharemouse - https://www.sharemouse.com/

Já ég var bara að vonast til þess að KM switch væri bara ódýrari heldur en KVM switch. En takk fyrir að benda mér á mögulegar hugbúnaðarlausnir. Þarf að skoða það.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Keyboard/Mouse switch

Pósturaf Daz » Fös 05. Jún 2020 13:38

Er þessi USB sviss ekki akkúrat það sem þú ert að leita að? Hef enga reynslu af þessu, rakst bara á þetta og mundi eftir spurningunni.




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 109
Staða: Ótengdur

Re: Keyboard/Mouse switch

Pósturaf Televisionary » Fös 05. Jún 2020 13:55

Ég er að nota svona USB sviss: https://www.ugreen.com/product/UGREEN_4 ... ch-en.html

Er með fartölvu og mini borðtölvu hjá mér á borðinu og einn aukaskjá. Nota þetta til að skipta á milli. Var með fleiri skjá og þá stakan Displayport sviss því að Displayport KVM uppsetning var allt of dýr.