Síða 2 af 2

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fim 07. Maí 2020 00:41
af dogalicius
Var búinn að átta mig á að output dynamic range á full. Slökkva og kveikja að sjálfsögðu. Fannst það laga þetta eitthvað.
á eftir að kíka á calibration. En þetta er bara svo áberandi stundun, Lekur alveg massíft yfir á myndina í sumum atriðum í kvikmyndum.

Hérna er mynd lengra frá núna með þessum stillingum sem við erum búnir að fara í gegn um. Vissulega ýkir myndavélin þetta en samt
er þetta að trufla mig.

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fim 07. Maí 2020 01:36
af addon
Ég man þegar ég var að versla mér skjá og að skoða reviews (amazon) að þá var fólk að skila skjám sem voru með óvenju slæmt lightbleed
veit ekki hvernig er tekið á þessu hérna heima en ég væri drullu fúll með þetta m.v. verðið á skjánum, getur byrjað að spyrja kurteisislega hvort þú megir skila honum eða að minnsta kosti sýna þeim vandamálið... kurteisi virkar yfirleitt best í svona aðstæðum ;)

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fim 07. Maí 2020 10:16
af Dropi
Geggjaður þráður, ætla að fara yfir þetta á skjánum hjá konunni og sjá muninn

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fim 07. Maí 2020 13:37
af CendenZ
dogalicius skrifaði:Mynd


Þetta er alltof mikið til að vera venjulegt ,,klassískt" BLB, ef allar stillingar eru eðlilegar þá er skjárinn gallaður.
Ég er tildæmis með ódýrari AOC skjá og hann er svartur, sést varla ef ég tek mynd af honum í myrkri, það þurfti smá tweaking en varla meira en 25-30 mín.

Ég átti HP skjá þegar þeir komu fyrst út (2004?) og ég man hvað það var mikið BLB... svipað og þinn, ef ég leita að skjánum þínum á google og skoða review er tildæmis talað um hvað það er lítið BLB (!) og auðvelt að stilla auto-imaging/contrast etc þannig það ghosti lítið, svart verður svart osfr.

Skila þessu og fá nýjan, ef þú vilt vera í svona stórum skjá þá eru þeir með LG ultraGear skjá í 32 fyrir aðeins meiri pening og hann er 144hz

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fim 07. Maí 2020 14:00
af dogalicius
Það endar líklegast með því, Ælta skoða þetta aðeins betur í kvöld. En ég fæ ekki séð hverju ég get breytt.

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fim 07. Maí 2020 14:09
af SolidFeather
Eina vitið að skila þessum skjá. Þetta verður alltaf til staðar þar sem að þetta tengist því hvernig skjárinn er settur saman en hefur ekkert með neinar stillingar á skjánum að gera.

Það er mögulega hægt að laga þetta með því að taka skjáin í sundur og setja einhverja þéttingu meðfram panel-inum svo að ljósið blæði ekki á hann. En fyrst að þessi skjár er í ábyrgð þá myndi ég skipta honum út.

Re: Gallaður skjár??

Sent: Fös 08. Maí 2020 07:54
af beggi702
CendenZ skrifaði:Byrjum á nokkrum atriðum, 1: að GTX kortið þitt sé að senda "output dynamic range" á full en ekki limited í Nvidia Control Panelnum (Change resolution, use nvidia og velja þar full) og svo ýta apply og svo slökkva og kveikja á skjánum.


Gamechanger vá :D það er eins og ég sé bara kominn með nýjann skjá. Kann að meta þetta pro tip.