ÓE: Aðstoð við að velja íhluti


Höfundur
ABss
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

ÓE: Aðstoð við að velja íhluti

Pósturaf ABss » Þri 31. Mar 2020 13:32

Daginn, mig er farið að langa að kaupa nýja borðtölvu. Ég er voðalega lítið inni í vélbúnaði og er með smá sérþarfir, því ég nota Ubuntu dagsdaglega. Fyrir flest skiptir það alls engu máli, en ég væri til í að geta notað tölvuna í leiki, þá sérstaklega nýtt mér Steam og þeirra tilburði í að koma leikjum í gagnið á Ubuntu. Vulkan, Proton og MESA eru víst einhver stykkorð í því samhengi.

Mér skilst að AMD styðji almennt betur við GNU/Linux og að örgjörvarnir þeirra séu ódýrari/hraðari/kaldari. Ef það er almennt samþykkt, þá myndi ég gjarnan vilja versla við þá.

Tölvan væri notuð í hitt og þetta, almennt vefráp, forritun, örlítið að grafík og kannski píunlítið af myndbandastússi, fikt með virtual vélar og já, allt annað sem mér dettur í hug.

Ég er alls ekki að leita að því allra allra besta, heldur því sem gengur hvað best upp miðað við að nota Ubuntu eða annað distro.

Einnig, er þetta vitlaust tími til að setja saman tölvu? Eru næstu kynslóðir rétt að lenda eða er þetta jafn gott og hvað annað? Ég get alveg hinkrað lengur enda vanur því að nota gamlar skítamix-samsuður.

Budget fyrir turn með því sem þarf fyrir utan geymslu-HDD: Segja 150k+/- 20k?

Með fyrirfram þökk!