PC turn - ráðleggingar

Ertu í vandræðum með tölvuna þína? Þarftu ráðleggingar með vélbúnaðinn?
Skjámynd

Höfundur
aloka
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 18. Mar 2020 17:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

PC turn - ráðleggingar

Pósturaf aloka » Mið 18. Mar 2020 18:08

Sæl öll! Er að fara að byggja mér PC tölvu sem á að vera notuð aðallega fyrir Cinema4d modelling & rendering, After effects ofl.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri þetta og mig sárvantar ráðleggingar um hvaða parta ég ætti að kaupa, frekar stressandi.

Hér er ein pæling, en spurning hvort ég geti reynt að fara aðeins lægra einhversstaðar til þess að spara pening? :


CPU: AMD Ryzen 7 3700X 3.6GHz 8-Core Processor ($298.99)
CPU Cooler: AMD Wraith Prism Cooler (Included with CPU) (-)
Motherboard: ASUS Prime X570-P ATX AM4 ($144.99)
GPU: NVIDIA RTX 2060 6GB - MSI Gaming ($359.97)
Memory: 16GB (2 x 8GB) Corsair Vengeance LPX DDR4-3200 CL16 ($81.99)
Storage PCIe-SSD: Samsung 970 EVO PLUS 500GB M.2 Solid State Drive ($109.99)
Power Supply: Corsair CX Series CX550 550W ATX 2.4 Power Supply ($69.29)
Case: Corsair Carbide Series 275Q ATX Mid Tower Case ($89.99)
Total: $1155.21

CGDirector.com Parts List: https://www.cgdirector.com/pc-builder/?=Aq1Ch0h0hkb


Ég þarf í rauninni eitthvað sem höndlar ágætlega flóknar C4D senur til þess að búa til og svo rendera.
Fyrirfram þakkir!Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3498
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 561
Staða: Tengdur

Re: PC turn - ráðleggingar

Pósturaf Klemmi » Mið 18. Mar 2020 18:10

Ertu að fara að kaupa þetta hérlendis eða erlendis?


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 243
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: PC turn - ráðleggingar

Pósturaf Sam » Mið 18. Mar 2020 18:23

Samkvæmt þessu https://www.pugetsystems.com/recommende ... SOJOs0KxQN

Þá mæli ég með 32 GB RAMSkjámynd

Höfundur
aloka
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 18. Mar 2020 17:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: PC turn - ráðleggingar

Pósturaf aloka » Mið 18. Mar 2020 18:26

Klemmi skrifaði:Ertu að fara að kaupa þetta hérlendis eða erlendis?


líklega hérlendis nema það borgi sig að panta að utan á netinu?Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3498
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 561
Staða: Tengdur

Re: PC turn - ráðleggingar

Pósturaf Klemmi » Mið 18. Mar 2020 19:53

aloka skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ertu að fara að kaupa þetta hérlendis eða erlendis?


líklega hérlendis nema það borgi sig að panta að utan á netinu?


Spurði bara, þar sem þú bendir á erlend verð, hélt þú værir kannski búsettur erlendis :)

En nei, mér sýnist að þú sparir ekkert á því að panta þetta að utan, en gæti breyst þegar verð hér heima hækka sökum veikingu gengisins, sem er ekki komið inn í verðlag eins og er.

Varðandi hvað þú getur sparað, þá er það helst með því að taka B450 móðurborð í stað X570, aukinn kostur er að flest X570 borðin eru með lítilli viftu sem getur orðið hávær, á meðan B450 eru með passive kælingu. Þarft bara að passa að móðurborðið komi með BIOS sem styður Ryzen 3000 línuna.
Einnig geturðu sparað smotterí með því að taka venjulega Evo diskinn í stað Evo Plus.

Mæli með því að kaupa sem mest á einum stað upp á ábyrgð að gera, en m.v. þennan lista, þá kostar sambærilegur pakki með 32GB af vinnsluminni um 190þús krónur. Ofan á það er svo samsetning og stýrikerfi ef þú græjar það ekki sjálfur :)
Síðast breytt af Klemmi á Mið 18. Mar 2020 19:54, breytt samtals 1 sinni.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3498
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 561
Staða: Tengdur

Re: PC turn - ráðleggingar

Pósturaf Klemmi » Mið 18. Mar 2020 20:10

Ef þú vilt sleppa sem allra ódýrast, en samt með vandaðan búnað, þá er þetta líklega listinn:

Kassi: Silent Hill - 8.500kr.
Aflgjafi: BeQuiet! 500W - 10.500kr.
Móðurborð: Gigabyte B450M DS3H - 17.900kr
Örgjörvi: AMD Ryzen 7 3700X - 49.500kr.
Vinnsluminni: Corsair Vengance 2x16GB 3200MHz - 28.900kr.
Skjákort: KFA2 GTX 2060 OC - 59.900kr.
SSD diskur: Samsung 970 Evo 500GB m.2 - 18.900kr.

Samtals:
‭194.100‬kr.

Eina spurningamerkið sem ég set við þennan búnað er KFA2 kortið. Ekki þekktasti framleiðandinn, en færð ekki RTX 2060 á mörgum stöðum, og er 15þús krónum ódýrara en ódýrasta RTX 2060 Super. Það er ekkert vitlaus uppfærsla að fara í Super, en þar sem þú virðist vera mikið að spá í verðinu, þá læt ég það vera.
Síðast breytt af Klemmi á Mið 18. Mar 2020 20:11, breytt samtals 2 sinnum.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


pepsico
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: PC turn - ráðleggingar

Pósturaf pepsico » Mið 18. Mar 2020 21:18

Ef þú vilt spara þá myndi ég lækka NVIDIA RTX 2060 í GTX 1660 Super, Ryzen 3700X í 3600, og X570 í B450. Skv. Puget er ekki mikill munur í vinnslunni sjálfri eftir fjölda örgjörvakjarna/þráða, og kjarnarnir á 3700X og 3600 eru mjög sambærilegir þó 3700X sé með fleiri, svo það er líklega þess virði að spara þar og vera þá lengur að rendera (ef það á að spara einhvers staðar umfram B450 sparnaðinn). Svo er RTX 2060 það mikið dýrara en GTX 1660 Super að ég myndi líka alvarlega íhuga þá niðurfærslu fyrir þessi forrit sem þú minntist á. Svo er þetta með 32GB í stað 16GB mögulega rétt en ég hef ekki hugmynd um hvað þig mun vanta fyrir það sem þú ætlar að gera.

17.900 Gigabyte B450M DS3H https://tolvutaekni.is/collections/modu ... 4xddr4-m-2
28.900 AMD Ryzen 5 3600 https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... 4-6-kjarna
28.900 Corsair 2x16GB 3200 MHz https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
42.900 PNY GTX 1660 SUPER https://tolvutaekni.is/collections/skja ... isplayport
9.990 Energon 750W https://tolvutaekni.is/collections/aflg ... dlat-vifta
18.900 Samsung 970 EVO https://tolvutaekni.is/collections/hard ... -state-ssd
9.500 Gamemax G561 ATX https://kisildalur.is/category/14/products/1397
156.990 bara sem dæmi ef þú verslar allt á sama stað nema kassa (kassar bila ekki þó vifturnar geri það mögulega). Getur fengið Windows 10 Pro lykil á <1.000 kr. á eBay í stað þess að borga Microsoft 25 þúsund fyrir retail lykil.