Of mikið backlight bleed?

Ertu í vandræðum með tölvuna þína? Þarftu ráðleggingar með vélbúnaðinn?

Höfundur
BudIcer
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Of mikið backlight bleed?

Pósturaf BudIcer » Mán 27. Jan 2020 07:02

Gerðist svo graður um daginn að fjárfesta í Asus 27" ROG PG279Q IPS skjá en fyrir þennan pening finnst mér fullmikið backlight bleed í gangi. Auðvitað kemst ég að því eftir á að þetta sé algengt vandamál með þessa skjái. Langar að skila honum og fá ehv annað í staðin, kannski tn útgáfuna eða skárra. Hvað finnst ykkur?

Notaði https://www.lightbleedtest.com/# fyrir myndina.
Viðhengi
IMG_20200127_064040.jpg
IMG_20200127_064040.jpg (1.32 MiB) Skoðað 2041 sinnum


Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1179
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 247
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Of mikið backlight bleed?

Pósturaf kiddi » Mán 27. Jan 2020 09:03

Þetta er alveg eðlilegt, símamyndin er væntanlega að ýkja þetta eitthvað? Í fyrsta lagi myndi ég ALDREI geta lifað með TN skjá og í öðru lagi færðu ekkert betri skjá ef þú skiptir út fyrir annað eintak. Þetta er því miður fylgikvilli allra LED IPS skjáa og þetta er í raun ekki vandamál því þú ert aldrei með kolsvartan ramma meðan þú notar tölvuna. Ég vinn við myndvinnslu og þetta háir mér ekki neitt. Ef þú vilt fá IPS gæði og svartan skjá þá þarftu að fá þér OLED eða MiniLED skjá sem er að koma á markað núna, en vertu tilbúinn að eyða eitthvað upp úr 600.000 kr fyrir þá.
Höfundur
BudIcer
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Of mikið backlight bleed?

Pósturaf BudIcer » Mán 27. Jan 2020 14:23

Gott að heyra að ég hafi ekki fengið lélegt eintak, ákveðinn skellur að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir eitthvað svona á dýrum skjám. Myndavélin vissulega ýkir myndina aðeins en ég tek eftir þessu ef ég er t.d. að horfa á mynd með black bars ofan og neðan. En jæja, þá lærir maður bara að ignora þetta.


Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A

Skjámynd

Sydney
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 40
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Of mikið backlight bleed?

Pósturaf Sydney » Mán 27. Jan 2020 14:42

Þetta er því miður sú fórn sem þarf að gefa til þess að fá IPS panel, minn er svipaður.

Sem betur fer tekur maður bara eftir þessu þegar skjárinn er alveg svartur, sem er nær aldrei.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 3900X | TG Dark Pro 16GB DDR4 3600MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 2x 512GB Samsung 950 Pro RAID0 | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED