Leyst: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins. (gallað drif)

Ertu í vandræðum með tölvuna þína? Þarftu ráðleggingar með vélbúnaðinn?

Höfundur
Hlynzi
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Leyst: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins. (gallað drif)

Pósturaf Hlynzi » Þri 24. Des 2019 11:38

Gleðileg jól gott fólk.

Nema hvað að þau eru ekki jafn gleðileg hjá glænýju M2.SSD drifi sem ég keypti, það er ekki sérlega samvinnuþýtt.
Umrætt drif er Crucial MX500 (1TB) : https://www.crucial.com/usa/en/ct1000mx500ssd4 , þessi hér týpa.

Málið er það að ég set það í vélina (Asus UX480FD ferðatölva, Zenbook Pro 14") og drifið kemur strax upp í Bios, síðan hendi ég USB í samband og keyri Win10 uppsetninguna í gang, vélin endurræsir sig og ég er kominn inní Win10 kerfið og næ að klára uppsetningu fram að desktop, síðan biður hún um endurræsingu eftir að nýjir driverar eru uppsettir og ég fer í það, nema þá hverfur kerfið, og diskurinn horfinn úr bios. Síðan reyni ég uppsetningu aftur og hann birtist stundum þar, sömuleiðis stundum í Bios, ef vélin fær að kólna þá virðist hann virka um leið, ég er búinn að prófa að hreyfa diskinn til í raufinni (hef 0,5 mm kannski) til að stilla af, skrúfan er mátulega hert, búinn að prófa að losa á henni líka og þetta virðist vera aðallega með hitastig að gera, mér þykir sambandsleysi ólíklegt miðað við þær prófanir sem ég hef gert, ásamt því að gamli diskurinn svínvirkaði í nokkrar vikur án vandræða.

Ég er farinn að hallast að því að þessi diskur sé gallaður, hver er skoðun fólks á þessu hér á spjallinu ?
Síðast breytt af Hlynzi á Mið 25. Des 2019 21:10, breytt samtals 1 sinni.


Hlynur


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins.

Pósturaf Sporður » Þri 24. Des 2019 12:46

Ég myndi segja að diskurinn væri gallaður. Fá nýjan við næsta tækifæri.

Ef það hegðar sér eins þá kannski er vandamálið í tölvunni en ekki drifinu.

Það er rétt skilið hjá mér að þú hafir verið með m2 drif/disk áður í sama drifi er það ekki.

Þar sem þú gerir ekki mikið í þessu fyrr en 27. þá gætirðu prufað að vera 100% um að windows iso skráin sé ekki skemmd. Mér finnst ólíklegt að það hefði áhrif á samskipti disksins við bios en hver veit.

Þar sem ég skil það sem svo að þú hafir verið með m2 áður þá ætti ekki að þurfa að eiga við bios til þess að m2 virki.



Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2258
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 288
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins.

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 24. Des 2019 12:58

Ef þú treystir þér í það þá gæti verið ágætt að uppfæra firmware á disknum með að búa til bootable usb frá Firmware iso file:https://www.crucial.com/usa/en/support-ssd-mx500

Skoðar Firmware installation guide


Just do IT
  √


Höfundur
Hlynzi
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins.

Pósturaf Hlynzi » Þri 24. Des 2019 13:25

Sporður skrifaði:Ég myndi segja að diskurinn væri gallaður. Fá nýjan við næsta tækifæri.

Ef það hegðar sér eins þá kannski er vandamálið í tölvunni en ekki drifinu.

Það er rétt skilið hjá mér að þú hafir verið með m2 drif/disk áður í sama drifi er það ekki.

Þar sem þú gerir ekki mikið í þessu fyrr en 27. þá gætirðu prufað að vera 100% um að windows iso skráin sé ekki skemmd. Mér finnst ólíklegt að það hefði áhrif á samskipti disksins við bios en hver veit.

Þar sem ég skil það sem svo að þú hafir verið með m2 áður þá ætti ekki að þurfa að eiga við bios til þess að m2 virki.


Jú, þetta er tölva frá því í Febrúar, hún er búin að vera með WD 256GB M2.ssd disk allan þann tíma, það er bara eitt slot í boði í þessari vél (ferðatölva), ég er búinn að vera að fikta við Ubuntu líka, það nær vissum parti í gegnum uppsetningu en ekki endilega alveg í gegn, sama með Win setup, ég dl. bara tólinu frá Win, get svosem að gamni búið til annan USB til öryggis, en þar sem hann er að hverfa úr Bios líka þegar hann hættir að virka hugsa ég að hugbúnaðarvilla verði fljótt útilokuð. Ég skrepp kannski til vinar míns á morgunn og fæ að prófa diskinn í borðtölvunni hjá honum, en það er áberandi að diskurinn virkar þangað til hann hitnar örlítið þá hverfur hann, læt tölvuna standa í 5-10 mín og þá birtist hann um leið og ég ræsi, en nær ekki mikið lengra en það.


Hlynur


Höfundur
Hlynzi
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins.

Pósturaf Hlynzi » Þri 24. Des 2019 13:26

Hjaltiatla skrifaði:Ef þú treystir þér í það þá gæti verið ágætt að uppfæra firmware á disknum með að búa til bootable usb frá Firmware iso file:https://www.crucial.com/usa/en/support-ssd-mx500

Skoðar Firmware installation guide


Ég var einmitt að hugsa um að prófa þetta, prófaði þetta á ferðatölvunni með Linux installation (manual) sem þeir bjóða upp á, það fann ekki diskinn svo það gerði ekki neitt, en ætla að reyna að skreppa til vinar míns á morgunn og prófa þetta í tölvunni hjá honum, þá sé ég hvort að vandamálið fylgi ekki disknum alfarið og reyni uppfærsluna úr Win ef það er í boði.


Hlynur


Höfundur
Hlynzi
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: M2.SSD drif hverfur þegar vélin hitnar aðeins.

Pósturaf Hlynzi » Mið 25. Des 2019 13:52

Jæja, þá er kominn botn í málið, ég skrapp til vinar míns og fékk að prófa drifið hjá honum. Eftir smá notkun datt það út, þegar það hitnaði aðeins, prófuðum að keyra það sem auka drif í Win10, og gekk vel að búa til partition, prófaði svo að færa gögn á það og eftir smá stund missti það samband og hætti að virka.

Svo heppilega vildi til að hann á til nákvæmlega eins drif sem ég gat fengið lánað þangað til ég kemst með hitt í verslunina til að skipta því út, því greinilega er það gallað, "nýja" drifið sem ég fékk hjá honum svínvirkar í ferðatölvunni núna svo ég hef verið óheppinn með drif, en því fæst örugglega skipt.


Hlynur