Síða 1 af 1

Mini PC

Sent: Mið 02. Okt 2019 23:47
af Pascal
Góðan daginn vaktarar,

Staðan er þannig að konunni langar í borðtölvu heim fyrir skólann eftir að hafa bara verið með fartölvu hingað til.

Málið er að við búum erlendis eins og er en flytjum aftur heim á næsta ári, og nenni því ekki að vera flytja með meira en við þurfum.
Tölvan sjálf þarf nú ekki að vera neitt sérstök, bara notuð í Basic skóladót, Word, adobe, chrome og þess háttar.
Hún spilar reyndar sims svo hún þyrfti að geta spilað það lika.
Sjálfur nota ég tölvur ekkert í dag nema fara a youtube og sækja efni og er því ekkert klár í þessu.
Var að hugsa um að panta bara eitthvað tilbúið á amazon eða annars staðar á netinu tilbúna til notkunar.

Er þetta gáfulegt eða mundi svona tölva vera of léleg í svona?
Og hvað mynduð þið kaupa sjálfir fyrir svona?

Takk fyrir

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 09:19
af gnarr
MSI Trident gæti mögulega virkað fyrir hana:
https://www.amazon.com/s?k=msi+trident& ... _sb_noss_2

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 09:28
af Mossi__
Tjah. Eg held hvaða tölva sem er runni Sims.
Prófaðu bara að kíkja í næstu tölvuverslun hjá þér.

Passa bara 8 gíg í Ram og SSD, þá ertu held ég bara solid.

En! Ég er með spurningu en ofc þekki ekki aðstæður. Myndi ekki bara henta að kaupa hjá og lyklaborð og mús og tengja við fartölvuna hennar? Eða bara fartölvudokka (ekki til fyrir allar fartölvur samt ofc)?

Setuppið mitt er þannig og það er drullufínt. Ef mig langar eitthvað að flakka, þá er bara að aftengja tölvuna.. tekur sekúndu. Og öll gögnin allt eru á sama stað og sínum stað.

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 09:35
af Hjaltiatla

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 10:38
af CendenZ
Myndi bara kaupa notaða vél hérna á vaktinni O:)

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 10:44
af gnarr
CendenZ skrifaði:Myndi bara kaupa notaða vél hérna á vaktinni O:)

Pascal skrifaði:Málið er að við búum erlendis eins og er en flytjum aftur heim á næsta ári

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 10:46
af CendenZ
gnarr skrifaði:
CendenZ skrifaði:Myndi bara kaupa notaða vél hérna á vaktinni O:)

Pascal skrifaði:Málið er að við búum erlendis eins og er en flytjum aftur heim á næsta ári



ahh ég hélt hann væri að fara flytja heim og ætlaði að kaupa hér heima :lol:
Ég myndi kaupa nuc vél, er með 4 svoleiðis í gangi núna. Ein heima sem server, 3 í vinnunni sem workstation

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 10:51
af Hizzman
Allar mínar 'borðtölvur' undanfarinn mörg ár hafa verið fartölvur með usb>hdmi adapter. aðalskjár tengdur beint í tölvu, skjár 2 í gegnum adapter. Tölvan sjálf hefur verið í skúffu eða í heimasmíðuðum haldara undir borðplötu.

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 14:29
af Pascal
https://m.tolvutek.is/vara/acer-swift-1 ... olva-bleik

Þetta er tölvan sem hún er með eins og er.
Get ég keypt dokku fyrir þessa vél?
Er kannski bara eina vitið að kaupa skjá og lyklaborð ?

Re: Mini PC

Sent: Fim 03. Okt 2019 14:43
af stefhauk
Er ekki hdmi tengi á tölvunni tengir hana bara við tölvuskjá og hefur auka lyklaborð og mús og þá ertu kominn með það sem þú leitar að nokkurnveginn.

Re: Mini PC

Sent: Fös 04. Okt 2019 06:15
af Pascal
Jú það er hdmi tengi á henni.
Var greinilega ekki að hugsa þegar eg skrifaði þetta.
Að sjálfsögðu er bara nóg að kaupa skjá, lyklaborð og mús, og málið er dautt!