Uppfæra vélbúnað frá 2012

Skjámynd

Höfundur
jericho
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf jericho » Mán 30. Sep 2019 16:06

Fyrir utan GPU og SSD, hef ég verið með sama hardware síðan í mars 2012:
  • CPU: i5 2500K
  • Cooler: Prolimatech Megahalems fanless
  • Motherboard: Asus P8P67
  • GPU: ASUS GTX 1060 6GB
  • RAM: Hyper X 2x4GB | Silverline 2x4GB | DDR3 1600MHz
  • SSD: Samsung Evo 500GB
  • Case: Antec P183
  • Display: Asus ROG Swift PG279Q
Langar að uppfæra a.m.k. CPU, móðurborð og minni og býst við að þurfa að uppfæra GPU sömuleiðis (sjá kröfur að neðan). Þetta krefst jafnvel uppfærslu á PSU líka (sem hefur verið alveg rock solid í öll þessi ár). Ég er mjög sáttur við kassann, en nýtt skjákort krefst kannski meira rýmis (GTX 1060 rétt sleppur). Svo er ég með gsync skjá, þannig að mig langar að halda mig við nvidia skjákort.

Þar sem ég hef ekki skoðað þessi mál síðan 2012, vildi ég byrja á því að fá hugmyndir frá vökturum um hvar ég fæ mest fyrir peninginn í dag (helst nýtt).

Helstu kröfur eru að mig langar að spila leiki í 1440p í helst +100fps (held að 4K sé of dýr pakki). Er aðallega að spila aðeins eldri leiki (aðallega single player) leiki, s.s. Fallout 4, Witcher 3, FIFA xx, en er t.d. spenntur fyrir Cyberpunk. Tölvan verður líka notuð í smá forritun, en það er í lágmarki. Svo er stór plús að hafa tölvuna sem hljóðlátasta. Ég er með Zalman viftustýringu og þrjár viftur í kassanum sem ég keyri í botn þegar tölvan er undir álagi.

Varðandi budget, þá er ég alveg tilbúinn að eyða 200-250þús í pakkann.
Hafið þið hugmyndir að buildi/uppfærslu?

Með fyrirfram þökkum,
jericho

p.s.
Sorry ef þetta er voðalega loðið, en ég skal reyna að svara því sem er óljóst, ef þið hafið spurningar.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf pepsico » Mán 30. Sep 2019 16:53

GTX 1060 og 1440p >100fps stemma ekki alveg, en það stemmir heldur ekkert að þú þurfir að skipta út P183 til að koma fyrir stærra skjákorti--af hverju finnst þér ekki kostur á því að taka harðdiskabúrið í efra rýminu úr? Þá ertu með pláss fyrir hvaða skjákort sem er. SSD diskur getur glaður setið í holinu fyrir neðan það búr án þess að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af honum.

Myndi sjálfur kaupa AMD 3700X, basic móðurborð eins og Asus Prime X570-P, eitthvað 2x8GB 3600MHz CL16 vinnsluminni, og kannski 2060 SUPER. Getur svo keypt eitthvað eins og Noctua NH-D14 frá verslun sem hefur pantað nýlega og er þ.a.l. með AM4 festingum ef þér líkar ekki við hávaðann í stock kælingunni. NH-D15 er held ég of stór fyrir P183 þó support hjá Antec giski annað á twitter.




Harold And Kumar
spjallið.is
Póstar: 467
Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf Harold And Kumar » Mán 30. Sep 2019 16:56

pepsico skrifaði:GTX 1060 og 1440p >100fps stemma ekki alveg, en það stemmir heldur ekkert að þú þurfir að skipta út P183 til að koma fyrir stærra skjákorti--af hverju finnst þér ekki kostur á því að taka harðdiskabúrið í efra rýminu úr? Þá ertu með pláss fyrir hvaða skjákort sem er. SSD diskur getur glaður setið í holinu fyrir neðan það búr án þess að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af honum.

Myndi sjálfur kaupa AMD 3700X, basic móðurborð eins og Asus Prime X570-P, eitthvað 2x8GB 3600MHz CL16 vinnsluminni, og kannski 2060 SUPER. Getur svo keypt eitthvað eins og Noctua NH-D14 frá verslun sem hefur pantað nýlega og er þ.a.l. með AM4 festingum ef þér líkar ekki við hávaðann í stock kælingunni. NH-D15 er held ég of stór fyrir P183 þó support hjá Antec giski annað á twitter.


solid system fyrir ofan


Ryzen 7 7700x
Rtx 4060 Ti
32gb ddr5 5200mhz
1440p 165hz

Skjámynd

Höfundur
jericho
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf jericho » Mán 30. Sep 2019 16:57

pepsico skrifaði:GTX 1060 og 1440p >100fps stemma ekki alveg, en það stemmir heldur ekkert að þú þurfir að skipta út P183 til að koma fyrir stærra skjákorti--af hverju finnst þér ekki kostur á því að taka harðdiskabúrið í efra rýminu úr? Þá ertu með pláss fyrir hvaða skjákort sem er. SSD diskur getur glaður setið í holinu fyrir neðan það búr án þess að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af honum.

Myndi sjálfur kaupa AMD 3700X, basic móðurborð eins og Asus Prime X570-P, eitthvað 2x8GB 3600MHz CL16 vinnsluminni, og kannski 2060 SUPER. Getur svo keypt eitthvað eins og Noctua NH-D14 frá verslun sem hefur pantað nýlega og er þ.a.l. með AM4 festingum ef þér líkar ekki við hávaðann í stock kælingunni. NH-D15 er held ég of stór fyrir P183 þó support hjá Antec giski annað á twitter.

Einmitt. Þarf að uppfæra GTX 1060. Good point að fjarlægja efra búrið. Ætla að kíkja á kostnað við svona uppfærslu. Takk fyrir góða punkta.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf Viktor » Mán 30. Sep 2019 17:23

Miðað við leikina sem þú nefnir er þetta bang for the buck:
Viðhengi
att.png
att.png (174.75 KiB) Skoðað 2429 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf Klemmi » Mán 30. Sep 2019 22:11

Gaman að sjá hvað tölvan hefur dugað þér vel, ég uppfærði mína sambærilegu fyrir ~2 árum síðan, fór þá í i5-8600K :)

Er enn með sama aflgjafa og kælingu og þú, og hef ekki heldur skipt út kassanum (Antec P180 Mini hér).
Búinn að fjarlægja efra diska hólfið, og er að keyra RTX 2070 Super kort algjörlega vandræðalaust. Engin ástæða til að uppfæra aflgjafann.

Varðandi uppfærslu, þá myndi ég halda mig við Intel, upp á stöðugleika og no surprises, en mögulega verð ég skotinn hér niður fyrir að hallmæla AMD :oops:

Að því sögðu, og gefið að þetta sé tiltölulega budget oriented build, þá myndi ég mæla með eftirfarandi:

Gigabyte B360M-DS3H
15.900kr
https://tolvutaekni.is/collections/modu ... 4-m-2-matx
Ef þú sérð fram á mikið af auka-kortum (PCI-E), þá tekurðu full-size borð, eða ef þú sérð fram á yfirklukkun, þá ferðu í dýrara borð. Annars er þetta bara einfalt og gott budget borð :) Ath. að þetta styður mest 2666MHz minni.

Intel i5-9600K
37.900kr
https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... flytiminni
Eða i7-9700K ef þú vilt fara all in... mismunurinn í verði myndi samt líklega nýtast betur í skjákorti.

Corsair 2x8GB 2666MHz
15.900kr
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... r4-2666mhz
Budget minni, líkt og nefnt er fyrir ofan, þá er þetta max MHz fyrir móðurborðið

Intel 660P 1TB m.2 NVMe
19.900kr
https://www.computer.is/is/product/ssd- ... p-1800mb-s
Rosalega flottir og stöðugir budget diskar.

Gigabyte RTX 2070 Super Windforce
94.900kr
https://tolvutaekni.is/products/gigabyt ... isplayport

Samtals 184.500kr. Gætir þurft að kaupa nýtt Windows leyfi, en hægt að fá þau ódýrt...

Sé enga ástæðu til að uppfæra aflgjafann nema þig langi sérstaklega til þess, sama gildir með örgjörvakælinguna og kassann. Ef þig langar að eyða meiri pening í uppfærsluna, þá geturðu skoðað með dýrara móðurborð, i7 eða jafn vel öflugra skjákort, en þetta er u.þ.b. best bang for the buck að mínu mati.



Skjámynd

Höfundur
jericho
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf jericho » Þri 01. Okt 2019 08:25

Klemmi skrifaði:Gaman að sjá hvað tölvan hefur dugað þér vel, ég uppfærði mína sambærilegu fyrir ~2 árum síðan, fór þá í i5-8600K :)

Er enn með sama aflgjafa og kælingu og þú, og hef ekki heldur skipt út kassanum (Antec P180 Mini hér).
Búinn að fjarlægja efra diska hólfið, og er að keyra RTX 2070 Super kort algjörlega vandræðalaust. Engin ástæða til að uppfæra aflgjafann.

Varðandi uppfærslu, þá myndi ég halda mig við Intel, upp á stöðugleika og no surprises, en mögulega verð ég skotinn hér niður fyrir að hallmæla AMD :oops:

Að því sögðu, og gefið að þetta sé tiltölulega budget oriented build, þá myndi ég mæla með eftirfarandi:

Gigabyte B360M-DS3H
15.900kr
https://tolvutaekni.is/collections/modu ... 4-m-2-matx
Ef þú sérð fram á mikið af auka-kortum (PCI-E), þá tekurðu full-size borð, eða ef þú sérð fram á yfirklukkun, þá ferðu í dýrara borð. Annars er þetta bara einfalt og gott budget borð :) Ath. að þetta styður mest 2666MHz minni.

Intel i5-9600K
37.900kr
https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... flytiminni
Eða i7-9700K ef þú vilt fara all in... mismunurinn í verði myndi samt líklega nýtast betur í skjákorti.

Corsair 2x8GB 2666MHz
15.900kr
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... r4-2666mhz
Budget minni, líkt og nefnt er fyrir ofan, þá er þetta max MHz fyrir móðurborðið

Intel 660P 1TB m.2 NVMe
19.900kr
https://www.computer.is/is/product/ssd- ... p-1800mb-s
Rosalega flottir og stöðugir budget diskar.

Gigabyte RTX 2070 Super Windforce
94.900kr
https://tolvutaekni.is/products/gigabyt ... isplayport

Samtals 184.500kr. Gætir þurft að kaupa nýtt Windows leyfi, en hægt að fá þau ódýrt...

Sé enga ástæðu til að uppfæra aflgjafann nema þig langi sérstaklega til þess, sama gildir með örgjörvakælinguna og kassann. Ef þig langar að eyða meiri pening í uppfærsluna, þá geturðu skoðað með dýrara móðurborð, i7 eða jafn vel öflugra skjákort, en þetta er u.þ.b. best bang for the buck að mínu mati.


Ánægður að þú skulir hafa tekið þér tíma og sett saman pakka (takk líka @Sallarólegur). Veit ekki hvort þú manst eftir því, en þú hjálpaðir mér einmitt að setja gömlu vélina saman á sínum tíma ;)

Það væri frábært að nýta eins mikið og ég get úr gömlu vélinni. Ein spurning: Nú er i5-2500K með socket LGA1155, svo passar örgjörvakælingin á i5-9600K (sem er socket FCLGA1151)? Á síðunni þeirra stendur "CPU Platform: Intel Socket LGA 775/1366/1156/1155/2011".



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra vélbúnað frá 2012

Pósturaf Klemmi » Þri 01. Okt 2019 08:42

Jújú, man eftir því þegar við púsluðum henni saman :)

En varðandi kælinguna, þá hafa Intel haldið sig við sama layout fyrir kælingar á mainstream socketin síðan fyrstu i3/i5/i7 örgjörvarnir komu út :) Þannig LGA 1156/1155/1150/1151 og ég er kannski að gleyma einhverju, styðja allar sömu kælingarnar.

Eina spurningamerkið er við aflgjafann, hvort að þú eigir ekki örugglega auka modular pci-e kaplana sem fylgdu. Kannski tengdum við þá til öryggis í upphafi, annars höfum við sett þá í móðurborðskassann :)