Nýja tölvan biluð - PSU líklega dautt ásamt kælingu


Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Tengdur

Nýja tölvan biluð - PSU líklega dautt ásamt kælingu

Pósturaf B0b4F3tt » Mán 09. Sep 2019 17:58

Sælir Vaktarar

Ég setti saman nýtt Ryzen 3900X build í síðustu viku og hefur það bara virkað fínt hingað til. Þegar ég fór í vinnuna í morgun þá skildi ég tölvuna eftir í gangi. Svo þegar ég kom heim í dag þá var slökkt á tölvunni og hún vildi ekki fara í gang. Það hafði líka slegið út á greininni sem tölvan var tengd við. Ég tók PSU-ið úr vélinni og setti það í eldri tölvu á heimilinu. Gamla tölvan fór ekki í gang með þessu nýja PSU sem segir mér að líklega er þetta nýja PSU ónýtt, ekki orðið vikugamalt. Þetta er Corsair RM750X PSU. Prófaði svo að setja gamalt Corsair CX600 PSU í nýju tölvuna og hún bootar sér en það fara engar viftur í gang, ekki einu sinni AIO CPU kælingin. Þetta er Corsair H115i RGB platinum kæling og það kemur ekki einu sinni ljós á dæluna.

Er mögulegt að móðurborðið sé líka farið? Hvað er best að gera í þessari stöðu? Er þetta tryggingamál eða á ég að fara í þann sem seldi mér PSU-ið? Eða sit ég uppi einn með allt þetta tjón? Íhlutirnir eru keyptir á mismunandi stöðum.

Ég hef verið með tölvu í gangi í 5 ár non stop í tölvuherberginu án þess að það hafi einu sinni slegið út rafmagninu þar.

Ráðleggingar vel þegnar :)

Kv. Elvar




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Tengdur

Re: Nýja tölvan biluð - PSU líklega dautt ásamt kælingu

Pósturaf B0b4F3tt » Mán 09. Sep 2019 18:31

Smá update: fór aðeins betur yfir tengingar frá gamla PSU-inu yfir í nýju tölvuna og tók eftir því að ég hafði gleymt að tengja Sata power í vifturnar :-"

Er núna búinn að tengja þetta og vifturnar komnar í gang. Þannig að núna er bara PSU-ið sem er bilað.