Varðandi kælikrem örgjörva


Höfundur
jklol
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 13. Sep 2018 23:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Varðandi kælikrem örgjörva

Pósturaf jklol » Lau 10. Ágú 2019 14:31

Góðan dag, ég keypti mér nýjan örgjörva (Ryzen 7 3700X) um daginn og örgjörvakælingu (Noctua NH-U12A).

Ég setti kælikremið á og var búinn að kynna mér vel hvernig ætti að gera þetta, svo þegar ég ætlaði að setja örgjörvakælinguna á lenti ég í smá veseni. Ég lagði hana niður, byrjaði að skrúfa öðru megin en náði svo ekki að skrúfa hana hana niður hinu megin. Endaði með því að taka kælinguna upp aftur og var þá kremið búið að þekjast nokkuð vel út. Svo setti ég hana aftur niður og festi eins og á að gera.

Er bara að pæla hvort þetta sé eitthvað vesen til lengri tíma, loftbólur í kreminu eða eitthvað þannig sem truflar hitaleiðni? Örgjörvinn fer upp í 70° þegar ég er að spila leiki (Hitman 2 t.d.), veit ekki alveg hversu hátt eða lágt það er.

Átta mig á því að þetta er líklega ekki stórvandamál en þar sem ég mun nota tölvuna í nokkur ár var ég að spá í að gera þetta aftur svo þetta væri solid gert. Og þá var ég að spá hvernig ég ætti að bera mig að því að þrífa kremið af örgjörvanum? Þarf ekki eitthvað sérstakt alkóhólefni í það?

Bestu þakkir.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi kælikrem örgjörva

Pósturaf pepsico » Lau 10. Ágú 2019 15:01

Þetta hljómar bara vel. Myndi ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. Ef þú ferð í það að skipta um krem einhvern tímann mæli ég með því að láta bara klassískt sótthreinsunarspritt/handspritt í pappír eða bómul til að draga gamla kremið af.




halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 377
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi kælikrem örgjörva

Pósturaf halipuz1 » Lau 10. Ágú 2019 19:01

90% isopropyl til að þrífa kremið af. En 70°c er það ekki nokkuð hátt eða er amd bara svona heitir? Hehe