Síða 1 af 1

Prentari fyrir heimili

Sent: Mán 13. Maí 2019 19:01
af Vaski
Hæhó
Núna vantar mig prentara fyrir heimilið. Hann þarf ekki að prenta í lit, né vera hraður. Það væri þó kostur ef hann væri snöggur að prenta fyrsta blaðið og það væri auðvelt að prenta úr Android.
Hvaða prentara mælir vaktin með?

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Mán 13. Maí 2019 20:39
af Televisionary
Ná sér í laserprentara sem er nettengdur. Fékk einn hérna af vaktinni fyrir 2-3 árum á 5000 kr. og tónerinn er ennþá í 90% og þetta bara virkar aldrei vesen prenta út í Linux, Mac OS og Windows.

Spurning um að ná sér kannski í nýrra tæki sem myndi styðja Android eða iOS. Oft hægt að finna ágætis verð á laserprenturum.

Vaski skrifaði:Hæhó
Núna vantar mig prentara fyrir heimilið. Hann þarf ekki að prenta í lit, né vera hraður. Það væri þó kostur ef hann væri snöggur að prenta fyrsta blaðið og það væri auðvelt að prenta úr Android.
Hvaða prentara mælir vaktin með?

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Mán 13. Maí 2019 21:10
af kjartanbj
ég gafst upp á blekprentara og keypti einhvern ódýran Samsung Laser svarthvítan bara því ég þarf aldrei að prenta út í lit, alltaf vesen með blekið fyrir utan hvað það er rándýrt, en laser bara virkar , sjaldan sem maður prentar út en þegar maður þarf þess þá vill maður bara að það virki

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Þri 14. Maí 2019 06:22
af sigurdur
Ég var einmitt í sömu stöðu og þú um daginn. Endaði á að fá mér Brother laser í Tölvutek á 20k. Hann er með skanna, duplex prentun, wifi og bara virkar. Hann kemur í staðinn fyrir Canon bleksprautu sem hefur verið ekkert nema vesen síðustu misseri.

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Þri 14. Maí 2019 07:46
af Viktor
Samsung Wifi laser prentari til dæmis!

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Þri 14. Maí 2019 19:59
af ColdIce
https://elko.is/hp-envy-4525-aio
Þessi hefur reynst mér vel. Prenta úr tölvu, síma og spjaldtölvu. Aldrei vesen.

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Mið 15. Maí 2019 23:17
af methylman
Á til notaðan Samsung Laser nýlegt dufthylki, hafðu samband ef þú hefur áhuga.

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Fim 16. Maí 2019 08:48
af Vaski
methylman skrifaði:Á til notaðan Samsung Laser nýlegt dufthylki, hafðu samband ef þú hefur áhuga.

Endilega sendu mér upplýsingar og verðhugmynd.

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Fim 16. Maí 2019 10:32
af mumialfur
Ég er með þennan og er mjög ánægður:

https://www.netverslun.is/Prentbunadur/ ... 390.action

Mjög hraðvirkur, Wifi, android og apple plugin, prentar beint ur símanum, duplex prentun og bakkinn tekur 250 blöð sem eru inní prentaranum.

Re: Prentari fyrir heimili

Sent: Fim 16. Maí 2019 19:43
af methylman
Þú átt skilaboð