Síða 1 af 1

Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Lau 03. Nóv 2018 21:50
af appel
Ég skil ekki hvað málið er, en það er einsog vinstri múshnappinn sé eitthvað skrýtinn. Hann virkar, en það er oft þannig að ég get ekki haldið honum niðri, þannig að ef ég er halda honum inni til að dragga eitthvað þá er einsog hann sleppi á miðri leið, sem er mjög hvimleitt.
Ég hef tekið eftir þessu á vinnutölvunni minni einnig, er með alveg eins mús, logitech m500 (https://www.tl.is/product/logitech-m500-laser-mus).

Veit ekki hvað málið er.

Einhverjir aðrir sem hafa séð svona vandamál?

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Lau 03. Nóv 2018 21:52
af Viktor
Líklega ónýtur eða tæpur switch undir takkanum, kannski verið að spara. Getur reynt að hreinsa:

https://community.logitech.com/s/questi ... ise-finger

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Lau 03. Nóv 2018 22:09
af appel
já, líklega bara gölluð hönnun á þessari tegund músa.

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Sun 04. Nóv 2018 04:52
af braudrist
Greinilega ekki bara galli á Razer vörum sé ég. Mín Razer Naga Trinity hegðar sér líka svona nema það er hægri músartakkinn. Opnaði músina og reyndi að nota rafhreinsispray, virkaði ekki og við það fyrndist ábyrgðin :(

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Sun 04. Nóv 2018 05:47
af ChopTheDoggie
Gerist stundum við Deathadder Elite hjá mér, ég er að pæla að fá einhverja aðra mús en veit ekki hvernig, er búin að venjast Elite

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Sun 04. Nóv 2018 11:16
af vesley
ChopTheDoggie skrifaði:Gerist stundum við Deathadder Elite hjá mér, ég er að pæla að fá einhverja aðra mús en veit ekki hvernig, er búin að venjast Elite



Var stór framleiðslugalli í öllum Razer músum á sínum tíma. Eru að ég best veit búnir að skipta um framleiðanda á tökkunum í dag. Veit að í sumum tilfellum var bilanatíðnin hjá Razer nálægt 100%. Aldrei séð jafn lélega endingu.

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Sun 04. Nóv 2018 12:38
af audiophile
Algengt að mýs fari svona. Oft fara þær að tvísmella líka.

Re: Músin er eitthvað skrýtin, nær ekki að halda inni hnappi

Sent: Sun 04. Nóv 2018 14:01
af Viktor