Síða 1 af 1

Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Þri 30. Okt 2018 22:52
af gudsgis
Hef átt pc og verið að klippa myndbönd, vinna í lightroom, photoshop, tónlistarforritum, 3d teikniforritum. Þarf að uppfæra vélbúnað og er að spá í apple heiminum, sérstaklega því eina sem ég er álveðin í er að eignast 4/5K 27’ skjá. Myndi nota pc áfram eitthvað sennilega, en hver veit..

Á ég að kaupa imac 5K 27 ?

Eða 6core mac mini og annan jafn góðan skjá (notast þá líka sen aukaskjár við pc)

Eða aðrar tillögur? Eða er pc að koma aftur sterkt inn í þessum heimi? Mv upp í 300K budget

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 00:27
af chaplin
Varðandi iMac, ég myndi bíða eftir 8th gen iMac með 6-kjarna örgjörva eða kaupa Mac Mini og eGPU þar sem við vitum ekkert hvenær 6-core iMac kemur út.

En þótt að MacOS sé algjör unaður, ef þú ert í Adobe heiminum að þá er Premier talið vera besta video vinnslu forritið á markaðinum og þá er ekkert vitlaust að setja saman ofur vél f. 200.000 kr og fjárfesta í góðum skjá.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 09:22
af gudsgis
já, ég beið eftir uppfærslu á imac í gær sem kom því miður ekki.

Ég hef notað adobe premiere sem er vissulega ofurforrit en oft á tíðum ekki nægilega notendavænt þar sem ég vill setja saman myndbönd saman með fljótlegum hætti og nýta innbyggða fídusa eins og slideshow og texta-effecta sem mér sýnist vera meira lagt upp í final cut pro vs Adobe Premiere.

Þessar eGPU lausnir eru frábær viðbót en ennþá töluvert dýrar.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 09:29
af Viktor
Ég myndi kaupa 5K skjá og setja upp Hackintosh ;)

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 10:40
af russi
gudsgis skrifaði:já, ég beið eftir uppfærslu á imac í gær sem kom því miður ekki.

Ég hef notað adobe premiere sem er vissulega ofurforrit en oft á tíðum ekki nægilega notendavænt þar sem ég vill setja saman myndbönd saman með fljótlegum hætti og nýta innbyggða fídusa eins og slideshow og texta-effecta sem mér sýnist vera meira lagt upp í final cut pro vs Adobe Premiere.

Þessar eGPU lausnir eru frábær viðbót en ennþá töluvert dýrar.



Gæti komið silent update á þeim fyrir áramót, þeir hafa púllað það nokkrum sinnum þegar ekki er verið að breyta útliti eða innviðum, nema þá uppfærsla á örgjörva, minni, skjákorti, ssd

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 11:00
af kiddi
Hvaða iMac sem er síðustu 2-3 ára sem hefur verið keyptur með skjákortsuppfærslu mun duga þér fínt, sérstaklega í FCPX. PC mun alltaf trompa Mac hvað varðar hráan hraða per krónu en fyrir marga er notendaupplifun mikilvægari en endilega allra mesti hraðinn, og mér sýnist á þínum þörfum að FCP X og hinar hugbúnaðarlausnirnar frá Apple séu algjörlega málið fyrir þig.

Hackintosh mæli ég ekki með fyrir neinn nema þá sem hafa unað af grúski, hef sjálfur sett upp hátt í tíu Hackintosha fyrir vinnufélaga og tengda aðila í kvikmyndabransanum og þeir eru ekki eintóm hamingjan þessir Hakkar.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 11:09
af svavaroe
Þetta er alltaf spurning um krónur og aura.
Ef þú ert tilbúinn að eyða tæpum 800þkr í iMac Pro með 5K skjá, go nuts.

Annars ertu vel staddur og gott betri með hackintosh vél með réttu innvolsi og svo kaupa þér skjá.

AMD kortin eru með stuðning out-of-the-box í macOS frá High Sierra 10.3.4, þú þarft Nvidia Web Drivers fyrir NVIDIA kort
til að fá stuðning (hardware acceleration og CUDA support).
Eins og staðan er núna er ekki komnir neinir Web Drivers frá Nvidia fyrir Mojave (10.4)....

Kort sem Premier styður finnur hér : https://helpx.adobe.com/premiere-pro/sy ... celeration

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 11:26
af kiddi
Það er ekki fyrir hvern sem er að tækla Hackintosh sem bootar ekki eftir einhverja uppfærslu sem fór óvart í gegn, þetta er algjör viðbjóður fyrir venjulegt fólk. Það er annað slagið hringt í mig í panic og himinn og jörð að farast þegar Hackintoshinn hættir alltíeinu að virka eftir 1, 2 eða 3 ár af stabílli vinnslu og þá þarf ég að henda öllu frá mér og tapa vinnudegi til að bjarga öðrum. Ég er hættur þessu rugli, venjulegt fólk á ekki að koma nálægt Hackintosh, punktur.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 11:44
af svavaroe
kiddi skrifaði:Það er ekki fyrir hvern sem er að tækla Hackintosh sem bootar ekki eftir einhverja uppfærslu sem fór óvart í gegn, þetta er algjör viðbjóður fyrir venjulegt fólk. Það er annað slagið hringt í mig í panic og himinn og jörð að farast þegar Hackintoshinn hættir alltíeinu að virka eftir 1, 2 eða 3 ár af stabílli vinnslu og þá þarf ég að henda öllu frá mér og tapa vinnudegi til að bjarga öðrum. Ég er hættur þessu rugli, venjulegt fólk á ekki að koma nálægt Hackintosh, punktur.


Það er reyndar punktur sem ég gleymdi alfarið að tjá mig um.
Þetta getur orðið hausverkur. Málið er bara = Þegar vélin er ready, EKKI uppfæra.
Fólk er með einhverja áróttu að uppfæra í hvert skipti sem update glugginn kemur.

En þetta er minna mál í dag heldur en var, yfirleitt er nóg að skella inn update og málið er dautt.
Allt annað að uppfæra úr major version (10.3 -> 10.4) heldur en minor (10.3.4 -> 10.3.6).

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 11:51
af chaplin
gudsgis skrifaði:já, ég beið eftir uppfærslu á imac í gær sem kom því miður ekki.

Ég hef notað adobe premiere sem er vissulega ofurforrit en oft á tíðum ekki nægilega notendavænt þar sem ég vill setja saman myndbönd saman með fljótlegum hætti og nýta innbyggða fídusa eins og slideshow og texta-effecta sem mér sýnist vera meira lagt upp í final cut pro vs Adobe Premiere.

Þessar eGPU lausnir eru frábær viðbót en ennþá töluvert dýrar.


Ég er sjálfur að klippa 4K upptökur, á MacBook Pro og nota Final Cut Pro - mæli 100% með því. Premiere er líklegast betra, en margir af stærstu YouTub-erum eru byrjaðir að nota FCP aftur þar sem það er einfalt og notendavænt, gerir allt sem þarf að gera, talsvert ódýrara og að mörgu leiti miklu betra (t.d. export).

Einnig er ég alveg sammála kidda, PC gefur þér meira fyrir peninginn, en það er erfitt að setja verðmiða á notendaupplifun en ég gæti ekki hugsað mér að fara aftur í Windows. Hackintosh er að mínu mati ekki þess virði.

Ódýrasta útgáfan af iMac 27" kostar 310.000 kr, sambærilegur skjár kostar rúmlega 130.000 kr, vélbúnaðurinn kostar sennilega um 100.000 kr, aukahlutir 20.000 kr, Windows leyfi um 20.000 kr, þannig þú ert að borga um 40.000 kr premium fyrir iMac, en það er all-in-one lausn, betri notendaupplifun (persónubunduð) og vél sem mun leikandi render-a 4K efni. Eina sem ég myndi hafa í huga er að bæta við vinnsluminni.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 13:38
af gudsgis
Góðir punktar takk

ég held ég sleppi Hackintos

Costco er svo að selja 27 5k 3,2ghz á 270k en hún er late 2015

En þyrfti maður ekki að uppfæra GPU í þessum imacs til að fá sæmilega vél ? Eða er nóg að auka RAMið bara í 16+ ?

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 14:35
af GuðjónR
gudsgis skrifaði:Góðir punktar takk

ég held ég sleppi Hackintos

Costco er svo að selja 27 5k 3,2ghz á 270k en hún er late 2015

En þyrfti maður ekki að uppfæra GPU í þessum imacs til að fá sæmilega vél ? Eða er nóg að auka RAMið bara í 16+ ?

2015? ekki kaupa þriggja ára gamalt þó það sé ónotað og þú ert ekkert að fara uppfæra GPU eftirá.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 14:48
af Hauxon
Ég myndi ekki vilja standa í þungri myndvinnslu með 8Gb innra minni.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Mið 31. Okt 2018 16:52
af Geirisk8
Ég mæli líka með Hackintosh. Ég er búinn að setja upp margar svoleiðis fyrir bæði þunga mynda / vídeóvinnslu og eina fyrir hljóðver sem vantaði mjög öfluga tölvu. Þú getur notað nánast hvaða spec sem er, bara það sem þig vantar fyrir vinnuna.

Sjálfur er ég með eina með eftirfarandi:
i7 8700K overclockuð í 4.8GHz
16GB RAM (uppfæri í 32GB við tækifæri)
RX580 8GB skjákort
NVMe 256GB SSD fyrir stýrikerfi
SATA 256GB SSD fyrir projects sem eru í gangi
14TB af snúningsdiskum fyrir geymslu

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Fim 01. Nóv 2018 13:13
af gudsgis
Flott mál.

En ef ég myndi kaupa mér 4K/5K skjá sem er með sömu gæðum og imac 5K. Eru þeir þá ekki allir vel yfir 100k ?
sb þessir: https://www.epli.is/aukahlutir/skjair.h ... acturer=44
Hljóta að fara lækkandi í verðum.

Einhverjir aðrir skjáir sem þið þekkið til sem eru optimal í video/myndvinnslu með þessum gæðum og upplausn ?

thx

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Fim 01. Nóv 2018 13:20
af kiddi
Þessir skjáir sem eru til sölu hjá epli.is eru mjög fínir. Það helsta sem þú þarft að athuga með kaup á myndvinnsluskjám er að skjárinn sé með IPS panel. Mörgum finnst einmitt Apple skjáirnir henta síður til myndvinnslu þar sem þeir eru með svo glansandi áferð að það mega engir sterkir birtugjafar vera nærri skjánum því annars speglast það svo mikið. Þannig að allir 27"+ skjáir með 4K panel og IPS eru í raun brúklegir.

Svo er alveg hægt að kaupa 5K líka:
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... nitor.html
(edit: greinilega ekki, þessi skjár er hvergi in stock!)

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Lau 29. Des 2018 01:42
af Uralnanok
Breita bara PC í Mac, með því að skrifa bootloaderinn og nokkrar aðrar skrár inn í Biosinn (Osmosis er með moddaða biosa fyrir fjölda móðurborða, þetta Osmosis lið fann að það eru oft eyður í Biosinum sem og það er í lagi að eyða sumu úr honum og þannig er rými fyrir ýmsar nauðynlegar skrá fyrir hackintosh, um tíma voru seld tilbúin modduð Gigabyte móðurborð), þá er vélin orðin nokkuð skotheld, f. utan að vera með EFI volume með auðsynlegum uppsetningarskrám og nota UEFI, þá er vélin nánast skotheld fyrir upgraderingu.

Re: Apple vél fyrir video/myndvinnslu

Sent: Lau 29. Des 2018 11:45
af svavaroe
Algjör óþarfi að hreyfa við og eða breyta bios þegar ekki þarf. Notar Clover uefi bootloader og málið er dautt.