GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Ertu í vandræðum með tölvuna þína? Þarftu ráðleggingar með vélbúnaðinn?

Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 15:24

Var að kaupa þessa tölvu hérna á Vaktin af tanketom. Hef aldrei opnað kassan, hún kom uppsett með Windows 10. Fyrst mjög sáttur, runna Destiny 2 í bestu gæðum og hæstu upplausn alveg perfect smooth. Svo fer ég í fleiri leiki og þá er ég að lenda í stórum hluta af leikjunum sem ég spila að ég get ekki skipt upp í hærri uplausn án þess að krassa leiknum, nema ég sé í Windowed mode.

Ég er að catcha up á gömlum leikjum þar sem ég tók pásu frá gaming í mörg ár.

Insurgency
WarHammer 40.000: Space Marine (bootar ekki)
FEAR
Half-life 2
Borderlands
Torchlight
Alien Rage
CS:GO
Dawn of War -- Dark Crusade
Alien Breed: Impact
Left 4 Dead


Það eru fleiri leikir, er að vinna í listanum. Er búinn að komast að því að fleiri með svona kort hafa lent í þessu og lausnin sem einhverjir segja virka (slökkva á scaling í NVIDIA Control Panel) hefur ekki virkað hér.Ég var með mjög sambærilega tölvu áður, i5, 16GB RAM, og GTX 1050 og þetta var ekki til staðar þetta vandamál í henni. Sami skjár og peripherals líka.

2 dagar farnir í að reyna laga þetta á vél sem átti að vera í lagi þegar ég kæmi með hana heim
Síðast breytt af netkaffi á Mið 10. Okt 2018 20:47, breytt samtals 5 sinnum.
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 16:02

Var að prófa Insurgency, mjög vinsæll online FPS. Þetta er niðurstaðan: https://i.imgur.com/kbsHWT4.pngSkjámynd

kizi86
Of mikill frítími
Póstar: 1983
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf kizi86 » Mið 10. Okt 2018 17:02

spurning, er intel HD skjakjarni á örgjörvanum ? spurning um að prufa að installa þá driverum fyrir það kort líka, og ath hvaða útgáfu af Nvidia driverum þú ert að nota


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU


Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 17:16

Já prófa það.

En ég er hingað til að vera tekinn ósmurt í rasgatið. Hann selur þetta sem "Glæsilega leikjavél" sem á að virka og vera uppsett. Svo get ég ekki spilað helminginn af leikjunum sem að ég er með, þar með talið CS:GO.

Ég er að vera illa svikinn, pungaði út 160.000 kalli fyrir þessu fyrir nokkrum dögum og núna er hann að firra sig af allri ábyrgð.

Hann hefur enn tækifæri til að bæta úr þessu.
Síðast breytt af netkaffi á Mið 10. Okt 2018 17:20, breytt samtals 1 sinni.
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 17:19

Er að nota nýjustu Nvidia, sækjast sjálfkrafa með Geforce Experience. Og var búna prófa eitthvað að reyna uppfæra Intel drivera alla í vélinni.Skjámynd

tanketom
vélbúnaðarpervert
Póstar: 990
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf tanketom » Mið 10. Okt 2018 17:24

þetta er 1060 kort og þetta er allt driver villur, eitthvað er búið að vera floppa því. Virkaði flott þegar ég prófaði hana í fullt af leikjum. lenti ekki neinu veseni eins og skjáskotinn sem ég sýndi þér. Ég get ekki borið ábyrð á því að hvað er gert við software issu. Sama með allar tölvubúðir, ef þú lendir í software issu af tölvu sem þú kaupir útí búð þá geta þeir hjálpa þér með gjaldi en ef þetta væri hardware þá auðvita taka þeir ábyrð. Svo þegar þú ert að nota gamalt plasma sjónvarp sem tölvuskjá þá er þetta bara bæta við vesenið.

Hef lent í ýmsum vandræðum í gegnum tíðina þegar kemur að spila mismunandi leiki sem koma upp allskonar vandræði sem ég hef þurft að endursetja tölvuna upp og annað. Auðvitað er þetta pirrandi en þetta er bara svona þegar fólk er með alskona mismunadi tölvubúnað sem er keyrt á alla þessa leiki. Er samt sem áður verið að hjálpa þér að finna lausnir á netinu. Öll þessi vandmál eru greinilega algeng og ekki bara með þessa tegund af korti.

En hér á að vera lausn fyrir þessu með cs:

Often, this error occurs if your video card drivers are out of date.

Before updating your drivers, please visit Windows Update and make sure that you have all of the critical updates and the .NET framework installed.

If you get a Failed to create D3D device error, please update your video card drivers to the latest version.

You can use the dxdiag tool to view your DirectX information. dxdiag will show what driver version you have, what video card is in the system and so on and may provide valuable data on your system.

If you have the latest drivers for your video card and are still seeing the failures it's possible that your system has gotten into an unusual state. Restarting your system may reset things to a working state.

If the crash persists, set the following launch option:

Go to Steam's Library.
Right-click on the affected game.
Go to Properties > General > Set launch options...
Type in -dxlevel 81.
Click OK.
Note: if you are attempting to play Left 4 Dead, Left 4 Dead 2, Portal 2, or Counter-Strike: Global Offensive, you must set your launch option to -dxlevel 90 instead.
Síðast breytt af tanketom á Mið 10. Okt 2018 22:02, breytt samtals 1 sinni.


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 17:28

Þvílík dirfska! "Auðvitað er þetta pirrandi en þetta er bara svona þegar fólk er með alskona mismunadi tölvubúnað sem er keyrt á alla þessa leiki." Alskonar mismunandi tölvubúnað? Þetta er vélin með öllum þeim búnaði sem þú seldir mér vinurinn, þetta er ósnertur kassi frá þér seldur sem glæsileg leikjavél með uppsettum hugbúnaði, fyrir nokkrum dögum. Ef hún getur ekki spilað 30% af leikjum þá er það í ólagi.

Plús ég er búinn að komast inn í CS:GO en það er sama vandamálið þar og í öllum hinum. Get ekki skipt um upplausn! Vitum ekki nema þú sért að dömpa hérna í sölu gölluðu GTX 1070 korti.
Síðast breytt af netkaffi á Mið 10. Okt 2018 17:29, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3395
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 513
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf Klemmi » Mið 10. Okt 2018 17:28

Bara strauja vélina og setja upp nýjustu drivera.

Ef hún virkar ekki eftir það, þá fyrst myndi ég fara að skoða með að verða sár og pirraður.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 17:29

Búna strauja hana og setja upp nýjustu drivera.Skjámynd

tanketom
vélbúnaðarpervert
Póstar: 990
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf tanketom » Mið 10. Okt 2018 17:30

Ef þú getur spilað nýrri leiki í bestu gæðum og keyrir eins og lamb þá ætti það að segja þér að þetta er ekki gallað kort, þetta eru driver issus


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

tanketom
vélbúnaðarpervert
Póstar: 990
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf tanketom » Mið 10. Okt 2018 17:34Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 17:36

Er nokkuð viss um að GTX 1070 sé alveg það advanced kort að það geti verið hardware issue þó svo svo að sumir leikir runna fínt. En auðvitað vona ég að þetta sé bara driverar. En mér finnst það skrítið þar sem að ég var með Nvidia GTX 1050 og lenti ekki í þessu með það.

En þú varst að gefa link á "Alien: Isolation game crashes/stops working during loading screens (using the transit)."

Fyrsta lagi er ég ekki með neinn leik sem heitir Alien: Isolation, og í öðru lagi hef ég aldrei verið með nein loading screen crashes.
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 18:08

Gaur ég var að kaupa þessa tölvu af þér á 160.000 kall, ég er alveg miður mín.Skjámynd

tanketom
vélbúnaðarpervert
Póstar: 990
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf tanketom » Mið 10. Okt 2018 18:14

You can try the following steps below and observe if it might resolve the problem:
1. Run Windows Update and make sure to finish the update.
2. Go download the latest stable drivers for the graphics card on website for the specific graphic card.
3. Disable antivirus.
4. Disable Internal graphics card in the bios.

These steps are not required to be done in particular order.


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 19:06

Ef þetta er bara software vandamál sem ég get lagað, þá er mér alveg sama. Þá erum við bara góðir og lögum þetta. En ef ég er að kaupa tölvu sem að ekki er hægt að fá, sama hvað, til að keyra eðlilega, stóran hluta af leikjum, og þá meina ég ekki bara gömlum leikjum, heldur leikjum sem er verið í að keppa í á íslandi eins og CS:GO, þá er það náttúrulega bara tölva í ólagi m.v. að hún er seld sem glæsileg leikjavél.

Ég ætla prófa setja upp aðra útgáfu af Windows 10. Og setja upp gamla drivera fyrir bæði Nvidia og Intel íhlutina. N.b. er löngu búinn að prófa að uppfæra bios.
Þetta eru alveg sömu driverar og ég var með á GTX 1050, samt.Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2341
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf SolidFeather » Mið 10. Okt 2018 19:22

Hvernig ertu með þetta tengt allt saman? Hvernig skjásnúra í í hvaða port á vélinni? Ertu nokkuð með skjáinn tengdann í móðurborðið?
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 19:54

Nei, hann er tengdur í skjákortið. HDMI í HDMI, ég var að nota sama skjá og sama kapal við sambærilega vél (GTX 1050) stuttu áður. Með sömu driverum. Og það var allt að virka þar.Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2341
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf SolidFeather » Mið 10. Okt 2018 20:15

Hvað sést undir Display adapters í device manager?
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 20:46

NVIDIA GeForce GTX 1060 6GB, einungis.
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1070 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Mið 10. Okt 2018 20:50

kizi86 skrifaði:spurning, er intel HD skjakjarni á örgjörvanum ? spurning um að prufa að installa þá driverum fyrir það kort líka, og ath hvaða útgáfu af Nvidia driverum þú ert að nota

Er búinn að vera lenda í vandræðum með fyrri partinn. Þ.e. að setja upp Intel diverana. Það kemur "This computer does not meet the minimum requirements for the software."
Haflidi85
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf Haflidi85 » Mið 10. Okt 2018 21:35

Hefur náttúrulega ekkert að gera við intel hd driverana, ef þú ert ekki að nota innbyggða skjákortið.

Ég myndi fara í bios og disable intergrated graphics, en það er allt sem bendir til að þetta sé eitthvað software vesen hjá þér. Næsta skref hjá þér væri að uppfæra biosin í rusl og allt intel chipset draslið. Næsta þar á eftir væri fresh install á win10. Ef ekkert af þessu virkar þá er þetta eitthvað mjööög spes :D

BTW, eitt longshot en getur prófað að setja skjákortið í annað pcie slot á móðurborðinu.

Vona að þetta hjálpi eitthvað en kæmi mér mjög á óvart ef vélbúnaðurinn væri bilaður af þessum bilanalýsingum.
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Fim 11. Okt 2018 06:13

Erfitt hugbúnaðarvandamál eða ekki, ég er nú þegar svikinn:
Mynd

Seld sem vél með stýrikerfi og "öllum driverum" uppsett --- þannig að hún höndlar alla leiki við afhendingu. Svo er það bara ekki raunin.

Insurgency og CS:Go eru nýlegir active spilaðir leikir, og mjög mainstream leikir og falla undir "allir leikir". Alien Rage er Unreal 3 Engine leikur með mjög góðri og flottri grafík, en Half-life 2 er Source leikur, og það eru fleiri engines í spilunu, þannig að þetta er klárlega ekki 3D engine tengt eins og maður var vanur að oft væri staðan þegar drivervandamál væri.

Ég er í mjög slæmri stöðu hérna, ekki af því að ég þarf að fikta í hugbúnaði til að koma vél í lag, heldur af því að seljandinn er ekki búna létta af mér áhyggjum með að segjast vilja taka hana til baka ef hún fæst ekki til að virka eins og á að vera. Segjum að ef ég væri að treysta þessu orði hjá seljanda og í sakleysi mínu að kaupa góða leikjavél til að fara keppa með á Skjálfta. Eða hvað það væri. Og svo er það einfaldlega ekki hægt því að vélin, hver svo sem ástæðan er, höndlar það ekki.

Satt best að segja er ég að fara úr i5 og GTX 1050 vél sem var fín fyrir mig. Því miður gat ég ekki haft bestu grafík í leikjum eins og Vermintide 2, en núna get ég það. En ég fékk 1050 vélina á 60.000 kall en þessa á 100.000 kr meira. Maður er að punga út 100.000 kalli greinilega hérna fyrir betri grafík í nýjum leikjum, en í staðin getur maður ekki spilað þriðjung af leikjunum sem maður var með í gangi á sambærilegri vél. Sú vél bilaði, og ég hélt að ég væri að fara bara í öflugri en annars sama pakka (sömu tegundir, hærri speccar, i5 8600 vs i5 6600K). Og keypti það að hún væri glæsileg leikjavél sem væri tilbúin, eins og seljandi sagði, í alla leiki.

Í staðin fæ ég þriggja daga vesen, og svo er hann ekki búinn að bjóðast til að taka hana til baka ef að það leysist ekki úr þessu. Ef hann er almennilegur þá gerir hann það og það er búið að valda mér miklum áhyggjum að hann sé ekki búinn að bjóðast til þess, en þetta var aðallega það sem var að valda spennu hjá mér (ég hef keypt af öðrum hérn á Vaktin sem hafa tekið við vélbúnaði til baka fyrir minna vesen).

Öll keppni í Counter-strike nýja er t.d. úr sögunni, af því að vélin var ekki það sem hún var seld sem.

Að því að reyna koma vélinni í lag: þá virðist ekki vera neitt disable integrated graphics í Bios (sem eins og áður kom fram ég er löngu búinn að uppfæra upp í október útgáfu) heldur er þarna aðeins val um primary graphics device, og þá getur maður valið on-board eða GPU. Það var í on-board og ég setti í GPU, og það dugði ekki. Ég er núna að fara setja aðra útgáfu af Windows 10 á USB kubb, en var búna prófa Reset Windows áður.

Það er ekkert sjálfgefið samt að maður hafi tíma eða burði til að koma vél í lag með uppsetningu þegar maður ætlaði sér að kaupa og var seld vél sem good to go við afhendingu. Ég get samt prófað að standa í þessu í einhvern tíma í viðbót, en auðvitað er vél ekki í lagi ef hún spilar ekki þriðjung af mainstream leikjum undanfarinna ára, og er því í ólagi. Ég er með yfir 15 ára LAN reynslu, ég veit alveg þegar vélar eru í lagi eða í ólagi til spilunar. Annað hvort komu menn á LAN með vél tilbúna til spilunar í flestum LAN leikjum bæði glænýjum og gömlum, eða ekki.

Ég prófa aðra skjái í dag, ofan á hin testin. En það er ekki mikið sem ég get gert í viðbót við það sem er undankomið í þessum þræði, áður en ég get úrskurðað að þetta sé einfaldlega frá sjónarmiði venjulegs consumers seld sem biluð vél.


Ég ætla að vona að tanketom taki það til athugunar hvernig hann seldi mér þessa vél í documentuðum þráðum og skilaboðum hérna á Vaktinni og leysi úr þessum áhyggjum af arfaslökum kaupum og sóun á 160.000 þúsund kalli sem ég er með, sem væri lítið mál fyrir hann m.v. að hann segist hafa prófað tugi leikja á þessari vél og að þetta sé bara hugbúnaðarvandamál.

Ég vona að það leysist úr þessu eðlilega og á farsælann hátt fyrir báða.Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf Sultukrukka » Fim 11. Okt 2018 09:24

http://www.tomshardware.co.uk/answers/id-3215316/launch-games-fullscreen-borderless-mode-works.html

Found a solution. Worked for me at least. I have a gtx 1060 3gb with windows 10.
Go to the nvidia control pannel --> display --> Adjust desktop size and position.

You will see options for adjusting scaling, I set mine to "no scaling" and it fixed it. Try "fullscreen" as well if that did not work for you. Hope this helps.


Búinn að prófa þetta?
Höfundur
netkaffi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf netkaffi » Fim 11. Okt 2018 09:29

Sultukrukka skrifaði:
Sultukrukka skrifaði:You will see options for adjusting scaling, I set mine to "no scaling" and it fixed it. Try "fullscreen" as well if that did not work for you. Hope this helps.


Búinn að prófa þetta?

Já var búna vera prófa öll options í Nvidia Control Panel, þ.m.t. sérstaklega þetta scaling dót.

En þetta er komið. Í lag meina ég. Eða allavega er leikurinn sem var hvað leiðinlegastur með þetta að virka venjulega núna. Virðist hafa verið Steam issue.

Ég var að setja upp nýjustu útgáfu af Windows 10 (insider preview), alveg clean install á nýtt partition. Lét windows leita að Display adapter drivers og það setti upp fyrir kortið, GTX 1060, og svo setti ég upp Steam, og vísaði Steam á Steam library folders, hann finnur CS:Go en hann bootar ekki. WarHammer 40.000 Space Marine, ekki heldur.

Klikka á Warframe í Steam library. Bootar windowed, kannski bara tilviljun. Ég set hann í fullscreen og hækka upplausn en býður ekki upp á meira en að hækka úr 1024 í 1280; kannski bara tilviljun, 100% smooth.

Borderlands: The Pre-Sequel í Steam library, bootar. Hækka upplausn í 1080p og virkar 100%.

Hard Reset Redux, bootar windowed. Kannski bara tilviljun líka. Set í fullscreen og bestu gæði, býður ekki upp á að hækka upplausn, en er í 1280 default. 100% smooth.

Klikka á Alien Rage, held ég þurfi að installa honum upp á nýtt. Byrja, vel staðsetningu, finn library sem ég átti eftir að adda (er með nokkra harðadiska), og Steam byrjar að integrata gamla installið. Hann bootar í fullscreen sjálfur, ég breyti í 1080p og það virkar. Start new game, virkar 100%. :happy

Furðulega er að save games eru samt farin í Alien Rage. En mér er sama svo lengi sem tölvan er komin í lag.

Ég er ekki 100% en þetta er að lúkka allt saman svoldið eins og Steam integration/cloud sync vandamál eitthvað. Sem er skrítið því að ég var að nota þessa diska rétt eins og núna sem flakkara, með sömu Steam libraries, við vél vinar míns, nýlega, sem hann lánaði mér eftir að GTX 1050 vélin bilaði, og þetta vandamál kom ekki fram þar!

Þetta er weird allt saman. En ég er semi að búast við að CS:Go booti og virki venjulega eftir að ég installa honum fresh.
steiniofur
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: GTX 1060 skiptir ekki um upplausn í leikjum í fullscreen, bara Windowed

Pósturaf steiniofur » Fim 11. Okt 2018 09:53

netkaffi skrifaði: Ég ætla að vona að tanketom taki það til athugunar hvernig hann seldi mér þessa vél í documentuðum þráðum og skilaboðum hérna á Vaktinni og leysi úr þessum áhyggjum af arfaslökum kaupum og sóun á 160.000 þúsund kalli sem ég er með, sem væri lítið mál fyrir hann m.v. að hann segist hafa prófað tugi leikja á þessari vél og að þetta sé bara hugbúnaðarvandamál.

Ég vona að það leysist úr þessu eðlilega og á farsælann hátt fyrir báða.


Ég myndi telja að afsökunarbeiðni til tanketom sé æskileg, ef það kemur í ljós eftir allt saman að ástæða vandræða þinna sé steam libraryið þitt. Það er ansi vel documenterað í þræðinum hér að þú sakar hann um að hafa sellt þér köttinn í sekknum, sem virðist bara vera heimilskötturinn þinn.

Annars frábært að þetta er komið í lag!