Síða 1 af 1

Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 10:12
af netkaffi
Allt í einu dauð viftan, en tölvan fer í gang (veit ekki hvernig hún starfar samt því ég á eftir að setja upp stýrikerfi). Tók eftir mér fannst hún óvenju silent. Svo fattaði ég þetta þegar að BIOSinn sagði að viftan á PSu væri ekki í gangi, við boot á tölvunni (maður þarf að ýta á F1 til að fara framhjá því).
Ég var að reyna setja upp stýrikerfi á þessari tölvu á nýjum SSD disk og var eitthvað í vandræðum með það, en það er kannski alveg ótengt mál samt — ég kemst allt í einu ekki í Windows setup.

Allavega, er eitthvað hægt (eða vit í) að gera við PSu?

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 10:27
af Squinchy
Fer eftir því hvað það er gamalt og hvort þetta sé einhvað gæða merki

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 10:29
af Zorglub
Alveg hægt já, hvort það borgar sig fer eftir hversu merkilegt og gamalt það er. Líka eftir hvernig vifta þetta er, hvort hún er venjuleg eða einhver sérviska.
Annað, er þetta nokkuð vifta sem fer bara í gang undir álagi?

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 11:08
af netkaffi
Nja, þetta er eitthvað noname 500W "Switching Power Supply. SL-700A", örugglega ódýrt og ekki skynjar-álag vifta.

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 15:09
af zedro
netkaffi skrifaði:Nja, þetta er eitthvað noname 500W "Switching Power Supply. SL-700A", örugglega ódýrt og ekki skynjar-álag vifta.

Kaupa nýjann! Vinna á verkstæði er 7500-12500kr klst, misjaft eftir verkstæðum.
Rífa aflgjafann úr vélinni, rífa aflgjafann í sundur, lúba viftuna (besta falli), skipta viftunni út með lóðun og tilfallandi veseni,
allt púslað aftur saman.

Ert aldrei að fara borga minna en 1klst af vinnu. Svara ekki kostnaði að gera við hann. :no

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 16:22
af frr
Ef þú þarft að spyrja, þá kaupirðu nýjann, annars værirðu búinn að skipta sjálfur um viftu, ef ekkert annað er sjáanlegt að.

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 16:39
af Halli25
frr skrifaði:Ef þú þarft að spyrja, þá kaupirðu nýjann, annars værirðu búinn að skipta sjálfur um viftu, ef ekkert annað er sjáanlegt að.

Gerði akkúrat þetta í gamla daga þegar vifta fór í mínum... skipti henni út sjálfur :)

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 20:29
af netkaffi
Halli25 skrifaði:
frr skrifaði:Ef þú þarft að spyrja, þá kaupirðu nýjann, annars værirðu búinn að skipta sjálfur um viftu, ef ekkert annað er sjáanlegt að.

Gerði akkúrat þetta í gamla daga þegar vifta fór í mínum... skipti henni út sjálfur :)

Það ætti ekki að vera erfitt, allavega skipti ég oft um örgjörvaviftur í gamladaga.

Hvar fæ ég mest úrval af PSu viftum á Íslandi?

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 21:28
af Hnykill
þetta er Inter-Tech SL-700W aflgjafi. algert chep og no name dót.. fáðu þér nýjan.

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Þri 21. Ágú 2018 11:52
af dori
netkaffi skrifaði:
Halli25 skrifaði:
frr skrifaði:Ef þú þarft að spyrja, þá kaupirðu nýjann, annars værirðu búinn að skipta sjálfur um viftu, ef ekkert annað er sjáanlegt að.

Gerði akkúrat þetta í gamla daga þegar vifta fór í mínum... skipti henni út sjálfur :)

Það ætti ekki að vera erfitt, allavega skipti ég oft um örgjörvaviftur í gamladaga.

Hvar fæ ég mest úrval af PSu viftum á Íslandi?

Það er allt annað og mun meira mál að skipta um viftu í aflgjafa en á örgjörva. Í fyrsta lagi þarftu að opna aflgjafann og passa þig á því að snerta ekki 220V þéttana sem geta farið illa með þig. Svo er viftan kannski lóðuð föst eða með einhverju random tengi (s.s. ekki endilega sams konar og á móðurborði).

Annars er þetta er líklegast eins vifta og "kassavifta", oft 120mm en þar sem þetta er ekki staðlað þá gæti þetta verið hvað sem er. Þú opnar bara aflgjafann, losar viftuna og setur nýja í. Mögulega þarftu að fiffa eitthvað með víra eða tengi þannig að mögulega þarftu lóðbolta, vírklippur og herpihólk til að ganga frá tengingunum (ég myndi frekar mæla klippa tengið af gömlu viftunni heldur en að fara og kaupa eitthvað tengi sem þarf líklegast að crimpa til að ganga rétt frá). Svo passarðu þig bara á því að snúa viftunni eins og sú gamla gerði, festir og lokar aflgjafanum.

En eins og aðrir hérna hafa bent á þá mæli ég bara með að þú kaupir þér nýjann aflgjafa. Ef þú þarft að spurja að þessu þá muntu væntanlega eiga í smá vandræðum með þetta og fyrir no name aflgjafa er það bara ekki þess virði. Líklegast kostar ný vifta álíka mikið og þessi aflgjafi er virði.

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Þri 21. Ágú 2018 12:00
af netkaffi
dori skrifaði:Líklegast kostar ný vifta álíka mikið og þessi aflgjafi er virði.
Hvar er best að kaupa svoleiðis fyrir íslending?

Ég er hérna til að læra líka. Kannski á dýrari PSu eftir að bila og þá er gott að kunna þetta? Það er líka satisfying að gera við sjálfur ef maður sinnir því almennilega.

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Þri 21. Ágú 2018 12:08
af dori
netkaffi skrifaði:
dori skrifaði:Líklegast kostar ný vifta álíka mikið og þessi aflgjafi er virði.
Hvar er best að kaupa svoleiðis fyrir íslending?

Ég er hérna til að læra líka. Kannski á dýrari PSu eftir að bila og þá er gott að kunna þetta? Það er líka satisfying að gera við sjálfur ef maður sinnir því almennilega.

Það fer algjörlega eftir því hvernig aflgjafi þetta er. Kannski geturðu keypt ódýra kassaviftu á 1500-2000 kall (eða átt eina slíka heima hjá þér). Kannski þyrftirðu að fara í Íhluti eða panta af Digikey/Mouser.

Ef þú vilt leika þér þá um að gera. Byrjaðu á því að finna framleiðanda/tegundarnúmer á aflgjafanum og/eða opna hann (ef þetta er eitthvað noname brand þá eru líklegast engar upplýsingar á netinu) til að sjá hvernig vifta er í honum. Þú getur póstað því hérna og það er ekkert mál að hjálpa til með að finna útúr því með þér hvar þú færð hana. En kynntu þér vel hvernig á að opna aflgjafa án þess að fá straum, ættu að vera einhver fín vídjó á Youtube.

Re: Ef viftan er farin í PSu, tekur eitthvað að gera við hann?

Sent: Þri 21. Ágú 2018 13:00
af frr
Þetta eru nánast undantekningarlaust venjulegar kassaviftur og auðvelt að skipta um, þó það þurfi að lóða,
Hins vegar myndi ég ekki púkka upp á Intertech PSU. Mín reynsla er ekki góð af þeim.