Síða 1 af 1

GTX980ti kortið mitt að gefast upp?

Sent: Fös 06. Apr 2018 00:35
af EydiFeiti
Er með Nvidia GTX980ti sem hefur verið að stríða mér að ég held.
Málið er að þegar ég spila tölvuleiki er kortið að fara í alltof mikið usage (%), það sem er enn skrýtnara finnst mér er að þegar ég er í main menu á sumum (flestum) leikjum þá fer skjákortið á milljón (100% stable usage) og verður sjóðheitt mjög fljótt, eins og er, er þetta að gerast í main menu á Sea of Thieves, Fortnite og PUBG.
Þegar eþég fer svo ingame þá lækkar usageið en er samt miklu hærra en það var fyrir tæplega mánuði síðan.

Þegar ég starta tölvunni, þá kemur rafmagn á skjáinn en er samt svartur í u.þ.b 4-5 mín áður (sem er tíminn sem tölvan er að starta sér síðan þetta byrjaði).


Kannski langsótt að spyrja hér, kannski ekki.... en:
Hvað er að tölvunni minni?


MSI x370 SLI
Nvidia GTX980ti
AMD Ryzen 5 1600

Re: GTX980ti kortið mitt að gefast upp?

Sent: Fös 06. Apr 2018 18:55
af dragonis
Þetta hljómar soldið eins og slæmir reklar, náðu í nýjasta Nvidia driverinn og hentu hinum út (clean install helst). Getur líkað prófað að henda vertical sync á nvidia stjórnborðinu það ætti að laga usage í menu en þá keyrir þú bara á native refresh rate.

Re: GTX980ti kortið mitt að gefast upp?

Sent: Fös 06. Apr 2018 19:43
af Viktor
Skjákort eiga alltaf að vera í 100% usage í tölvuleikjum til að ná sem hæstu FPS svo það er svo sem ekkert óeðlilegt.

Hiti á kortum er líka yfirleitt í kringum 70-90 gráður og fer upp í það mjög fljótt.

Menu taka oft svipað mikið á GPU og leikirnir sjálfir, PUBG er til dæmis að rendera bakgrunninn eins og tölvuleik(real time), það er ekki "video" í bakgrunn.

Miðað við þessa lýsingu er ekkert að, nema að skjárinn sé svartur á meðan tölvan startar sér. Getur verið að skjárinn sé ekki að fatta að tölvan sé í gangi?