Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5488
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Tengdur

Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf appel » Fim 06. Júl 2017 22:18

Ég er svoldið að pæla í 40" risaskjá, eiginlega þessum:
https://www.tl.is/product/40-4k-bdm4037 ... 160-curved

Ég var doldið hrifinn af honum í búðinni. En maður er hugsandi, er maður doldið að fara yfirum í þessum málum?
Maður er með 27" núna og 1920x1080, finnst það takmarkandi.

En hverjir eru kostir og ókostir við svona risaskjái?


*-*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 812
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 127
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf Hrotti » Fim 06. Júl 2017 22:40

Ég er með 43" 4K við tölvuna og elska það. Ég hef ekki fundið neina galla við það ennþá.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf kiddi » Fim 06. Júl 2017 22:52

Mig langar að benda á milliveg, þeas. 34" ultrawide skjái sem eru 3440x1440 - þeir henta sjónsviðinu vel og venjast alveg æðislega, geggjað að spila leiki í þeim. Ég hef lengi spáð í 40" og 43" 4K sjálfur og alltaf þegar ég sest fyrir framan svoleiðis skjá þá hallast ég að því að þeir séu einfaldlega of stórir.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5488
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Tengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf appel » Fim 06. Júl 2017 22:55

kiddi skrifaði:Mig langar að benda á milliveg, þeas. 34" ultrawide skjái sem eru 3440x1440 - þeir henta sjónsviðinu vel og venjast alveg æðislega, geggjað að spila leiki í þeim. Ég hef lengi spáð í 40" og 43" 4K sjálfur og alltaf þegar ég sest fyrir framan svoleiðis skjá þá hallast ég að því að þeir séu einfaldlega of stórir.

Mér finnst þessi ultra-wide skjáir bara vera of narrow á vertical hæð.

Þessi sem ég linkaði á er smá curved þannig að hann hentar sjónsviðinu ágætlega, betur en flatir.


*-*

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf mind » Fös 07. Júl 2017 00:26

Var í sömu hugleiðingum fyrir nokkrum mánuðum, tók í gikkinn og uppfærði í þennan skjá úr 27" 2k + 27" 1080p. Núna myndi ég mæla með þessu alveg jafnt og fara í SSD úr HDD, fyrir alla sem vega vinnuplássið hærra en leikjahæfileikana.

Get ekki séð mig fara aftur til baka í minni skjá lengur
Vinn núna mikið meira í mörgum hlutum á hluta af skjánum frekar en öllum, stærðin fer yfir virka sjónsviðið eins og ég sit við hann. Mér finnst þetta mjög eðlilegt eins og að nota fleiri en einn skjá, en sé fyrir mér að harðir leikjaspilarar og þá sérstaklega FPS spilarar fyndist þetta ókostur.
Tek ekki einusinni eftir því að skjárinn sé boginn, þetta er bara eðlilegt og venjulegt í mínum huga núna

Ókostirnir eru svolítið eins og má búast við og sömu og á flestum öðrum 4k
Undir 60fps er óþægilegt, svo displayport eða hdmi 2.0
Getur framkallað ghosting áhrif ef vilt, þessi stærð og undir 100hz sýnir það auðveldar en minni skjáir
Ef ert að vinna í skjölum eða myndum sem aðrir þurfa líka vinna í þarftu stundum passa þig því það sér bara svo mikið minna
Þarft dýrt skjákort fyrir leikina, 4K og sérstaklega allt augnakonfekt gerði mjög hratt lítið úr mid-range skjákortinu hjá mér og þú vilt vera í 60 römmum sem einfaldlega kostar.

Svo go for it og leyfðu fólki að spyrja afhverju sjónvarpið þitt sé tengt við tölvuna :megasmile



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5488
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Tengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf appel » Fös 07. Júl 2017 00:51

mind skrifaði:Var í sömu hugleiðingum fyrir nokkrum mánuðum, tók í gikkinn og uppfærði í þennan skjá úr 27" 2k + 27" 1080p.

Fyrirgefðu, en hvað uppfærðir þú í og hve háa upplausn?


*-*

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf mind » Fös 07. Júl 2017 00:53

Fór í skjáinn sem þú hlekkjaðir á, Philips BDM4037UW.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5488
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Tengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf appel » Fös 07. Júl 2017 01:01

mind skrifaði:Fór í skjáinn sem þú hlekkjaðir á, Philips BDM4037UW.

Ah kúl. Takk. Tók ekki alveg eftir því sem þú sagðir fyrst :D

Já, ég var doldið hrifinn því hvernig hann var bara smávægilega innkúptur. Ég er ekki persónulega hrifinn af "curved" skjáum, en þessi skjár virðist hannaður fyrir eitthvað allt annað, þ.e. ... við skulum kalla það "retina curvature".


*-*


Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf Andriante » Fös 07. Júl 2017 01:41

Ég myndi frekar taka hinn Philips skjáinn frá þeim sem er ekki kúptur. Hann er geðveikur. Kúpt er verra í endursölu og er glaremagnet dauðans ef þú situr ekki beint fyrir framan hann.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5488
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Tengdur

Re: Risaskjáir, þarf smá ráðleggingu

Pósturaf appel » Sun 09. Júl 2017 22:38

Jæja ég er eiginlega búinn að taka þá ákvörðun að kaupa mér svona risaskjá. Hef ekki ákveðið hvern.

Þessir tveir hjá tölvulistanum koma til greina:

Philips 43" 4K BDM4350UC 5ms 3840x2160
https://www.tl.is/product/43-4k-bdm4350uc-5ms-3840x2160

Philips 40" 4K BDM4037uw 4ms 3840x2160 Curved
https://www.tl.is/product/40-4k-bdm4037 ... 160-curved


En einnig vakti þessi athygli mína:

Dell Professional 4K (3840x2160) 43" LED skjár
https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... LED-skjar/


*-*