Mögulega gallað skjákort?


Höfundur
HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf HarriOrri » Mán 24. Apr 2017 23:19

Ég keypti mér Razer Blade late 2016 modelið í gegnum Amazon nýlega og er drullu sáttur með tölvuna, fram að núna
Ég lenti í því að grafíkin í tölvuleikjum er farinn að glitchast á eftirfarandi máta:
https://youtu.be/xSLN1HDIgmQ

Einnig þegar ég t.d. reyni að spila Eve Online í high graphics þá bluescreenar tölvan og CS:GO annaðhvort crashar og hættir að responda eða lætur tölvuna bluescreena

Ég fór með tölvuna í Kísildal og checkaði hvort þeir gætu komist að eitthverju, eftir að hafa reinstallað og uppfært alla drivera og einnig reinstalla OSinu án árangurs (ég hafði einnig gert það sama sjálfur) þá fannst þeim líklegast að skjákortið væri gallað eða bilað, hafið þið eitthverjar hugmyndir um eitthvað annað sem gæti orsakað svonalagað?

Fyrirfram þakkir,
Harri




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf agnarkb » Mán 24. Apr 2017 23:48

Hvernig eru temps? Fyrsta sem mér dettur í hug er að GPU er að hitna of mikið


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Pure Base 500


Höfundur
HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf HarriOrri » Mán 24. Apr 2017 23:55

agnarkb skrifaði:Hvernig eru temps? Fyrsta sem mér dettur í hug er að GPU er að hitna of mikið


Þegar ég runna Valley Benchmark í maxinu þá peaker tempið í 80/81°, hún var að idlea í uþb 50 fram að því, bara með browser og þannig opið, og strax og ég startaði Valley þá byrjaði þetta að gerast. Líka jafn mikið um þessi "glitches" óháð hitanum



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 910
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf methylman » Þri 25. Apr 2017 10:47

Hvað er aflgjafinn stór og hvað er mælt með stórum aflgjafa fyrir kortið ?


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf Haflidi85 » Þri 25. Apr 2017 15:02

sælir

Þetta virðist vera svona "skjákorts tearing" þ.e. þegar myndir fara að flökkta og skjákortið fer að draga og teygja random hluti, hef séð þetta hjá mér þegar ég hef overclockað kort of hátt eða þegar skjákort eru að deyja.

Líklegast er skjákortið gallað eða að deyja, getur prófað að downlcocka kortið og séð hvort að það keyri í lagi í nokkra mánuði þannig, alveg fræðilegur að pcie raufin á móðurborðinu sé biluð ef þú hefur ekki prófað kortið í annari vél, mér þykir það þó ólíklegt.

Ég sé heldur ekki hvað psu kemur málinu við, annaðhvort virka þeir eða ekki, hef allavega aldrei heyrt um psu sem býr til tearing en keyrir samt allt.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Þri 25. Apr 2017 15:22

Fyrir ykkur 2 á undan mér, þetta er skjákort í fartölvu og er því ólíklegt að aflgjafinn sé of lítill og að hann hafi tök á því að prófa skjákortið í annari vél. Persónulega myndi ég hafa samband við Amazon og segja þeim að skjákortið sé bilað, það er mjög þægilegt að eiga við Amazon þegar kemur að bilunum og ábyrgðarmálum.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf upg8 » Þri 25. Apr 2017 18:00

Getur líka spurt á Razer grúppunni á Facebook, jafnvel forstjórinn sjálfur er mjög virkur þar... allavega líklegt að einhver þar geti sagt hvort þetta sé algengt vandamál


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf HarriOrri » Þri 25. Apr 2017 22:10

upg8 skrifaði:Getur líka spurt á Razer grúppunni á Facebook, jafnvel forstjórinn sjálfur er mjög virkur þar... allavega líklegt að einhver þar geti sagt hvort þetta sé algengt vandamál


Gætiru nokkuð bent mér á þessa grúppu?




Höfundur
HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf HarriOrri » Þri 25. Apr 2017 22:12

I-JohnMatrix-I skrifaði:Fyrir ykkur 2 á undan mér, þetta er skjákort í fartölvu og er því ólíklegt að aflgjafinn sé of lítill og að hann hafi tök á því að prófa skjákortið í annari vél. Persónulega myndi ég hafa samband við Amazon og segja þeim að skjákortið sé bilað, það er mjög þægilegt að eiga við Amazon þegar kemur að bilunum og ábyrgðarmálum.


Búinn að tala við Amazon en það er bara 1 mánaðar bein ábyrgð hjá þeim. Hinsvegar er Razer með 1 árs international ábyrgð á öllum fartölvum svo ég hef möguleika á að senda hana til Þýskalands í viðgerð að kostnaðarlausu. Er núna í email samskiptum við Razer support varðandi þetta, bíð eftir því að sjá hvernig það fer



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf upg8 » Þri 25. Apr 2017 22:37

Frábært að þú ert búinn að ná sambandi og þetta virðist stefna á réttan veg.

Hér er annars Facebook grúppan
https://www.facebook.com/razer/


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mögulega gallað skjákort?

Pósturaf HarriOrri » Þri 25. Apr 2017 22:43

Var fyrst núna að heyra af screen tearing og eftir að hafa googlað það sæmilega þá virðist eins og vandamálið hjá mér liggi dýpra, enda er ég að lenda í því að leikir crashi stöðugt útaf grafíkinni og ég fæ t.d. "application has been blocked from access graphics hardware" meldingu upp þegar ég er að reyna að spila Eve, með meðfylgjandi blackscreeni á leiknum. Þannig ég hallast enn og enn meira að gölluðu skjákorti