Draugur throttlunar


Höfundur
Tales
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 21:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Draugur throttlunar

Pósturaf Tales » Sun 23. Apr 2017 18:43

Á gamla rigginu mínu glímdi ég við leiðinlegt vandamál: þegar ég var búinn að spila hvaða leik sem er í smá stund, þá byrjaði kortið mitt að throttle-a.


Síðan eru liðin mörg ár og ég er löngu búinn að skipta um allt í vélinni nema kassann. Og nú glími ég enn við sama vandamál. Ég spila í kannski 20 mín, og þá kemur fyrsta throttlið. Svo kemur það reglulega á 5 - 10 mín fresti. Framerate-ið dettur niður í undir 10 fps og hljóðið virðist fylgja framerate-inu. Ég er búinn að vera að keyra hardware monitor með leiknum núna síðustu daga að reyna að komast að því hvað er að, en það virðist nákvæmlega ekkert vera að. Hitinn á kortinu fer aldrei yfir 62°svo það getur ekki verið að það sé að kæla sig.

Specs:

Mób: AMD Asrock 970DE3/U3S3
Power: powercolor 500w
Örri: AMD fx8120 3.10GHz
Skjákort: Radeon 7850HD
12gb af RAM

Einu tölurnar sem breytast í monitor forritinu þegar throttlið byrjar er að 'Core' dettur drullu langt niður og kortið kólnar aðeins. En svo keyrir það kannski á hærri hita en það var þegar það throttlaði í 10 mín í viðbót.

Hvers vegna eltir þessi draugur mig? Hvað hef ég gert til að verðskulda þessa bölvun?




Höfundur
Tales
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 21:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Draugur throttlunar

Pósturaf Tales » Mán 24. Apr 2017 13:14

Bump :'(



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Draugur throttlunar

Pósturaf Daz » Mán 24. Apr 2017 13:32

CPU hitastig og notkunar%
Minnisnotkun?
Disknotkun?
Allt þegar "throttlið" byrjar.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Draugur throttlunar

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 14:56

Gæti verið einhver vinnsla í bakgrunninum, eða vírus.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Tales
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 21:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Draugur throttlunar

Pósturaf Tales » Mán 24. Apr 2017 16:21

Daz skrifaði:CPU hitastig og notkunar%
Minnisnotkun?
Disknotkun?
Allt þegar "throttlið" byrjar.


Cpu hitastigið er eitthvað í kringum 60°, notkunar% er undir 50%.
Minnisnotkunin er sömuleiðis ekki shit, eitthvað um 50%.
Veit ekki alveg hvað þú átt við með disknotkun, en diskurinn sem leikurinn er geymdur á er ssd diskur sem vissulega er troðfullur, u.þ.b. 98% notað af minninu, en read hraðinn þegar throttlið fer í gang er allt frá 45 Mb/s niður í einhver kb/s.

Eins og ég sagði, þá virðist ekkert vera að. Er gallað kort eina svarið ?




Höfundur
Tales
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 21:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Draugur throttlunar

Pósturaf Tales » Mán 24. Apr 2017 16:22

Sallarólegur skrifaði:Gæti verið einhver vinnsla í bakgrunninum, eða vírus.


Það myndi þá líklegast sjást á cpu eða ram usage ekki satt? Það gerir það ekki :(