Vél ræsir sig ekki ..

Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 17
Staðsetning: /usr/local
Staða: Tengdur

Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf Blues- » Fös 24. Mar 2017 20:16

Sælir piltar ..
er með eina Shuttle XPC vél sem er komin nokkuð til ára sinna.
Núna næ ég henni ekki í gang, um leið og ég kveiki á vélinni, þá slekkur hún á sér um leið.
Er búinn að prófa að taka minni og kort úr vélinni .. sama sagan ..
Það kemur ekkert signal á skjáinn, enda slekkur hún á sér næstum samstundis.

Hvað ætli sé búið að gefa sig í vélinni ?
Aflgjafi eða móðurborð ? er búinn að grandskoða móðurborðið og sé enga bólgna þétta.

Allar hugmyndir til að greina þetta eru vel þegnar ..



Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf loner » Fös 24. Mar 2017 21:01

Erfiðara þegar þú gefur ekki upp specca,
en þú segir gömul vél, þá er líklegast aflgjafinn.

Hvernig er ljósastaðan framan á kassanum eftir að þú ræsir.


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf DJOli » Fös 24. Mar 2017 21:10

Það er mjög algengt að aflgjafarnir í shuttle vélunum gefi sig. Vandamálið er að þeir eru úr spes "form factor" og kosta þar af leiðandi meira en venjulegir aflgjafar. Sniðugast væri að redda öðrum aflgjafa ef hann er til einhversstaðar á lítið, þó bara væri til að prófa vélina. Þá virkar nánast hvaða aflgjafi sem er, svo fremi sem hann sé yfir 300w.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf jonsig » Fös 24. Mar 2017 22:00

Aflgjafi eða hún kemst ekki í gegnum POST



Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf loner » Fös 24. Mar 2017 22:06

Kemst ekki gegnum POST virðist vera.
//"Það kemur ekkert signal á skjáinn, enda slekkur hún á sér næstum samstundis."//


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !

Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf loner » Fös 24. Mar 2017 22:13

Gleymist alveg að spyrja um BEEP.
þá er átt við pípin, hvort heyrist píp í móbóinu.


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !

Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 17
Staðsetning: /usr/local
Staða: Tengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf Blues- » Lau 25. Mar 2017 17:38

Búinn að prófa annan PSU .. sama sagan ...
Slekkur strax á sér .. 2 stöðug ljós á móðurborði, grænt og orange.
Kemst ekki í gegnum POST ..

Þetta hlýtur þá að vera mobo-ið ..



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vél ræsir sig ekki ..

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 25. Mar 2017 17:46

Blues- skrifaði:Búinn að prófa annan PSU .. sama sagan ...
Slekkur strax á sér .. 2 stöðug ljós á móðurborði, grænt og orange.
Kemst ekki í gegnum POST ..

Þetta hlýtur þá að vera mobo-ið ..


Mjög líklega , ef ég fæ álíka fyrirspurn þá sendi ég yfirleitt þennan texta á fólk.

Ef það kemur power á tölvuna en ekkert kemur á skjáinn þá er best að byrja á að athuga hvort

kapall er næginlega vel tengdur þ.e bæði power tengið og DVI,VGA Hdmi tengi. Ef það virkar ekki

þá er gott að prófa annan skjá sem virkar, ef skjárinn er ekki vandamálið þá þarf að kanna hvort

það er graphics kortið sem er að valda vandræðunum eða onboard móðurborðs graphics kortið, ef þetta

er onboard grafík kortið þá þarf að skipta út móðurborðinu. Hins vegar ef þetta er t.d Low end PCI

eða high end Pci-e video kort þá er best að athuga hvort vifta er stýfluð eða einfaldlega dottinn af

video kortinu, og skipta því út ef það er málið.


Þú ert búinn að útiloka líka PSU þannig að það er ekkert annað sem kemur til greina.


Just do IT
  √