Workstation: Desktop eða Laptop?


Höfundur
enypha
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Workstation: Desktop eða Laptop?

Pósturaf enypha » Fös 27. Mar 2015 15:28

Nú spyr ég í von um að einhver þekki persónulega muninn. Ef um er að ræða workstation vél, hver er munurinn ef einhver er á desktop og laptop vélum. Ég er t.d. að horfa á þessar tvær vélar:

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 8,425.aspx

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 3,957.aspx

Verðið er ekki lykilatriðið, heldur notagildið. Það væri svo einhver ódýrari laptop notuð til að tengjast turninum remotely þegar þess þyrfti. Notkunin væri mest bundin við vinnslu gagna, s.s. mikið disk og net IO og ein eða fleiri virtual vélar í gangi.


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Workstation: Desktop eða Laptop?

Pósturaf Hannesinn » Fös 27. Mar 2015 16:39

Workstation er bara framleiðslulína sem er ofar en desktop/office línan hjá framleiðendum. Oftast með high-end íhlutum, en ekki sjálfgefið. Þær tengjast ekkert betur eða verr saman en aðrar tölvur.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Workstation: Desktop eða Laptop?

Pósturaf machinefart » Fös 27. Mar 2015 16:42

Componentar í desktop vélum geta orðið öflugri en componentar í laptop vélum.




njordur
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 09. Feb 2009 14:05
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Workstation: Desktop eða Laptop?

Pósturaf njordur » Fös 27. Mar 2015 17:38

Hugmyndin bakvið Workstation er að þetta sé vinnuhestur og ræðst vélbúnaðar val af því.

Ef við tökum þessar 2 vélar sem þú link-ar fyrir þá eru aðal atriðin eftirfarandi.

Turnvélinn:
Örgjörvin er Intel Xeon sem er úr server línunni hjá Intel og styður ECC minni sem er týpískt server minni. Xeon örgjörvar eru einmitt mjög fínir ef þú ert að hugsa um að keyra virtual vélar.
Það er ECC minni sem er þá error correction minni og með því á ekki að vera hætta á það komi fram villur í gögnum sem eru geymd inná minninu. Almennt skiptir það ekki máli en það eru einstaka tilfelli sem það geri það.
Svo er það skjákortið, það er nVidia Quadro kort sem er professional línan frá nVidia. Vélbúnaðurinn og hugbúnaðurinn í Quadro kortum er meira hugsaður fyrir myndvinnslu og 3d.
Einnig má búast við því að móðurborðið í þessum turn sé með öflugra netkort onboard heldur en gengur og gerist á venjulegum móðurborðum.
Sama á við um harðadisk stýringar.

Fartölvan.
Helsti munurinn á vélbúnaði er skjár og skjárkort. Skjár kortið í þessari vél er Quadro líkt og í turnvélinni og svo skiptir skjárinn máli í workstation fartölvu þar sem litrófið í honum þarf að vera mjög gott ef verið er að nota hana í myndvinnslu af einhverju tagi.
Einnig er almennt hægt að vera með 2 eða fleirri harðadiska og fleirri minniskubba heldur en í venjulegum fartölvum, þessi er með möguleika á 2 diskum og 4 minnisraufum.

Sú vinna sem workstation vélar eru hugsaðar fyrir er til dæmis myndvinnsla, 3d myndvinnsla, video vinnsla, hljóðvinnsla og hugbúnaðar þróunn.

Einnig er algengast að tölvur sem eru hugsaðar fyrir fyrirtæki séu með öryggis fídusa sem eru ekki í neytendatölvum til dæmis TPM kerfið.

Þetta er frekar basic yfirferð á þeim atriðum sem þessar tvær vélar búa yfir sem eru almennt ekki í venjulegum fartölvum og turntölvum.

Ef þú vilt átta þig betur á þessum atriðum þá mæli ég með því að þú lesir þig aðeins til um ECC minni, Xeon Örgjörva, Quadro kortin og TPM kerfið.


Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling