Síða 1 af 1

Vesen með Sleep

Sent: Lau 06. Júl 2013 11:52
af Skippó
Sælir Vaktarar,

Er að lenda í því að oftar en ekki þegar ég set tölvuna á sleep þá kveikir hún á sér strax aftur þótt að ég er ekki búinn að snerta eitt né neitt, en stundum virkar það bara fínt í einhvern tíma annars ekki.

-Skippó

Re: Vesen með Sleep

Sent: Lau 06. Júl 2013 13:09
af Swanmark
o. Prufaðu að taka mús og lyklaborð úr sambandi. :)

Re: Vesen með Sleep

Sent: Lau 06. Júl 2013 13:15
af Bjosep
Mér finnst nú líklegra að þetta tengist því að windows sé búið að hlaða niður uppfærslum og hafi á einhvern ótrúlegan hátt ákveðið að núna sé rétti tíminn til þess að drífa sig í því að setja upp uppfærslurnar.

Ég var sjálfur að glíma við þetta. Gríðarlega gaman þegar tölvan byrjaði að mása og blása um miðja nóttu.

Re: Vesen með Sleep

Sent: Lau 06. Júl 2013 15:43
af Zorglub
Ertu búinn að slökkva á að netkortið geti vakið hana?