Blikkandi skjár


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Blikkandi skjár

Pósturaf falcon1 » Fim 08. Nóv 2012 22:29

Ég er með skjá sem er blikkandi (dettur út en Power ljósið er stöðugt) og með aðrar minniháttar myndtruflanir. Ég prófaði í dag að tengja skjáinn við aðra tölvu og þar virkaði skjárinn fullkomlega. Þannig að mín niðurstaða er að það er eitthvað að gerast með tölvuna mína. Mér var að detta í hug að aflgjafinn væri að bila en þessar truflanir hafa verið í einhverja mánuði en þá kannski bara 1-3 á dag en í dag að þá ágerðist vandamálið allsvakalega og var varla hægt að vinna í tölvunni vegna þessara truflana.

Nú ef þetta er aflgjafinn borgar það sig að fá sér nýjan aflgjafa í þessa 5 ára gömlu tölvu eða á maður bara að splæsa í nýja?



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf Yawnk » Fim 08. Nóv 2012 22:46

Ég myndi splæsa í nýja ef ég væri þú..



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf beggi90 » Fim 08. Nóv 2012 23:55

Afhverju aflgjafinn frekar en skjákortið?

Annars er klárlega málið að gera við 5 ára vél ef að hún dugar í allt það sem þú ert að gera. (sérstaklega ef þetta er eitthvað minniháttar)
Fólk er oft full duglegt að réttlæta tölvukaup hjá sér.



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2465
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 216
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf GullMoli » Fös 09. Nóv 2012 00:15

Yawnk skrifaði:Ég myndi splæsa í nýja ef ég væri þú..


Ef rafgeymirinn væri að klikka í nokkra ára gamla bílnum mínum, ætti ég þá að kaupa bara nýjan? Enganvegin hægt að ráðleggja eitthvað álíka án þess að vita meira um vélina.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf falcon1 » Fös 09. Nóv 2012 00:30

Það er nánast nýtt skjákort í vélinni og hún var byrjuð að láta svona áður en ég skipti um skjákort... þess vegna er það mjög líklega ekki skjákortið. :) Vélin er reyndar eiginlega orðin of hægvirk fyrir þá myndvinnslu sem ég er í en ég ætlaði að reyna að nýta hana eins lengi og ég gæti. Hinsvegar ef ég þarf kannski að fara að eyða einhverjum slatta af pening í hana að þá er kannski alveg jafngott eða betra að setja það uppí nýja vél sem gæti dugað mér næstu 4-5 ár eða svo. :)



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf Yawnk » Fös 09. Nóv 2012 00:41

GullMoli skrifaði:
Yawnk skrifaði:Ég myndi splæsa í nýja ef ég væri þú..


Ef rafgeymirinn væri að klikka í nokkra ára gamla bílnum mínum, ætti ég þá að kaupa bara nýjan? Enganvegin hægt að ráðleggja eitthvað álíka án þess að vita meira um vélina.

Auðvitað ekki, en ef tölvan er orðin meira en fimm ára gömul, og t.d aflgjafinn bilar í henni, þá sé ég varla tilgang í því að kaupa glænýjan aflgjafa á JAFNVEL, er ekki að segja að það sé, nývirði tölvunar sjálfar ef hann ætlaði með hana í sölu.

Og eins og hann nefnir hér að ofan, I quote: orðin of hæg í myndvinnslu, þá auðvitað myndi ég uppfæra ef ég væri í því.

Allt undir honum komið, hvort vill hann vera í gamalli Lödu eða fara yfir í nýrri og fínni Toytotu?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6299
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf worghal » Fös 09. Nóv 2012 09:46

hvernig skjár er þetta?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf falcon1 » Fös 09. Nóv 2012 09:51

Skjárinn heitir ASUS PA246Q en eins og segi að þá finnst mér ekki líklegt að skjárinn sé vandamálið þar sem hann virkaði fullkomlega á annarri tölvu.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6299
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf worghal » Fös 09. Nóv 2012 09:56

ég las um annað líkt atvik þessu og það virkaði fyrir gæjann að tengja skjáinn í analog, svo updateaði hann skjákorts drivera og southbridge drivera


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1777
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 72
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf axyne » Fös 09. Nóv 2012 10:00

Búinn að útiloka skjásnúruna ?


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf falcon1 » Fös 09. Nóv 2012 12:21

Búinn að prófa öll tengi (Dvi, Hdmi) fyrir utan Displayport. Skipti einnig um snúrur án árangurs... btw. notaði sömu snúrur til að tengja í tölvuna þar sem skjárinn virkaði fullkomlega. Er með nýjustu driverana fyrir skjákortið.

Nánar um tölvuna:

+ Móðurborð GIGABYTE GA-EX38-DQ6
+ Skjákort ATI RADEON HD 6750
+ Örgjörvi INTEL Q6600 2,4Ghz



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf beggi90 » Fös 09. Nóv 2012 12:29

falcon1 skrifaði:Það er nánast nýtt skjákort í vélinni og hún var byrjuð að láta svona áður en ég skipti um skjákort... þess vegna er það mjög líklega ekki skjákortið. :) Vélin er reyndar eiginlega orðin of hægvirk fyrir þá myndvinnslu sem ég er í en ég ætlaði að reyna að nýta hana eins lengi og ég gæti. Hinsvegar ef ég þarf kannski að fara að eyða einhverjum slatta af pening í hana að þá er kannski alveg jafngott eða betra að setja það uppí nýja vél sem gæti dugað mér næstu 4-5 ár eða svo. :)


Nújæja,
Hef svosem séð vél hegða sér svipað þegar aflgjafinn var vandamálið. Þá alltaf þegar það var álag á skjákortinu þá drap samt vélin á sér.
Pæling hvort að þú komist í annan aflgjafa til að prófa, ekkert stór kostnaður að skipta um slíkt.

Virðist allt vera í gúddí á móðurborðinu, þéttar eru ekkert farnir að þrútna út/leka?
Ef þú ert ekki viss hvernig það er skoðað sjá link.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf falcon1 » Fös 09. Nóv 2012 13:10

Útlitslega séð sýnist mér að móðurborðið sé í lagi.




Uralnanok
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Fim 18. Apr 2013 14:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf Uralnanok » Þri 23. Apr 2013 23:47

Þetta blikk er vegna þétta sem eru klikkaðir í powersupplæinu fyrir sjáinn, kosta 1000kr í Miðbæjarradío



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Tengdur

Re: Blikkandi skjár

Pósturaf Xovius » Mið 24. Apr 2013 11:32

Uralnanok skrifaði:Þetta blikk er vegna þétta sem eru klikkaðir í powersupplæinu fyrir sjáinn, kosta 1000kr í Miðbæjarradío

Þú ert að svara eldgömlum þráðum.