Verstu mistökin sem þú hefur gert við uppfærslu/samsetningu.

Skjámynd

Höfundur
Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1254
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Verstu mistökin sem þú hefur gert við uppfærslu/samsetningu.

Pósturaf Minuz1 » Fös 23. Jan 2004 01:21

Jæja, gerum nú svoldið grín af okkur sjálfum....

Keypti mína fyrstu tölvu fyrir mjög mörgum árum...

Þetta var 486 25MHz SX(sem þýðir að CPU-inn var ekki með reikniörgjörva en það var hægt að kaupa auka kubb sem maður smellti í rauf sem leit út eins og örgjörvasocket nema aðeins minni)

Jæja, svo þegar tölvan var farin að verða dálítið hæg þá fór minn að leita að uppfærslum og fann að 486 DX2 66MHz(minnir mig) passaði 100% í borðið .....ég bara cool :8) ....stakk 1/2 af peningnum sem ég hafði unnið mér fyrir þennan mánuð og tók strætó upp í tæknival og keypti dótið.....var þetta lítið æstur að ég hljóp heim (miðbær) á 10 mín :P

Kominn heim...æstur og sveittur.....upp í herbergi og reif tölvuna í sundur....þrumaði örranum í og kveikti á tölvunni........þá fattaði ég að ég hafði troðið örgjörvanum í sockettið sem reikniörgjörvinn átti að vera í og lyktin af bráðnandi gúmmíi staðfesti það :shock: ....reif kassan upp og svartur reykur steig upp í kassanum :o reyndi í panic að ná örgjörvanum úr sockettinu.....en hafði ekki slökkt á tölvunni þannig að ég fékk þennan lítið skemmtilega sting eins og að nál hefði verið stungið upp í hendina og alveg upp í heilann á mér :o .......reif svo tölvuna úr sambandi og auðvitað allt heila klabbið ónýtt.

Náði svo að nurla saman í að kaupa nýtt móðurborð en þurfti að nota gamla 25 MHz cpu-inn í tvo mánuði í viðbót.

Maður hlær auðvitað af þessu núna :lol: en ég er samt nú alltaf jafn æstur þegar ég kaupi eitthvað nýtt í tölvuna.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Tesli
spjallið.is
Póstar: 470
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tesli » Fös 23. Jan 2004 05:18

Fyrsta tölvan mín sem ég keypti fyrir allann fermingarpeninginn á 129.900 var AMD 233mhz, SB16, 64 minni, 4gb hd, skjákorti (ATH ekki 3d) og 15" skjá...
Nema hvað, 1ári seinna fatta ég að það er bara 32mb minni og 14"skjár STUPIT að fatta þetta ekki fyrr því fyrirtækið var farið á hausinn þegar ég ætlaði að skipta!!!! :evil:

Þetta var heimskasta stund lífs míns :oops:



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fös 23. Jan 2004 08:18

Setti fyrstu tölvuna saman og gleymdi að hafa moboið fljótandi, þ.e.a.s engan pinna undir því bara beint á plötuna.
Fór nátturulega aldrei í gang, varð að fá nýtt mobo :?
Maður lifir og lærir, hef ALDREI gleymt þessu síðan, hefur nagar mig mikið síðustu árin



Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Pósturaf Sultukrukka » Fös 23. Jan 2004 12:33

x
Síðast breytt af Sultukrukka á Fim 10. Ágú 2017 12:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6422
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 23. Jan 2004 13:19

ég hef nú aldrei skemmt neitt í tölvunni minni held ég... enn..

ég átti geðveikt svalann fjarsýrðann bíl þegar ég var 8 ára með alveg fullt af batteríum. ég var svo forvitinn að vita afhvejru hann þurfti svoan mörg batterí, svo ég spurði frænda minn. hann sagði mér að batteríin væru þannig tengd að þau mögnuðu spennuna. semsagt 1.5v + 1.5v + 1.5v.. alveg uppí 15v. og að þetta væri það sem léti bílinn fara hraðar.
ég var geðveikt gáfaður og vissi náttla að instungurnar væru 220v, svo ég tók rafmagnsvír og setti í + og - þar sem batteríin áttu að vera og stakk í samband.. BÚMM!! bíllinn FLAUG yfir stofuna hjá mér og endaði á vegnum og smallaðist á framan og síðan kveiknaði í honum og rafmagnið sló út... :oops: :oops: .
ég verð samt að viðurkenna að þetta er eitthvað það svalasta sem ég hef nokkurntíman séð. en hann hefur ekkifarið í gang aftur ;)


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dabb » Fös 23. Jan 2004 13:21

hahaha snilld



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 23. Jan 2004 13:38

vó, ég vissi ekki að rafmagn væri 220v þegar ég var í 3. bekk



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 23. Jan 2004 13:39

Gnarr það hefur augjóslega ekki beytt þig hræðsluáróðri um rafmagns instungur,




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 23. Jan 2004 13:54

Ég prófaði einusinni (held ég hafi verið 5 ára) að tengja vír inn í innstúngu heima hjá Afa, hinn endin á virnum þurfti nátturlega að snerta mig :(
Þetta var áður en ver settur lekastraumsrofi í húsið, það var líka gert daginn eftir.




Hlynzit
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 390
Skráði sig: Mið 12. Nóv 2003 21:32
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk city baby yeahh
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzit » Fös 23. Jan 2004 14:10

HAHAHAHHAAHA Snilld með rafmagnsbílinn


Þessi blái karl þarna er Sonic
http://www.hlynzi.com

Skjámynd

Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Pósturaf Damien » Fös 23. Jan 2004 15:22

Ég keypti mér vatnskæligu frá USA og ekki bara var ég ofrukkaður um sendingargjaldið heldur skemmdi ég líka skjákortið mitt (9700pro) með brussugangi þegar ég var að setja kælinguna á. Ég seldi gnarr'i kortið fyrir slikk og keypti mér nýtt 9800pro á 45þús og lærði svo síðar að gnarr hefði látið einhvern gaur lóða það ókeypis! Ég var ekki ánægður með viðgerðarkallinn sem leit á kortið mitt... :evil:


Damien

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fös 23. Jan 2004 16:19

Þegar ég var lítill þá ætlaði ég að sýna hæfileika mína í því að laga hljóðið á 200mhz vél. Nátturulega fataði ég ekki að bróðir minn var ekki búinn að setja driverana inn. Ég sá þarna lítinn fallegan takka aftan á power supplynu beið í svona 3 sec eftir að ég hafði ítt á hann boom hárið einn bruna rúst ég lentur í vegnum fyrir aftan tölvunna og eldur útur power supplinu ég fór út og þreif mér og sagði síðan að ég væri saklaus. :lol:



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 23. Jan 2004 16:22

aulalegasta sem ég hef gert er þegar ég reyndi að plata hljóðkortið að það væri betra en það væri til að ég gæti heyrt midi tónlistina betur þegar ég var lítill... Keyrði eitthvað drasl stillingar forrit, eftir það datt hljóðið út og ekki hægt að laga. :oops:




Tesli
spjallið.is
Póstar: 470
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tesli » Fös 23. Jan 2004 19:46

Ég var að muna eftir einu, mamma og pabbi keyptu glænýja 386 tölvu sem kostaði á sínum tíma 160.000kr... frændi minn og bróðir minn voru alltaf í tölvunni, frændinn þóttist alltaf voða góður á tölvur og ætlaði að spara pláss fyrir einhvern af larry leikjunum sirka ári eða meira eftir að hún var keypt.(hann var ca 12ára). Nema hvað, hann deletaði einverri windows skrá útaf og sagði mömmu að hún væri ónýt... Mamma trúði honum og setti hana inn í geimslu og keypti aðra tölvu, þessari tölvu var síðan hent seinna...

Heimska fjölskilda :oops: :lol:



Skjámynd

Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Pósturaf Damien » Lau 24. Jan 2004 00:03

Hehe þetta minnti mig á þegar ég fór einu sinni í BT og keypti mér Riva TNT 2 Ultra til að geta spilað Kingpin. Svo ætlaði ég að setja kortið í en æ,æ, það var engin APG rauf á móðurborð'inu. Við fórum með hana á verkstæði og létum setja nýtt móðurborð í hana. Nema hvað, þegar við sækjum tölvuna þá setti gaurinn líka nýja örgjörva og nýtt minni! Verð 60.000.- Mamma og pabbi urðu allveg brjáluð við gaurinn og báðu hann um að taka þetta allt saman úr. Jújú sagði gaurinn og kom með verðið. 40.000.-kr fyrir að gera EKKERT!


Damien


Deus
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Lau 15. Mar 2003 20:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Deus » Lau 24. Jan 2004 00:06

Ég setti intel 1.8 ghz í amd borð, reyndi einhvernveginn að troða þessu í...kveikti svo á tölvunni og þá dó örrinn auðvitað :P móbóið klikkaði samt ekki, er að nota það ennþá núna :D



Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Pósturaf Sultukrukka » Lau 24. Jan 2004 01:12

x
Síðast breytt af Sultukrukka á Fim 10. Ágú 2017 12:12, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Lau 24. Jan 2004 02:01

ROFL, þið eruð nú meiri vitleysingarnir!

Ég man ekki eftir neinu svona í augnablikinu, en ég pósta strax og man eftir einhverju....


"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003


Deus
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Lau 15. Mar 2003 20:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Deus » Lau 24. Jan 2004 02:53

well maður var alltaf einu sinni newwwb ;) annars er móbóið að standa sig fínt :)



Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Reputation: 0
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dári » Lau 24. Jan 2004 04:40

Haha, bara fyndið að lesa sumt af þessu.
Ég hef nú ekki eyðilaggt neitt held ég, man eftir einu tilviki þegar ég var að setja einhverja tölvu saman, hún fór alldrei í gang, og ég reif hana í sundu amk 2svar, en svo fattaði ég að ég stakk aflgjafanum alldrei í samband :roll:



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Lau 24. Jan 2004 12:16

Ég held ég hafi aldrei gert neitt svona rosalegt en þegar maður var að byja held ég að ég hafi eyðilagt a.m.k. eitt hljóðkort og eitt skjákort.

Svo á tímabili mátti ég ekki opna kassa án þess að skemma eitthvað. Man eftir því þegar við vinirnir vorum að byrja að lana, og ætluðum að skella eth korti í vélina hjá mér. Svo kviknaði ekkert aftur á henni og mútta varð brjáluð þegar ég sagði henni það.


Voffinn has left the building..


Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Lau 24. Jan 2004 14:36

ég hef nú aldrei skemmt vél minnir mig ..............



En einu sinni þegar ég var að setja saman vél fyrir vin minn . þá vildi vélin aldrei posta , ég var búinn að reyna allt að ég vissi svo við fengum annan gaur til að kíkja og þá var það eina sem var að videokortið var ekki alveg nógu fast í . Og ég sem var búinn að eyða mörgum klst í að pæla í þessu


Skil ekki ennþá í dag hvernig ég gat gleymt að skoða þetta ....(hlýtur að vera að ég hafi verið svona stressaður or some)


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."


Cras Override
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Sun 28. Des 2003 01:01
Reputation: 0
Staðsetning: tölvuheiminum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Cras Override » Sun 25. Jan 2004 19:09

bara fyrir svona 2 vikum þá var ég alveg rosa sniðugur og bjómér til stækkun á viftu úr 50 í 80 mm viftu úr kókflösku. svo þegar að þetta var komið í voru mamma og pabi ekki heima en ég ætlaði að kveikja á græuni og ekkert gerðist ég opnaði tölvuna og skoðaði allt og fann ekkert. var alveg í rusli leið ekkert smá illa. en svo dagin efti þá ákvða ég að kíkja einu sinni en á þetta áður en ég sendi hana í viðgerð opnaði allan kassan þ.e.s tók allar hliðar og toppin af reik þá augun í það að ég hafði slökt á psu ítti á takkan og allt var í lagi.


MESS WITH THE BEST DIE LIKE THE REST

Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dabb » Sun 25. Jan 2004 19:15

taktu mynd af þessari stækkun :lol:



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 25. Jan 2004 19:20

Ég er að ljúga að ykkur, ég var með gamalt móðurborð sem ég lét standa ofaná plötu með pinnum í, var að hamast í jömperunum meðan hún var í gangi, síðan duttu pinnarnir :lol:
Það var tölva sem mér var nokkuð sama um enda var hún haugamatur.