Zero Tier á Edgerouter X


Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Zero Tier á Edgerouter X

Pósturaf Rafurmegni » Fös 18. Des 2020 13:38

Hér eru ágætis leiðbeiningar um það hvernig hægt er að setja Zero Tier upp á Edgerouter:
https://blog.kruyt.org/zerotier-on-a-ub ... dgerouter/
Athygli vekur að örgjörvinn vinnur meira (eins og hægt er að búast við). Hefur einhver prófað þetta og keyrt svo speedtest í kjölfarið. Kemur þetta niður á hefðbundnu router hlutverki ER-X þannig að merkjanlegt sé í niðurhalshraða?

Fyrir þá er ekki vita þá er Zero Tier hugbúnaður sem er áhugaverð leið til að brúa saman net án þess að nota hefðbundið VPN setup.
https://www.zerotier.com/

Mjög þægileg leið til að brúa clienta og net þar sem maður þarf að fara í gegnum eldveggi sem maður hefur ekki config aðgang að.

kv, Megni



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 525
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Zero Tier á Edgerouter X

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 18. Des 2020 15:30

Nope, en þú mátt endilega láta okkur vita hvernig þetta fer hjá þér.

Hef sjálfur eingöngu sett upp Site-to-Site VPN á Edgerouter-X á móti Managed VPN hjá AWS. Það virkaði ágætlega.
https://help.ui.com/hc/en-us/articles/115015979787-EdgeRouter-Route-Based-Site-to-Site-VPN-to-AWS-VPC-VTI-over-IKEv1-IPsec-

Hins vegar kostar Managed vpn hjá AWS smá pening þannig að ég á erfitt að réttlæta að vera með það alltaf keyrandi eins og staðan er núna. Í dag er ég að skoða Pritunl: https://pritunl.com/ og hef prufað að setja upp og virkar ágætlega , þarf bara að skoða hvort DNS fúnkeri almennilega og seinna meir mun ég fikta með Wireguard.

Support for automated and redundant IPsec peering with Ubiquiti UniFi using the Pritunl Link client. Create site-to-site links from a local UniFi network to a VPC network with automated failover on both sides.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 18. Des 2020 15:32, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √