Síða 1 af 1

Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 20:39
af Moldvarpan
Nú er ég í smá veseni.

Er fluttur í nýtt hús, og veggirnir virðast vera afskaplega þykkir.

Routerinn er inní í rafmagnstöflu, en wifi signalið útúr því herbergi er nánast 0.

Því var ég að spá í að fá mér network extender(ethernet yfir í tæki sem er með sitt wifi), en ég finn bara wifi extenders(tæki sem að tengjast þráðlaust í routerinn).

Er hvergi selt network extenders hérna?

Hérna er einn á amazon https://www.amazon.com/Actiontec-802-11ac-Wireless-Extender-WEB6000Q02/dp/B01BV1XOQS?ref_=fsclp_pl_dp_3

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 20:54
af russi
Þig vantar semsagt AccessPoint

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 21:05
af Moldvarpan
Já mér vantar access point, en þeir sem ég hef séð til sölu henta mér ekki.

Wireless Range Extenders
Mynd

Network Extender
Mynd

Veistu um Access points sem virka eins og á síðari myndinni? Ég hef bara rekist á Wifi access point sem virkar eins og fyrri myndin.

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 21:41
af elri99

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 22:31
af Moldvarpan
Takk fyrir þetta elri99, ég ætla að skoða UniFi betur. Lýst nokkuð vel á þá.

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 22:33
af helgii
Costco var að selja ágætis access punkta sem pluggast beint í rafmagnsinnstungu og svo tengist cat5 í þá líka. 7-8 þúsund minnir mig. Voru til fyrir síðustu helgi.

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 22:50
af russi
Moldvarpan skrifaði:Já mér vantar access point, en þeir sem ég hef séð til sölu henta mér ekki.

Veistu um Access points sem virka eins og á síðari myndinni? Ég hef bara rekist á Wifi access point sem virkar eins og fyrri myndin.


Já já, fullt í boði, þú gætir meira að segja reddað þessu ef þú átt gamlan router með því að disable DHCP í honum og tengja rétt.

En ég spyr á móti, þú ert með routerinn í rafmagnstöflu og vilt snúrutengja AP við hann, samkvæmt því ertu með tilbúnar lagnir að honum, ekki satt?
Afhverju færir þú hann þá ekki bara fram?
Semsagt tengir eth úr ljósleiðaraboxinu í tengill fyrir rými A, ferð með router þangað og tengir WAN á router á móti?

Aftur á móti má færa góð rök fyrir því að hafa frekar 2-3 AP víðsvegar um húsnæðið, en ertu að leita að því?

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 22:59
af Moldvarpan
Rétt hjá þér Russi, en það var bara dregið 1 kapal í hverja dós að töflunni.
Ef það væru 2 kaplar í dósinni, þá væri þetta vandamál ekki til staðar.

Ef ég hef hann frammi, þá get ég ekki tengt öll tækin við hann.

Þess vegna þarf ég að snúrutengja AP við hann.

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 23:35
af russi
Skil þig, vildi benda á þetta ef þú hefðir ekki áttað þig á því, stundum sér maður ekki það augljósa :D

En UniFi eru fínir og er á frábæru verði, ég hef mikið verið að vinna með Ignitenet og þeir eru að standa mjög vel og æðislegt að vinna með þá á stöðum þar sem þarf marga senda og jafnvel þegar eru fleiri en ein starfsstöð, þægilegt Cloud sem þeir keyra á

Re: Network extenders

Sent: Mið 22. Apr 2020 23:39
af Moldvarpan
Það var akkurat ástæðan afhverju ég bjó til þráðinn.
Mig vantaði smá feedback frá ykkur.
Takk fyrir russi :)

Re: Network extenders

Sent: Fim 23. Apr 2020 00:36
af MrIce
Unifi for the win! :P