Lokun koparsímkerfisins

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.
Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Þri 28. Jan 2020 11:56

Í fréttum í gær var talað um að koparsímkerfinu yrði lokað 1.maí.
Hvað á amma að gera í því? Þarf amma að fá sér internet svo hún geti haldið símanúmerinu?
Hvað er best og ódýrast að gera í þessu?Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5872
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 486
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Sallarólegur » Þri 28. Jan 2020 12:25

Hvar er fréttin?


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2150
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 95
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf GullMoli » Þri 28. Jan 2020 13:07|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Emarki » Þri 28. Jan 2020 13:10

Já og við sem erum með ljósnet og engan ljósleiðara á landsbyggðinni verðum netlaus.

Hvaða vitleysa er þetta ?Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 880
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Tengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Njall_L » Þri 28. Jan 2020 13:28

Emarki skrifaði:Já og við sem erum með ljósnet og engan ljósleiðara á landsbyggðinni verðum netlaus.

Hvaða vitleysa er þetta ?

Horfðirðu eða hlustaðir á fréttina? Þetta mál snertir ekki netið hjá notendum heldur heimasíma, fyrir þá sem eru ennþá með þannig.

"Guðmundur segir að notendur eigi ekki að finna mun eftir breytinguna. Þeir einfaldlega stingi símanum í samband við router, eða beini, í stað símainnstungu í vegg."


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB

Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Þri 28. Jan 2020 14:49

kannski þarf ég að umorða þetta betur. Mér fannst ekki nægar upplýsingar koma fram í fréttinni, kannski koma þær seinna.

Mun þetta þýða það að ,þeir sem enn eru með símann sinn tengdann við veggtengill, þurfi að kaupa endabúnað
og kannski netáskrift til þess að geta notað heimasímann sinn áfram?
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf HringduEgill » Þri 28. Jan 2020 21:21

zetor skrifaði:Í fréttum í gær var talað um að koparsímkerfinu yrði lokað 1.maí.
Hvað á amma að gera í því? Þarf amma að fá sér internet svo hún geti haldið símanúmerinu?
Hvað er best og ódýrast að gera í þessu?


Eg mæli með að hún komi með netið til okkar hjá Hringdu. Með neti ásamt leigu á router fylgir ókeypis áskrift að heimasíma til eldri borgara, 67 ára og eldri.Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2058
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 164
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf DJOli » Þri 28. Jan 2020 22:32

Hef mestar áhyggjur af eldriborgurunum sem eru með öryggiskerfi og neyðarhnapp.
Gamla kerfið var alltaf inni sama hvort rafmagn var á eða ekki (ef ég man rétt). Núna mega routerar helst ALLS EKKI klikka undir neinum kringumstæðum, eigi símakerfið í gegnum þá að vera átreystanlegt.
Annaðhvort það, eða neyðarhnappakerfið fari á farsímanet í staðinn.Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Mið 29. Jan 2020 07:55

HringduEgill skrifaði:
zetor skrifaði:Í fréttum í gær var talað um að koparsímkerfinu yrði lokað 1.maí.
Hvað á amma að gera í því? Þarf amma að fá sér internet svo hún geti haldið símanúmerinu?
Hvað er best og ódýrast að gera í þessu?


Eg mæli með að hún komi með netið til okkar hjá Hringdu. Með neti ásamt leigu á router fylgir ókeypis áskrift að heimasíma til eldri borgara, 67 ára og eldri.


Sæll og takk fyrir boðið, þið eruð sem sagt að segja mér að hún þurfi að kaupa internet og leigja router á sirka 7.100 svo hún geti haldið heimasímanum sínum?
Edit: held reynar að ég sé með Kasda router sem hægt væri að nýta er það ekki?

Ég þarf aðeins að kanna hvað hún er að borga akkúrat núna í heimasíma og línugjaldi.
Onyth
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Lau 10. Okt 2015 20:33
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Onyth » Mið 29. Jan 2020 11:15

Málið snýst um útleiðingu POTS og innleiðingu VOIP í staðinn. Þetta hefur engin áhrif á þá sem eru t.d með ljósnet. Fyrir þá sem eru hinsvegar með heimasíma á ljósneti eða ADSL þurfa að tengja heimasímann sinn í routerinn í stað veggtengils/splitter.

Fyrir þá sem eru að pæla í neyðarhnappi/öryggiskerfi sem er tengt á koparlínunna sína eða hjá ömmu gömlu þá eiga öryggisfyrirtækin að bjóða uppá þessar þjónustur með GSM sendum sem virka þrátt fyrir það að router klikki eða rafmagn slær út.Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3678
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 76
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Pandemic » Mið 29. Jan 2020 11:24

zetor skrifaði:
HringduEgill skrifaði:
zetor skrifaði:Í fréttum í gær var talað um að koparsímkerfinu yrði lokað 1.maí.
Hvað á amma að gera í því? Þarf amma að fá sér internet svo hún geti haldið símanúmerinu?
Hvað er best og ódýrast að gera í þessu?


Eg mæli með að hún komi með netið til okkar hjá Hringdu. Með neti ásamt leigu á router fylgir ókeypis áskrift að heimasíma til eldri borgara, 67 ára og eldri.


Sæll og takk fyrir boðið, þið eruð sem sagt að segja mér að hún þurfi að kaupa internet og leigja router á sirka 7.100 svo hún geti haldið heimasímanum sínum?
Edit: held reynar að ég sé með Kasda router sem hægt væri að nýta er það ekki?

Ég þarf aðeins að kanna hvað hún er að borga akkúrat núna í heimasíma og línugjaldi.


Það er hægt að plögga heimasímanum beint í ljósleiðaraboxið.Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Mið 29. Jan 2020 14:08

Pandemic skrifaði:
zetor skrifaði:
HringduEgill skrifaði:
zetor skrifaði:Í fréttum í gær var talað um að koparsímkerfinu yrði lokað 1.maí.
Hvað á amma að gera í því? Þarf amma að fá sér internet svo hún geti haldið símanúmerinu?
Hvað er best og ódýrast að gera í þessu?


Eg mæli með að hún komi með netið til okkar hjá Hringdu. Með neti ásamt leigu á router fylgir ókeypis áskrift að heimasíma til eldri borgara, 67 ára og eldri.


Sæll og takk fyrir boðið, þið eruð sem sagt að segja mér að hún þurfi að kaupa internet og leigja router á sirka 7.100 svo hún geti haldið heimasímanum sínum?
Edit: held reynar að ég sé með Kasda router sem hægt væri að nýta er það ekki?

Ég þarf aðeins að kanna hvað hún er að borga akkúrat núna í heimasíma og línugjaldi.


Það er hægt að plögga heimasímanum beint í ljósleiðaraboxið.Erum ekki með ljósleiðara, bara möguleiki á adsl, sveitabær út á landi.
Manager1
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Manager1 » Mið 29. Jan 2020 19:57

Þetta er svo mikil afturför á stöðum þar sem rafmagnsöryggi er ekki tryggt, t.d. í sveitum og mjög mörgum byggðarlögum úti á landi.

*edit*

Það er ekki séns að koparkerfinu verði slúttað þar sem ekkert annað er í boði, þannig að amma þín ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"


arons4
FanBoy
Póstar: 795
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf arons4 » Mið 29. Jan 2020 20:08

Manager1 skrifaði:Þetta er svo mikil afturför á stöðum þar sem rafmagnsöryggi er ekki tryggt, t.d. í sveitum og mjög mörgum byggðarlögum úti á landi.

*edit*

Það er ekki séns að koparkerfinu verði slúttað þar sem ekkert annað er í boði, þannig að amma þín ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur.

Finst svoldið spes að tala um öryggi þegar langflestir sem eru yfir höfuð með heimasíma eru með þráðlausan síma sem þarf rafmagn til að virka, GSM síminn hinsvegar virkar alltaf og bíður uppá allt öryggið sem gamli snúrusíminn gerði.Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Mið 29. Jan 2020 20:14

Manager1 skrifaði:Þetta er svo mikil afturför á stöðum þar sem rafmagnsöryggi er ekki tryggt, t.d. í sveitum og mjög mörgum byggðarlögum úti á landi.

*edit*

Það er ekki séns að koparkerfinu verði slúttað þar sem ekkert annað er í boði, þannig að amma þín ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur.


Nei þið eruð að misskilja, það er verið að loka heimasímkerfinu yfir koparinn ekki loka algjörlega fyrir koparinn. Það er verið að breyta þessu þannig að hún þarf væntanlega að kaupa núna eða leigja router og tengja heimasímann í hann með tilheyrandi kostnaði.

Þannig að það getur verið að hún þurfi að borga meira á mánuði eftir þessa breytingu og kaupa internet sem hún notar ekki.Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Mið 29. Jan 2020 20:19

af heimasíðu símans
" Síminn mun loka núna á árinu PSTN talsímakerfinu sem er yfir kopar og hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár. Kerfið er nú komið fram yfir líftíma sinn og við tekur fjórða kynslóð talsímakerfa sem felur í sér möguleika sem ekki hafa verið í boði áður. Fyrsti áfangi lokana mun hefjast þann 1. maí 2020, sjá nánar hérna.

Lokað var fyrir nýskráningar og flutning milli staða í talsímakerfinu þann 1.júní 2019."

og svo nánar hér:
https://heildsala.siminn.is/
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf HringduEgill » Mið 29. Jan 2020 23:32

zetor skrifaði:
HringduEgill skrifaði:
zetor skrifaði:Í fréttum í gær var talað um að koparsímkerfinu yrði lokað 1.maí.
Hvað á amma að gera í því? Þarf amma að fá sér internet svo hún geti haldið símanúmerinu?
Hvað er best og ódýrast að gera í þessu?


Eg mæli með að hún komi með netið til okkar hjá Hringdu. Með neti ásamt leigu á router fylgir ókeypis áskrift að heimasíma til eldri borgara, 67 ára og eldri.


Sæll og takk fyrir boðið, þið eruð sem sagt að segja mér að hún þurfi að kaupa internet og leigja router á sirka 7.100 svo hún geti haldið heimasímanum sínum?
Edit: held reynar að ég sé með Kasda router sem hægt væri að nýta er það ekki?

Ég þarf aðeins að kanna hvað hún er að borga akkúrat núna í heimasíma og línugjaldi.


Sælir. Já, passar. Þar sem ekki verður lengur í boði að tengja heimasíma yfir kopar þá verður einungis hægt að taka heimasímann í gegnum netið. Því miður virkar Kasda routerinn ekki þar sem hann er ekki með tengi fyrir heimasíma.

Sé hins vegar ljósleiðari Gagnaveitunnar í boði þá er sú lausn ódýrust. Hægt er að tengja heimasímann beint við boxið og ekki nauðsynlegt að kaupa áskrift að interneti. Greiðist þá 3390 kr. til Gagnaveitunnar og svo áskriftargjald að heimasíma til símafyrirtækis (Hringdu, Vodafone eða Hringiðan).
Manager1
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Manager1 » Lau 01. Feb 2020 01:42

arons4 skrifaði:Finst svoldið spes að tala um öryggi þegar langflestir sem eru yfir höfuð með heimasíma eru með þráðlausan síma sem þarf rafmagn til að virka, GSM síminn hinsvegar virkar alltaf og bíður uppá allt öryggið sem gamli snúrusíminn gerði.

Mér finnst svolítið spes að halda því fram að GSM símar virki alltaf þegar það er langt í frá að það sé GSM samband á öllum heimilum landsins.

Fól sem býr við þær aðstæður að það er ekki GSM samband heima hjá þeim er með fastlínusíma, og örugglega þráðlausan heimasíma líka.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1556
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Xovius » Lau 01. Feb 2020 02:59

Gamla POTS kerfið er er orðið lélegt og óþarflega dýrt í viðhaldi. Öryggiskerfi og öryggishnappar, sem er í raun langstærstur meirihluti af því sem eftir er á því er að færast yfir á GSM kerfið, það veitir meiri stöðugleika.
Vissulega eru einhver svæði þar sem gsm samband er lélegt, þó það séu hverfandi fá svæði í dag. Þar þarf einfaldlega að bæta GSM kerfið, í stað þess að viðhalda þessu gamla POTS kerfi um allt land.
Varðandi kostnað, þá er farsími almennt ódýrari en sér POTS lína og ljósleiðarasamband frá gagnaveitunni eða mílu er á sama/svipuðu verði. Í dag er fólk að greiða línugjald fyrir POTS línuna sem er svipað línugjaldinu fyrir ljósleiðarann.
Ég persónulega styð mílu alveg 100% í því að leggja þetta kerfi niður. Rétt eins og öll hin kerfin sem hafa horfið í tímans rás.
nonesenze
Geek
Póstar: 892
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 30
Staða: Tengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf nonesenze » Lau 01. Feb 2020 09:01

mér finnst eins og það eigi að vera möguleiki fyrir fólk að vera með heimasíma án þess að vera með internet samt, og það ætti að vera til leið fyrir það fólk að finna fyrir því öryggi án þess að borga fyrir þjónustu sem það notar ekki og kann kannski ekki á, þó það sé til betri leið og það sé bara sálrænt öryggi, sumt fólk þekkir ekkert annað (persónulega held ég að enginn ætti að vera með heimasíma í dag, en það er bara ég)


Asus Maximus XI hero (WiFi)- Intel i5 9600K - Corsair Vengeance RGB PRO 2x8GB 3000MHz CL15 - Asus GTX770 - Samsung 850 EVO 250GB SSD - Seagate 4TB 64mb - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C - HD 380 Pro - Asus 27" - Logitech G19 - Corsair Harpoon RGB

Skjámynd

Höfundur
zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf zetor » Lau 01. Feb 2020 12:06

Ef amma heldur sig hjá Símanum þá lítur dæmið svona út:

Fyrir fyrsta maí:
Heimasímaáskrift: 2.000kr
Línugjald: 3.300kr
Samtals: 5.300kr

Eftir fyrsta maí:
Heimasímaáskrift: 2000kr
Línugjald: 3.300kr
Gagnaflutningsnet: 3.200kr ( net án internets, fyrir þá sem nota bara heimasíma og Sjónvarp Sím,)
leiga á beini/router: 900kr
Samtals: 9.400kr

hækkun uppá 4.100 á mánuði.

Aftur á móti ef hún fer yfir til hringdu þá væri upphæðin 7.190kr á mán ( stað 9.400 ) og þar væri meira að segja internet en ekki gagnanet.
Edit: Ber að taka fram að Hringdu býður fólki sem er eldra en 67 ára, heimasíma á 0 kr með heimaneti.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 516
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Hizzman » Lau 01. Feb 2020 13:19

Hvað með netsíma og 4G router?Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 880
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Tengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Njall_L » Lau 01. Feb 2020 13:45

Hvað með GSM síma bara?


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB


HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf HringduEgill » Lau 01. Feb 2020 13:50

zetor skrifaði:Ef amma heldur sig hjá Símanum þá lítur dæmið svona út:

Fyrir fyrsta maí:
Heimasímaáskrift: 2.000kr
Línugjald: 3.300kr
Samtals: 5.300kr

Eftir fyrsta maí:
Heimasímaáskrift: 2000kr
Línugjald: 3.300kr
Gagnaflutningsnet: 3.200kr ( net án internets, fyrir þá sem nota bara heimasíma og Sjónvarp Sím,)
leiga á beini/router: 900kr
Samtals: 9.400kr

hækkun uppá 4.100 á mánuði.

Aftur á móti ef hún fer yfir til hringdu þá væri upphæðin 7.190kr á mán ( stað 9.400 ) og þar væri meira að segja internet en ekki gagnanet.
Edit: Ber að taka fram að Hringdu býður fólki sem er eldra en 67 ára, heimasíma á 0 kr með heimaneti.


Á ljósleiðara Gagnaveitunnar er svo alveg hægt að sleppa við að kaupa netsamband og heimasími er þá tengdur við ljósleiðarabox. Greiðast þá 3.377 kr. til GR og áskrift að heimasíma til viðeigandi símafyrirtækis. Það er allavega valkostur fyrir flesta á höfuðborgarsvæpinu.
Benz
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Benz » Mán 03. Feb 2020 19:20

Xovius skrifaði:Gamla POTS kerfið er er orðið lélegt og óþarflega dýrt í viðhaldi. Öryggiskerfi og öryggishnappar, sem er í raun langstærstur meirihluti af því sem eftir er á því er að færast yfir á GSM kerfið, það veitir meiri stöðugleika.
Vissulega eru einhver svæði þar sem gsm samband er lélegt, þó það séu hverfandi fá svæði í dag. Þar þarf einfaldlega að bæta GSM kerfið, í stað þess að viðhalda þessu gamla POTS kerfi um allt land.
Varðandi kostnað, þá er farsími almennt ódýrari en sér POTS lína og ljósleiðarasamband frá gagnaveitunni eða mílu er á sama/svipuðu verði. Í dag er fólk að greiða línugjald fyrir POTS línuna sem er svipað línugjaldinu fyrir ljósleiðarann.
Ég persónulega styð mílu alveg 100% í því að leggja þetta kerfi niður. Rétt eins og öll hin kerfin sem hafa horfið í tímans rás.


Míla er ekki að leggja þetta niður heldur Síminn ;)
Míla er áfram með ADSL/VDSL yfir kopar þar sem ljósleiðari er ekki í boði.
Til að viðhalda sambærilegu öryggi á GSM og gamla POTS kerfinu þá þyrfti að bæta varaafli á sendunum þar töluvert. Það toppar enn ekkert gamla POTS kerfið í rafmagnsleysi - svo fremi sem maður sé með snúrusíma en ekki þráðlausan :lol: