Uppsetning á Asus AX88U fyrir sjónvarp Símans

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.

Höfundur
Ingolfurthor
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 25. Jan 2020 11:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppsetning á Asus AX88U fyrir sjónvarp Símans

Pósturaf Ingolfurthor » Lau 25. Jan 2020 12:10

Hæ öll,
Vantar hjálp við að setja upp router sem ég var að kaupa. Hvorki tækniþjónusta Símans né Tölvulistinn hefur getað hjálpað mér:-). Er búinn að prófa ýmislegt en ekkert gengið.

Sko....
Í dag er routerinn tengdur og ég hef netsamband og get séð sjónvarpsútsendinguna en vandamálið er að ég sé engar HD rásir og einhverjar af erlendu rásunum eru líka dottnar út. Er með ljósleiðaratengingu.

Hef ekki gert neinar sérstakar stillingar á Lan portin....enginn sérstilltur forgangur eða neitt þannig.

Myndlykill símans er tengdur í port 1 og ég sé útsendinguna en ef ég skipti um port og set í eitthvað annað port, þá stoppar útsendingin. Það er eins og port 1 á routernum sé frábrugðið öðrum portum...amk virkar sjónavrpsstreymið með því en ekki öðrum.

Ef ég set inn stillingarnar frá Símanum; VLAN og Pri (vel Manual setting undir ISP profiles í IPTV flipanum undir LAN - Advanced settings) þá frýs allt og ég missi internet tenginguna eftir að routerinn hefur rebootast. Þegar ég skipti aftur yfir í None í ISP profile, þá smellur netið aftur inn.

Ef einhver hefur reynslu af því að setja þennan Asus router AX88U upp fyrir sjónvarpsstreymi frá Símanum, væri frábært að heyra hvað er að klikka hjá mér.

Takk fyrir

Ingó
arons4
FanBoy
Póstar: 795
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Asus AX88U fyrir sjónvarp Símans

Pósturaf arons4 » Lau 25. Jan 2020 12:20

Möguleiki að tengja myndlykilinn beint í ljósbreytuna?
nonesenze
Geek
Póstar: 889
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Asus AX88U fyrir sjónvarp Símans

Pósturaf nonesenze » Lau 25. Jan 2020 19:58

Buinn að ath nýjasta firmware update?


Asus Maximus XI hero (WiFi)- Intel i5 9600K - Corsair Vengeance RGB PRO 2x8GB 3000MHz CL15 - Asus GTX770 - Samsung 850 EVO 250GB SSD - Seagate 4TB 64mb - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C - HD 380 Pro - Asus 27" - Logitech G19 - Corsair Harpoon RGB


mainman
Ofur-Nörd
Póstar: 271
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Asus AX88U fyrir sjónvarp Símans

Pósturaf mainman » Lau 25. Jan 2020 22:04

Ættir að geta notað þetta til að hjálpa þér.
https://www.google.com/amp/s/lappari.co ... manum/amp/
ecoblaster
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mið 19. Maí 2010 17:58
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Asus AX88U fyrir sjónvarp Símans

Pósturaf ecoblaster » Þri 28. Jan 2020 11:52

Ég er ekki með sama router og þú en ætti að vera svipaðar stillingar

Það sem ég gerði til að fá þetta til að virka var að vera með Internet auðkenninguna í gegnum DHCP en ekki PPPoE og biðja símann að VLAN taga portið á ljósleiðaraboxinu. Eftir það náði ég að VLAN taga portið á router þar sem ml er tengdur í.

Hinsvegar var þetta ekki að virka 100% þannig ég endaði að tengja myndlykilinn beint í ljósleiðaraboxið þar sem þetta var alltaf með vandamál t.d mynd og hljóð var að detta út á línulegri dagskrá og mín ágiskun er að DRM/HDCP var að loka á IPTV strauminn út af því að það sá að það var ekki að berast rétt í gegnum kerfi símans.

Mynd