Síða 1 af 1

Internet vesen.

Sent: Sun 29. Des 2019 00:04
af Saewen
Sælir vaktara! Ég er í smá vandræðum.. ég var að connecta mig við nýjan router ( Ekki heima hjá mér ). Ég kemst inná netið allt virkar fínt.. nema ég kemst ekki inná youtube/netflix eða neitt þannig.. Íslenskar vefsíður virka hinsvegar vel. ( Battle.net appið virkar líka og ég get spilað leiki )

Einhver hugmynd hvernig ég get lagað þetta? Afsakið.. ef þráðurinn er smá ruglingslegur :p

Re: Internet vesen.

Sent: Sun 29. Des 2019 00:33
af worghal
hvaða dns ertu að nota?

Re: Internet vesen.

Sent: Sun 29. Des 2019 03:18
af stefan251
Er þetta Dell XPS 15?

Re: Internet vesen.

Sent: Sun 29. Des 2019 12:21
af Saewen
Ekki alveg.. viss um hvaða " DNS " ég er að nota.. ekki mjög fróður í þessum málum. Þetta er Helios predator 500. ( Ég er tengdur Wifi )

Re: Internet vesen.

Sent: Sun 29. Des 2019 13:21
af Sporður
Hefurðu prufað önnur tæki á heimilinu til að sannreyna að þau geti tengst Netflix/Youtube ?

Ef ekki þá ættirðu kannski að byrja á því. Er mögulegt að greiðandi hafi lokað á þessar þjónustur til að minnka umferð (sem hann þarf að borga fyrir) ?

DNS er nafnþjónn þ.e. netþjónn sem umbreytir nöfnum á vefsíðum í IP tölur. Ef þú veist ekki hvað DNS er þá finnst mér líklegt að þú hafir ekki verið að fikta í DNS stillingum og sért því að nota DNS netveitunnar.