Pælingar með 4G router og uppsetningu á netkerfi

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1062
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 280
Staða: Ótengdur

Pælingar með 4G router og uppsetningu á netkerfi

Pósturaf Njall_L » Mán 23. Des 2019 12:48

Sælir vaktarar

Nú er ég í þeirri stöðu að mig vantar að koma upp netsambandi þar sem einungis 3G/4G netsamband er til staðar, engin beintenging. Mig langar til að geta haft sér router á þessum stað en setja síðan upp VPN-Tunnel á milli heimanetsins hjá mér og þessa nýja staðar til að mynda "eitt net" þannig að öll tæki á báðum stöðum geti átt bein samskipti hvort við annað.

Á heimanetinu hjá mér er ég með ljósleiðara frá GR og síðan Unify Secure Gateway. Mér sýnist á þessari grein að til að geta notað VPN-Tunnel ætti ég að vera að horfa á router á nýja staðnum sem styður IPsec staðalinn. Er búinn að sigta þetta niður og finnst eftirfarandi routerar koma til greina:
- TP-Link Archer MR200
- TP-Link Archer MR400
- TP-Link Archer MR600
Ef einhver veit um aðra routera sem væru sniðugir í þetta eru öll tips vel þegin, vil bara ekki Huawei og það að geta verslað hann hérlendis er kostur.

Nú spyr ég af því að ég hef ekki mjög mikla þekkingu á netkerfum, gengur þessi pæling mín alveg upp? Ætti ég að vera að horfa á einhverja aðra aðferð en VPN-Tunnel sem getur samt gert það sem ég er að leita að? Er á hættu að hraðinn á heimanetinu taki einhverja dýfu við að setja þetta svona upp?


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1513
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 33
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með 4G router og uppsetningu á netkerfi

Pósturaf Benzmann » Mán 23. Des 2019 13:07

i raun þarftu bara eh router sem styður IPsec.


CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit