Ljósleiðari um rafmagnsrör

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.
Skjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Mán 11. Nóv 2019 15:35

Ég er með sjónvarp og hljómtæki á stað í stofunni hjá mér þar sem eru einungis rafmagnstenglar. Vofafone afruglarinn hefur verið tengdur með net yfir rafmangn. Virkaði ekki nógu vel með gamla Amino boxinu þeirra en frýs ekki eins mikið (og lengi) með Samsung afruglaranum en gerir það samt annars lagið sem er frekar pirrandi. Stundum þarf ég að aftengja net yfir rafmagn búnaðinn til að fá þetta aftur í gang. Sem sagt kerfi sem virkar oftast nógu vel en getur verið óþolandi. Annað er í gegnum wifi. Ég er með Amazon FireTV stick og þar sem það er bara 1080p hefur ekki verið vandræði með að steam-a efni af Plex eða Netflix. Ég reikna hins vegar með að ég muni í náinni framtíð skipta FireTV stickinu út fyrir eitthvað örlugra, kannski FireTV cube eða Nvidia Shield ..eða bara Apple TV. Ég hef pínu áhyggjur af því að wifi-ið verði flöskuhálsinn í kerfinu hjá mér með hærri upplausn, sérstaklega þar sem ekki er útilokað að margir verði að streyma í einu á heimilinu. Þ.a. ég hef verið að hugsa hvort það sé ekki mögulegt fyrir mig að draga ljósleiðara með raflögnunum til þess að hafa sveiðið tengt með vír og gera það í leiðinni nógu gott fyrir framtíðar strauma (t.d. 8k video).

Gallinn er bara að ég er alger nýliði í ljósleiðaratengingum, veit ekkert hvað þarf í þetta, hvaða tæki og hvaða verkfæri. Gæti ég bara keypt sfp to rj45 convertera á ali og nógu langan ljósleiðaraþráð? Er mikið mál að tengja endana á ljósleiðara? Hvaða verkfæri þarf í svoleiðis? Þolir ljósleiðaraþráður krappar beygjur (eins og inni í rafmagnsdós)? ...er eitthvað sem segir að þetta sé ógerlegt eða óskynsamlegt?

Kv. HrannarSkjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Mán 11. Nóv 2019 16:07

Kannski einfaldast að draga venjulega netsnúru með rafmagnslögnunum. Hér þar sem ég vinn eru allar lagnir rafmagn og net saman í stokki vandræðalaust.Skjámynd

Skaz
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Skaz » Mán 11. Nóv 2019 17:03

Held að þú sért búinn að svara eigin spurningu.

Það talsvert flóknari og tilgangslaus aðgerð að ætla að draga ljósleiðara fyrir smá spotta á LAN.

Cat 5.e er meira en nóg og það er í lagi að draga hann með lágspennu ef að það er engin önnur leið laus.
Tbot
1+1=10
Póstar: 1194
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 210
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Tbot » Mán 11. Nóv 2019 18:09

Skaz skrifaði:Held að þú sért búinn að svara eigin spurningu.

Það talsvert flóknari og tilgangslaus aðgerð að ætla að draga ljósleiðara fyrir smá spotta á LAN.

Cat 5.e er meira en nóg og það er í lagi að draga hann með lágspennu ef að það er engin önnur leið laus.


Ekki vera ráðleggja um einhvað sem þú veist ekki.

Það er bannað að draga lágspennu og smáspennu í sama rör.
Eina undantekning er ljósleiðari því hann getur ekki flutt straum

í rennur gildir aðeins annað. Þar er ætlast til að það sé skilrúm á milli smáspennu og lágspennu, en er ekki alltaf gert.
En stóra málið í rennum er að lágspennukapallinn er með einangrun bæði utan um hvern vír og síðan alla saman, sem á ekki við ídráttar vír.
arons4
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 88
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf arons4 » Mán 11. Nóv 2019 18:30

Hauxon skrifaði:Gallinn er bara að ég er alger nýliði í ljósleiðaratengingum, veit ekkert hvað þarf í þetta, hvaða tæki og hvaða verkfæri. Gæti ég bara keypt sfp to rj45 convertera á ali og nógu langan ljósleiðaraþráð?

Ef þú kemur ljósleiðara patch snúru(ss með LC eða SC tengjum) í gegnum rörið er það alveg nóg, en það er mjög hæpið, sérstaklega ef það eru gömul stálrör í veggjunum. Ef ekki þarftu tengivél og tilheyrandi, slíkt kostar fleiri hundruð þúsund og fæst ekki lánað nema maður fylgi með vélinni.
Hauxon skrifaði: Þolir ljósleiðaraþráður krappar beygjur (eins og inni í rafmagnsdós)?

Hann þolir talsvert meiri beygju en flestir halda, en engu af síður þá skapa beygjur deyfingu, en í stuttum innanhússlögnum ætti það ekki að vera til vandræða. Svo eru líka til sérstakir ljósleiðarar eins og corning clearcurve sem þola ennþá krappari beygjuradíus(5mm), Einnig hægt að fá patch snúrur í þeim spec.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 525
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hizzman » Þri 12. Nóv 2019 08:36

Hér er búnaður til að koma neti í rafmagnsrör, löglega:

Mynd

https://shop.epages.de/epages/hom259.sf ... 0-30SI-Set

sniðugt?Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2473
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 61
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf CendenZ » Þri 12. Nóv 2019 09:25

Hvar er næsta símadós?Skjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Þri 12. Nóv 2019 16:21

CendenZ skrifaði:Hvar er næsta símadós?


Langt langt í burtu.

Skv. smtali við rafvirkja er þetta ekki ólöglegt, heldur óæskilegt. Hann ráðlagði að nota CAT6 STP (skjaldaðan) kapal til að minnka hættu á interference en engin sérstök hætta stafa af því að leggja þetta samhliða.
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 69
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf olihar » Þri 12. Nóv 2019 21:05

Hauxon skrifaði:
CendenZ skrifaði:Hvar er næsta símadós?


Langt langt í burtu.

Skv. smtali við rafvirkja er þetta ekki ólöglegt, heldur óæskilegt. Hann ráðlagði að nota CAT6 STP (skjaldaðan) kapal til að minnka hættu á interference en engin sérstök hætta stafa af því að leggja þetta samhliða.


Held það sé pottþétt ekki leyfilegt.

3080D1B5-16D5-4416-B83F-4233AECFB7F4.jpeg
3080D1B5-16D5-4416-B83F-4233AECFB7F4.jpeg (146.67 KiB) Skoðað 2646 sinnum


8500D168-B69F-4882-B8B5-3DC13F6EAC25.jpeg
8500D168-B69F-4882-B8B5-3DC13F6EAC25.jpeg (154.95 KiB) Skoðað 2646 sinnum
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 69
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf olihar » Þri 12. Nóv 2019 21:12

A9302B9C-A627-4407-9F4E-EFA16D11E240.jpeg
A9302B9C-A627-4407-9F4E-EFA16D11E240.jpeg (374.58 KiB) Skoðað 2637 sinnumSkjámynd

andribolla
/dev/null
Póstar: 1485
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 14
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf andribolla » Þri 12. Nóv 2019 23:41

Þetta snyst ekki um að 230v trufli merkja sendingar um cat streng.
Þu ert ekkert betur settari með cat 5,6,7 skermaður eða oskermaður.
Ef einangrun smaspennu strengsins (fjarskiptakastrengurinn) Þolir ekki skammhlaup fra lagspennu (230v) ættiru ekki setja þa saman i rör.

Væri gaman að sja hvað gerist þegar þu tengir 230v inn a netkortið þitt eða routerinn..Skjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Mið 13. Nóv 2019 09:56

Þetta snýst s.s. um að verja netkotið mitt ef ég bora í rörið og lekaliðinn virkar ekki! :-#Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2473
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 61
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf CendenZ » Mið 13. Nóv 2019 10:15

Ég myndi frekar taka upp alla parketlista/gólflista og rása í þá og koma fyrir cat6 kapli og koma fyrir utanáliggjandi eftirádós heldur en að fara troða netkaplinum í raflagnir.

Er það ekkert option hjá þér ?Skjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Mið 13. Nóv 2019 11:52

CendenZ skrifaði:Ég myndi frekar taka upp alla parketlista/gólflista og rása í þá og koma fyrir cat6 kapli og koma fyrir utanáliggjandi eftirádós heldur en að fara troða netkaplinum í raflagnir.

Er það ekkert option hjá þér ?


Nei ég er með harðparket og gólfhita þ.a. þar er ekki möguleiki. Það hefur samt enginn sagt hvaða hræðilegi hlutur gerist ef netsnúran fer þessa leið. Ég er búinn að taka nokkurn Google rúnt með þetta líka og niðurstaðan er að þetta er ekki "best practice" en í sjálfu sér er engin stórkosteg hætta á ferðum. Ég er reyndar með net í loftinu hjá mér (fyrir wifi AP). Það gæti verið möguleiki að koma neti þarna niður í gegn um það með að rífa niður innfelda skápa og sjúklegri vinnu. Hugsa að ég prófi hitt fyrst enda áhættan nánast engin. Annar möguleiki er að reyna að koma flatri cat6 snúru undir parketið, taka úr dúknum fyrir henni. Sé að svoleiðis fæst í amk Origo, kíki þangað á eftir.
arons4
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 88
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf arons4 » Mið 13. Nóv 2019 12:46

Sennilega auðveldara að leggja þetta undir parketlistana ef þeir eru ekki límdir heldur en með rafmagninu, það getur verið talsvert maus. Einangrun o.fl á smáspennustrengjum er ekki gerð til að þola lágspennu þannig ef það kemur útleiðsla á rafmagnið getur það hreinlega kveikt í. Ekki líklegt en reglurar eru settar fyrir "edge case", þetta snýst ekki um hvort lekaliðinn virki og er ekki til að verja tölvuna.

Ef það sleppa 230V inná búnað sem er ekki vottaður né gerður til þess að þola það þá er hætta á að það kvikni í útfrá því, ásamt því að notendurnir slasi sig og það skiptir engu hvort lekaliðinn virki rétt eða ekki.

Allt byggt á ef og kannski en engu af síður ef slík staða komi upp bera tryggingar ekki tjónið.Skjámynd

methylman
Geek
Póstar: 893
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf methylman » Mið 13. Nóv 2019 14:15

Reyna kannski ódýrari einfaldar lausnir eins og þetta http://www.jensenofscandinavia.com/en/p ... omni-duo2/

Er með þetta minna í 125m¨og virkar prýðilega ath er ekki að nota RJ45 tengi á extendernum bara WIFI og Netflix streymir í mestu gæðum yfir WIFI :happy

Er á útsölu greinilega mjög góð kaup í þriggja hluta settinu https://elko.is/catalog/product_compare/


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Mið 13. Nóv 2019 14:26

Ég er með Unifi AC LR beint fyrir ofan sjónvarpssvæðið og nokkra aðra um húsið. Ég er að spá í þetta af því að ég vil fá vír. Parketlistar eru ekki mögulegir því að veggurinn er eyja sem hægt er að ganga sitt hvoru megin við og hinu megin eru skápar upp í loft fyrir herbergin.Skjámynd

methylman
Geek
Póstar: 893
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf methylman » Mið 13. Nóv 2019 22:23

Ég skipti úr Coax yfir í Cat 5 fyrir nokkrum árum man ennþá hvað það var erfitt að draga skermaðan Cat 5 í er ekkert gamalt coax sem þú getur fjarlægt og sett Cat í staðinn


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Baraoli
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Baraoli » Mið 13. Nóv 2019 22:50

Ekki leyfilegt að draga saman smáspennu og lágspennu í sama rör.
myndi bara fá ljósleiðara að hentugasta punkti íbúðar og svo cat lögn undir eða yfir gólflista í sér listum.


MacTastic!


elri99
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf elri99 » Mið 13. Nóv 2019 23:13

Hvað er hinumegin við vegginn. Geturð borað í gegn og fundið leið þaðan?Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5919
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 497
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Sallarólegur » Fim 14. Nóv 2019 11:31

Til þeirra sem benda á að þetta sé ekki ólöglegt:

Það er stórhættulegt að setja búnað sem er ekki hannaður fyrir 240V í rör sem leiða 240V leiðslur.
Það fylgir þessu bæði íkveikjuhætta og hætta á rafstuði ef eitthvað kemur fyrir.

Í guðanna bænum ekki ræða þetta léttvægt, það er hægt að kveikja í heilli blokk með svona fúski.
Viðhengi
ath.png
ath.png (65.24 KiB) Skoðað 2215 sinnum


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

Höfundur
Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Hauxon » Fim 14. Nóv 2019 11:38

Ég er eignlega kominn á það Wifi dugi mér og þetta vesen sé óþarfi.

Ég væri til í að kosta rannsókn þar sem cat6 snúra liggur við hliðina á 240V rafmagnsvír í 100 ár og fylgjast með hvernær kviknar í. :lol:Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3518
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf dori » Fim 14. Nóv 2019 15:49

Hauxon skrifaði:Ég væri til í að kosta rannsókn þar sem cat6 snúra liggur við hliðina á 240V rafmagnsvír í 100 ár og fylgjast með hvernær kviknar í. :lol:

Ég skil ekki þetta attitude. Það er búið að benda þér á að þetta er ólöglegt og útskýra fyrir þér hvaða failure mode er verið að tala um og að ef þetta væri ástæða tjóns myndi Tryggingarfélag ekki bæta það.

Það skiptir engu máli hversu marga metra af cat snúru þú getur lagt í lágspennulagnir án þess að það kvikni í því.
Deucal
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 23. Apr 2010 23:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf Deucal » Fim 14. Nóv 2019 19:26

Er rafvirki og það er stranglega bannað svk reglugerð að hafa smá spennu (0-50V) samhliða lágspennu (50-1000V), vegna þess að ef það verður einangrunar bilun á milli þá mun allt sem er tengt smáspennunni brenna til kaldra kola og jafnvel kveikja í húsnæðinu. Og trygginganar munu þar afleiðandi borga lítið sem ekkert út.

Ef það er búið að tengja ljósleiðara inn í hús en ekki í íbúð, þá er hægt að hafa samband við viðkomandi veitu og þeir draga innan hús ljósleiðara með rafmagns röri (ef þörf er á), og setja upp ljósleiðara tengibox hjá sjónvarpinu. Sem þú getur tengt myndlykil og net router við.

Ljósleiðara er ekki hægt að spennusetja (flytur ekki rafmagn, s.s. dauður "vír"). Og maður þarf sérhæf tól til að splæsa ljósleiðara saman rétt.

Best er að hafa búnað miðlægt og þar sem mesta notkun er (myndlykill við sjónvarp), setja svo cat5 snúru á bakvið lista ef það þarf að harðvíra annars staðar í íbúðinni.

Ath! Rafmagn er lífshættulegt og ef þú ert ekki lærður Rafvirki, LÁTTU ÞAÐ Í FRIÐI OG FÁÐU FAGMANN Í VERKIÐ.Skjámynd

russi
Gúrú
Póstar: 547
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 125
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari um rafmagnsrör

Pósturaf russi » Fim 14. Nóv 2019 21:06

Hauxon skrifaði:Ég er með Unifi AC LR beint fyrir ofan sjónvarpssvæðið og nokkra aðra um húsið. Ég er að spá í þetta af því að ég vil fá vír. Parketlistar eru ekki mögulegir því að veggurinn er eyja sem hægt er að ganga sitt hvoru megin við og hinu megin eru skápar upp í loft fyrir herbergin.


Hey Gamli, það eru til sendar með tveimur nettenglun, getur skipt þessum út og sett þannig.

Ef þú ert að spá í að nota aukatengið fyrir afruglara þá þarftu að virkja VLAN yfir þetta og passa að hafa IGMP snooping í lagi