Síða 1 af 1

ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fim 19. Sep 2019 16:34
af Hörður Valgarðsson
Mig langaði aðeins að forvitnast hér.

Það stendur til að hengja upp skáp á vegg þar sem er fyrir ljósleiðarabox frá gagnaveitunni.
Hvernig er að aftengja ljósleiðaraboxið og veggfestinguna og tengja aftur (þetta yrði sett upp á sama stað bara fyrir inní skápnum)

Ég hringdi í gagnaveituna og þeir mæla gegn því að endanotandi standi í þessu sjálfur en bjóðast til að senda mann sem til að gera þetta.
málið er að það kostar jafn mikið að fá mann til að laga til ef þetta klúðrast og fá mann til að aftengja og tengja aftur boxið þannig að við ætlum að skoða að gera þetta sjálf og fá þá manninn ef það fer eitthvað úrskeiðis.

Þekkið þið hér hvernig þetta er gert, er þetta ekki bara plöggað í, engin sérhæfð verkfæri og slíkt þ.e.a.s ef ekkert skemmist

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fim 19. Sep 2019 18:17
af arons4
Hef unnið í ljósleiðara, en ekki fyrir Gagnaveituna.

Fer eftir því hvort þú þurfir að brjóta suðurnar eða ekki. Í spólunni er ca 1.5 - 3 metrar af 0,25mm sverum glerþráð sem er svo soðinn við annaðhvort "pigtail" eða enda úr boxinu sjálfu sem er álíka langur, þráðurinn sjálfur er brothættur ef maður veit ekki hvað maður er að gera.

Ef gatið á veggplötunni sem boxið festist á er nógu stórt til að þræða suðurnar og tengin í gegn gætirðu hugsanlega losað boxið frá og svo skrúfað lausa veggplötuna og þrætt ljósleiðarann með tenginu og öllu í gegnum gat á skápnum og aftur uppá plötuna.

Mæli sammt ekki með því að þú fiktir í þessu sjálfur. Gagnaveitan á að öllum líkindum ljósleiðarann ásamt boxinu sjálfu og ef þú skemmir það er það þitt borga fyrir það, jafnvel þótt þú sért ekki í viðskiptum við GR.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fim 19. Sep 2019 20:54
af appel
Ég stóð í sambærilegu nýlega, var að flytja ljósleiðaraboxið hinum megin við vegg, þurfti bara bora í gegnum þunnan gifs-vegginn og þræða ljósleiðarann þar í gegn, mjög einfalt. Fórum varlega. En samt skemmdist ljósleiðarinn. Ekkert smá brothætt þetta drasl. En þetta kallaði á meiriháttar aðgerðir, þurfti að þræða nýjan ljósleiðara inn í íbúðina og það voru 2 gæjar hér hálfan dag að því.

Ég myndi mæla með að fá GR gæja til að gera þetta, því ef þeir klikka þá er það "on them".

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fim 19. Sep 2019 23:37
af dori
arons4 skrifaði:Mæli sammt ekki með því að þú fiktir í þessu sjálfur. Gagnaveitan á að öllum líkindum ljósleiðarann ásamt boxinu sjálfu og ef þú skemmir það er það þitt borga fyrir það, jafnvel þótt þú sért ekki í viðskiptum við GR.


appel skrifaði:Ég myndi mæla með að fá GR gæja til að gera þetta, því ef þeir klikka þá er það "on them".


Ef tilfellið er raunverulega eins og OP segir að (feitletrun mín)

Hörður Valgarðsson skrifaði:Ég hringdi í gagnaveituna og þeir mæla gegn því að endanotandi standi í þessu sjálfur en bjóðast til að senda mann sem til að gera þetta.
málið er að það kostar jafn mikið að fá mann til að laga til ef þetta klúðrast og fá mann til að aftengja og tengja aftur boxið þannig að við ætlum að skoða að gera þetta sjálf og fá þá manninn ef það fer eitthvað úrskeiðis.


Ef þetta er raunverulega svona þá sé ég ekki af hverju þú ættir ekki að taka sjensinn. Þetta er sirka svona box og hér er installation manual sem þú getur kannski notað til að vinna þig aftur á bak.

En eins og þeir hafa sagt hér að ofan þá er þetta ógeðslega brothætt ef þú ferð ekki nógu vel með þetta þannig að ég myndi alveg setja ágætis pening á að þú munir þurfa heimsókn.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 02:50
af jonfr1900
Aldrei snerta ljósleiðara. Þetta er þráður sem er millimetri í breidd og mjög viðkvæmur. Betra að borga sérfræðing fyrir þessa breytingu heldur en að eiga á hættu að eyðileggja hluta af strengnum.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 07:37
af appel
Mig grunar að svona vandamál með tilfærslu á ljósleiðara heima hjá fólki verði nokkuð tíð. Þetta eru of viðkvæmir þræðir og fólk heldur að það geti fært þetta sjálft. Bara einhver tilfærsla þegar fólk vill mála heima hjá sér og þá getur þetta skemmst. Ég held að hvernig frágangurinn á þessu heima hjá fólki sé ekki sniðugur hjá ljósleiðara fyrirtækjunum. Þráðurinn á aldrei að vera aðgengilegur eða sýnilegur fyrir fólk. Ljósleiðarinn á að enda á öruggum stað þar sem ólíklegt að það muni verða hróflað við honum, ekki einhversstaðar á miðjum stofu-vegg og blasir við öllum.

Þessu er öðruvísi háttað í einbýlishúsum sem hafa t.d. bílskúr eða flott þvottahús eða slíkt rými, hliðina á rafmagnstöflunni "out of sight". En í venjulegum íbúðum þá er oft enginn góður staður þar sem þú getur sett einhver 3 ljót box (ljósleiðarboxið, aðgangsboxið og router) með kapla liggjandi útum allt.

Held að það þurfi svoldið svona dós sem er ljósleiðari-yfir-í-ethernet, og svo getur fólk tengt aðgangsboxið í þá dós með cat kapli.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 08:28
af worghal
appel skrifaði:Ég stóð í sambærilegu nýlega, var að flytja ljósleiðaraboxið hinum megin við vegg, þurfti bara bora í gegnum þunnan gifs-vegginn og þræða ljósleiðarann þar í gegn, mjög einfalt. Fórum varlega. En samt skemmdist ljósleiðarinn. Ekkert smá brothætt þetta drasl. En þetta kallaði á meiriháttar aðgerðir, þurfti að þræða nýjan ljósleiðara inn í íbúðina og það voru 2 gæjar hér hálfan dag að því.

Ég myndi mæla með að fá GR gæja til að gera þetta, því ef þeir klikka þá er það "on them".

finnst pínu fyndið að þetta hafi farið svona illa hjá þér, og ég er ekki að reyna að vera vondur :lol:, en þegar það var settur ljósleiðari hjá mér þegar ég bjó á hverfisgötu þá var ekkert verið að fara varlega með þetta og tók gæjana undir 2 tíma að taka línu frá kjallara og upp á aðra hæð í gegnum töfluna og rafmagnslagnir og þessu var bara kippt í gegnum allt nokkuð hratt, brotnaði aldrei :D

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 09:51
af Dúlli
Þetta er ekki eins viðkvæmt og menn halda.

En þarft í raun bara að passa að brjóta ekki upp á hann, ekki of kröpp beygja.

Kv einn sem hefur lagt hundruði metra af þessu.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 15:46
af Hörður Valgarðsson
Takk fyrir ráðin allir og manualinn að boxinu, þetta gekk alltsaman og var í raun minna ves en ég hélt.
en vitanlega er það rétt að ef þetta brotnar þá er þetta útkall og vesen, en ástæðulaust að reyna ekki sjálfur þar sem í þessu tilfelli væri sami kostnaður við að láta laga ef þetta klúðrast eða fá mann til að gera þetta fyrir mig sögðu þeir.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 15:57
af arons4
worghal skrifaði:
appel skrifaði:Ég stóð í sambærilegu nýlega, var að flytja ljósleiðaraboxið hinum megin við vegg, þurfti bara bora í gegnum þunnan gifs-vegginn og þræða ljósleiðarann þar í gegn, mjög einfalt. Fórum varlega. En samt skemmdist ljósleiðarinn. Ekkert smá brothætt þetta drasl. En þetta kallaði á meiriháttar aðgerðir, þurfti að þræða nýjan ljósleiðara inn í íbúðina og það voru 2 gæjar hér hálfan dag að því.

Ég myndi mæla með að fá GR gæja til að gera þetta, því ef þeir klikka þá er það "on them".

finnst pínu fyndið að þetta hafi farið svona illa hjá þér, og ég er ekki að reyna að vera vondur :lol:, en þegar það var settur ljósleiðari hjá mér þegar ég bjó á hverfisgötu þá var ekkert verið að fara varlega með þetta og tók gæjana undir 2 tíma að taka línu frá kjallara og upp á aðra hæð í gegnum töfluna og rafmagnslagnir og þessu var bara kippt í gegnum allt nokkuð hratt, brotnaði aldrei :D

Ljósleiðari þolir sumt átak mjög vel, eins og þegar það er togað í hann. En hann þolir það lítið sem ekkert að beygja hann.

Re: ljósleiðarabox aftengja

Sent: Fös 20. Sep 2019 17:17
af appel
Hörður Valgarðsson skrifaði:Takk fyrir ráðin allir og manualinn að boxinu, þetta gekk alltsaman og var í raun minna ves en ég hélt.
en vitanlega er það rétt að ef þetta brotnar þá er þetta útkall og vesen, en ástæðulaust að reyna ekki sjálfur þar sem í þessu tilfelli væri sami kostnaður við að láta laga ef þetta klúðrast eða fá mann til að gera þetta fyrir mig sögðu þeir.


:happy2 :happy2