"Mínar síður"


Höfundur
lukka
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 02. Sep 2019 07:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

"Mínar síður"

Pósturaf lukka » Mán 02. Sep 2019 07:44

Góðann dag Vaktarar!

Þegar ég skrái mig inn á mínar síður hjá hinum og þessum fyrirtækjum og stofnunum, hvað upplýsingar um mig birtast hjá þeim?

Sést ip tala mín, t.d. hvort ég sé stödd erlendis eða heima fyrir.
Sést hvaða stýrikerfi ég nota?
Sést hvað ég geri á viðkomandi mínum síðum? T.d. hvað gögn ég sæki?
Sést hvaða skráningarleið ég nota t.d. gerður greinamunur á hvort ég nota rafræn skilríki með farsíma eða nota íslykil?
Er eitthvað fleira sem kemur fram um mig og mína hagi þegar ég skrái mig inn á " mínar síður " ?

bestu þakkir
Lukka



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Mínar síður"

Pósturaf gnarr » Mán 02. Sep 2019 08:33

Það getur verið já við öllum þessum spurningum og það getur verið nei við öllum þessum spurningum.

Eina leiðin til þess að vera 100% viss er að skoða kóðan á bakvið þessar síður. Annars á GDRP að vernda þig hvað svona varðar og þú átt alltaf að geta gert "Request for information" á viðkomandi stofnun og fengið allar upplýsingar sem þeir eiga um þig.


"Give what you can, take what you need."


Gemini
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: "Mínar síður"

Pósturaf Gemini » Mán 02. Sep 2019 15:48

Það er ekkert mál fyrir fyrirtæki/stofnun að skrá allar þessar upplýsingar niður tæknilega. Persónuvernd gæti þó hafa bannað eitthvað af þessu.

Það er mjög einfalt að fela fyrsta liðinn frá fyrirtæki/stofnun með að notast við VPN. Ef þú tengist t.d. fyrirtæki í Reykjavík með VPN þá mun það líta út fyrir síðunni að þú sért staðsettur þar.

Ef þú ert að hugsa um að fara til útlanda og ert t.d. á atvinnuleysisskrá þá skoða þau þetta líklega. En væntanlega fá þau einnig upplýsingar um hverjir séu ferðast til útlanda með öðrum leiðum.




BebbiSveins
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 04. Jún 2019 11:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: "Mínar síður"

Pósturaf BebbiSveins » Mán 02. Sep 2019 16:28

Þeim er allveg sama um ip töluna og hvaða stýrikerfi þú notar. Ef það væri eithvað þá væri það hvaða vafra þú ert að nota og það er bara svo að síðan virki rétt fyrir þann vafra (getur skipt máli fyrir útlit og þessskonar)

Með að hvað sé skráð hvað þú gerir fer allveg eftir stofnuninni, því persónulegri sem gögnin eru því líklegra er að þeir skrái bara hvaða notandi náði í eithvað eða skoðaði og hvenar. (eins og er minnst á hérna fyrir ofan að þá á það allt að vera í GDPR skýrslunni (hvað er það? yfirlit yfir öll gögn sem þeir geyma tengd þér))

Með innskráninguna þá eru allar 'Mínar síður' sjálfstæðar frá innskráningunni. Þær eiga bara að senda þig á innskráninguna hjá íslykil og íslykill svarar síðunni hvort þú sért OK eða ekki (og líklegast kennitöluna þína með). s.s. 'Mínar síður' sjá alfarið ekki um innskráningu sjálfir.

Hvort það sé eithvað annað... Oftast eru þeir með beina tengingu við þjóðskrá og sumar stofnanir eru með gögn um fjármálin þín samkvæmt lögum (tekjur eða eithvað þvíumlíkt).