Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern


Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf SBen » Sun 18. Ágú 2019 21:59

Hvernig er með þessi ljósleiðarafyrirtæki? Hvaða fyrirtæki nota hvort fyrir sig í netáskriftum? Ef ég er með box frá Gagnaveitunni, hvað möguleika hef ég þá varðandi sjónvarp og net?




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf Semboy » Sun 18. Ágú 2019 22:30

gagnaveitan þjónar öll sim fjölgin nema Siman varðandi ljósleiðara.
því siminn sér bara um sjálfan sig sem er milan.

ástæðan er sú, siminn er sirka 3 árum á eftir gagnaveita varðandi ljósleiðara
þau héldu breiðbandið mundi vera the next big thing, þar sem þau héldu það væri peninga eyðsla að senda alltaf tækniman til viðskiptavina
ef eithvað kæmi fyrir ljósleiðaran.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf DJOli » Sun 18. Ágú 2019 23:14

Semboy skrifaði:gagnaveitan þjónar öll sim fjölgin nema Siman varðandi ljósleiðara.
því siminn sér bara um sjálfan sig sem er milan.

ástæðan er sú, siminn er sirka 3 árum á eftir gagnaveita varðandi ljósleiðara


Geturðu rökstutt?


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf HringduEgill » Sun 18. Ágú 2019 23:48

SBen skrifaði:Hvernig er með þessi ljósleiðarafyrirtæki? Hvaða fyrirtæki nota hvort fyrir sig í netáskriftum? Ef ég er með box frá Gagnaveitunni, hvað möguleika hef ég þá varðandi sjónvarp og net?


Hæ!

Yfir ljósleiðara GR bjóða öll símafyrirtækin nema Síminn upp á internet. Yfir ljósleiðara Mílu bjóða öll símafyrirtækin nema Nova upp á internet. Þegar kemur að sjónvarpi virka bæði myndlykill Símans og Vodafone á ljósleiðara Mílu og GR en ef þú tekur myndlykil Símans á GR ljósleiðara verðurðu að kaupa áskrift að Síminn Sport eða Premium.

Það eru síðan app-based sjónvarpslausnir í boði frá Vodafone og Nova á Apple TV: Stöð 2 appið og Nova TV. Þau kosta ekkert og er hægt að kaupa áskrift í gegnum öppin (Stöð 2, Síminn Sport etc). Helsti ókostur appana er að þú ert ekki með neitt VOD (leigja kvikmyndir og þætti gegn gjaldi).

Svo mæli ég auðvitað með ótakmörkuðu neti og farsímaáskrift hjá Hringdu :)

Skjóttu ef þú ert með fleiri spurningar!




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf Semboy » Mán 19. Ágú 2019 00:31

DJOli skrifaði:
Semboy skrifaði:gagnaveitan þjónar öll sim fjölgin nema Siman varðandi ljósleiðara.
því siminn sér bara um sjálfan sig sem er milan.

ástæðan er sú, siminn er sirka 3 árum á eftir gagnaveita varðandi ljósleiðara


Geturðu rökstutt?



ég prófaði þetta, fyrir sirka 2 árum, mér var sagt ég þrufti að skipta út milubox fyrir gagnaveitu til að koma mér yfir á hringdu. Þetta voru útskyringar sem ég fékk frá GR. Þá hefur þetta kannski breyst siðan þá.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf Hargo » Mán 19. Ágú 2019 14:36

Nova veitir reyndar fyrirtækjatengingar i gegnum ljósleiðarabox frá Mílu líka. Kannski takmarka þeir einstaklingana við GR.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf arons4 » Mán 19. Ágú 2019 19:28

Semboy skrifaði:
DJOli skrifaði:
Semboy skrifaði:gagnaveitan þjónar öll sim fjölgin nema Siman varðandi ljósleiðara.
því siminn sér bara um sjálfan sig sem er milan.

ástæðan er sú, siminn er sirka 3 árum á eftir gagnaveita varðandi ljósleiðara


Geturðu rökstutt?



ég prófaði þetta, fyrir sirka 2 árum, mér var sagt ég þrufti að skipta út milubox fyrir gagnaveitu til að koma mér yfir á hringdu. Þetta voru útskyringar sem ég fékk frá GR. Þá hefur þetta kannski breyst siðan þá.


Helsti munurinn hjá þeim fyrir utan útbreyðslu er hvers konar kerfi eru notuð, Míla notar GPON en GR notar hefðbundið switchað kerfi. Hvort fyrir sig hefur sína kosti og galla.

GPON sparar innviðakostnað og jarðrask og flýtir fyrir útbreyðslu þar sem einn stofnþráður getur þjónustað marga gegnum deila, þetta getur sparað talsvert þegar jarðstrengir eru t.d. ekki í rörum.

Til að deila ljósþráðum á hinu kerfinu þarf hinsvegar að koma upp tækjaskáp og setja í hann switch.

Hvort er svo betra fyrir neitandann fer svosem eftir aðstæðum. Eflaust minna sem hefur áhrif á tenginguna á GR kerfinu ef það er nógu öflugt samband á milli switcha að það myndist ekki flöskuhálsar, en á móti eru ansi margir sem væru ennþá á DSL ef ekki fyrir GPON.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf kjartanbj » Mán 19. Ágú 2019 21:45

Ég finn fyrir talsvert verra neti gegnum Mílu heldur en þegar ég var með ljós gegnum GR , fer alveg eftir tíma dags hversu hratt netið er og hversu mikið latency er á því , maður bíður bara eftir að GR bjóði uppá að tengjast inn hér




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf kjartanbj » Mán 19. Ágú 2019 21:49

Mynd
Vodafone serverin
Mynd
Gagnaveitu serverin
Mynd
Síma serverin

Er með Gig tengingu , Hjá GR var ég aldrei með meira en 1ms í latency og alltaf 930ca í hraða
Notabene þá er þetta mælt á snúru ekki wifi og er með Unifi USG4 Pro router þannig það ætti ekki að vera neitt innanhúss sem ætti að vera að hafa áhrif




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf Benz » Mið 21. Ágú 2019 16:04

Semboy skrifaði:gagnaveitan þjónar öll sim fjölgin nema Siman varðandi ljósleiðara.
því siminn sér bara um sjálfan sig sem er milan.

ástæðan er sú, siminn er sirka 3 árum á eftir gagnaveita varðandi ljósleiðara
þau héldu breiðbandið mundi vera the next big thing, þar sem þau héldu það væri peninga eyðsla að senda alltaf tækniman til viðskiptavina
ef eithvað kæmi fyrir ljósleiðaran.


Já ok, útskýringar frá helsta samkeppnisaðilanum - þrátt fyrir að var Míla (þá sem hluti af Símanum) búin að vera með ljósleiðarakerfi frá 1985 - löngu fyrir tíð GR :lol:
Síminn var með Ljósnetið sem Míla tók svo yfir. Breiðbandið er mun eldra, var coax kerfi sem reyndar virkar ágætlega erlendis...




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Míla-Gagnaveitan......hver er að skipta við hvern

Pósturaf Benz » Mið 21. Ágú 2019 16:13

arons4 skrifaði:
Semboy skrifaði:
DJOli skrifaði:
Semboy skrifaði:gagnaveitan þjónar öll sim fjölgin nema Siman varðandi ljósleiðara.
því siminn sér bara um sjálfan sig sem er milan.

ástæðan er sú, siminn er sirka 3 árum á eftir gagnaveita varðandi ljósleiðara


Geturðu rökstutt?



ég prófaði þetta, fyrir sirka 2 árum, mér var sagt ég þrufti að skipta út milubox fyrir gagnaveitu til að koma mér yfir á hringdu. Þetta voru útskyringar sem ég fékk frá GR. Þá hefur þetta kannski breyst siðan þá.


Helsti munurinn hjá þeim fyrir utan útbreyðslu er hvers konar kerfi eru notuð, Míla notar GPON en GR notar hefðbundið switchað kerfi. Hvort fyrir sig hefur sína kosti og galla.

GPON sparar innviðakostnað og jarðrask og flýtir fyrir útbreyðslu þar sem einn stofnþráður getur þjónustað marga gegnum deila, þetta getur sparað talsvert þegar jarðstrengir eru t.d. ekki í rörum.

Til að deila ljósþráðum á hinu kerfinu þarf hinsvegar að koma upp tækjaskáp og setja í hann switch.

Hvort er svo betra fyrir neitandann fer svosem eftir aðstæðum. Eflaust minna sem hefur áhrif á tenginguna á GR kerfinu ef það er nógu öflugt samband á milli switcha að það myndist ekki flöskuhálsar, en á móti eru ansi margir sem væru ennþá á DSL ef ekki fyrir GPON.


Rétt bæði kerfin hafa sína kosti og galla.
GPON er mun útbreiddara á heimsvísu en P2P.
Það sem m.a. gerir GPON að betri lausn er að það er talið hagkvæmara í rekstri t.d. með að það er minni þörf á virkum búnaði í dreifikerfinu sjálfu (minni þörf á rafmagni/varaafli) og nýtir ljósleiðarann betur en P2P (þarf færri þræði, minni búnað).
Þá er GPON er með innbyggðri dulkóðun sem verndar betur endanotendur.