Síða 1 af 1

File server nas vs windows

Sent: Mið 24. Júl 2019 21:12
af Diddmaster
Mér áskotnaðist tölvu og langar að gera file server aðalega meiri geimsla og backup víst ég er að þessu á eftir að kaupa stærri diska en núna eru 2 500gb og 250gb ssd hef bara reinslu af 2 Windows tölvum á heimaneti.

Þetta verður bara fyrir mig einann hér heima og ætla ég að hafa kassan bara einan og ekkert teingt nema rafmagn og net eftir uppsetningu og hafði ég hugsað mér að setja raid eitthvað :megasmile á endanum með cirka 3 8tb diskum þar sem einn getur bilað dæmið og kanski notað ssdinn sem buffer cach


Spurningin er hvort er betra önnur win eða læra á freenas eða einhvað álíka :baby

Edit: Speccs: celeron g540 16gb drr3 gigabyte h77m intel skjá stýring zalman 400w power

Re: File server nas vs windows

Sent: Mið 24. Júl 2019 21:17
af Hjaltiatla
Held þú þurfir að henda inn speccunum á tölvunni svo það sé hægt að benda þér í rétta átt.

Re: File server nas vs windows

Sent: Mið 24. Júl 2019 22:47
af mainman
Ég held að Unraid sé pornið sem þú ert að leita að.........

Re: File server nas vs windows

Sent: Mið 24. Júl 2019 22:51
af Diddmaster
mainman skrifaði:Ég held að Unraid sé pornið sem þú ert að leita að.........


Ertu að meina þá win eða nas unraid?

Re: File server nas vs windows

Sent: Mið 24. Júl 2019 23:00
af mainman
Diddmaster skrifaði:
mainman skrifaði:Ég held að Unraid sé pornið sem þú ert að leita að.........


Ertu að meina þá win eða nas unraid?


Hvorugt.
https://unraid.net/
Kaupir one time licence.
Getur fyrst prófað þetta í mánuð.
Þetta setur upp raid á einfaldasta máta sem til er, gerir engar kröfur um að diskarnir séu eins, getur alltaf tekið út disk og sett stærri í eða bætt við diskum ef þig vantar meira pláss.
Keyrir wm vélar og dockera svo þetta getur runnað torrent clientinn þinn, plex serverinn, efserverinn eða hvað sem þér dettur í hug.
Setur upp share sem allar vélarnar á heimilinu sjá svo það er allt bara drag and drop.

Re: File server nas vs windows

Sent: Mið 24. Júl 2019 23:46
af Diddmaster
mainman skrifaði:
Diddmaster skrifaði:
mainman skrifaði:Ég held að Unraid sé pornið sem þú ert að leita að.........


Ertu að meina þá win eða nas unraid?


Hvorugt.
https://unraid.net/
Kaupir one time licence.
Getur fyrst prófað þetta í mánuð.
Þetta setur upp raid á einfaldasta máta sem til er, gerir engar kröfur um að diskarnir séu eins, getur alltaf tekið út disk og sett stærri í eða bætt við diskum ef þig vantar meira pláss.
Keyrir wm vélar og dockera svo þetta getur runnað torrent clientinn þinn, plex serverinn, efserverinn eða hvað sem þér dettur í hug.
Setur upp share sem allar vélarnar á heimilinu sjá svo það er allt bara drag and drop.


Takk fyrir þetta líst vel á þetta,þarf svo að læra allt hitt sem þú nefndir :popeyed

Re: File server nas vs windows

Sent: Fim 25. Júl 2019 09:43
af Diddmaster
mainman skrifaði:
Diddmaster skrifaði:
mainman skrifaði:Ég held að Unraid sé pornið sem þú ert að leita að.........


Ertu að meina þá win eða nas unraid?


Hvorugt.
https://unraid.net/
Kaupir one time licence.
Getur fyrst prófað þetta í mánuð.
Þetta setur upp raid á einfaldasta máta sem til er, gerir engar kröfur um að diskarnir séu eins, getur alltaf tekið út disk og sett stærri í eða bætt við diskum ef þig vantar meira pláss.
Keyrir wm vélar og dockera svo þetta getur runnað torrent clientinn þinn, plex serverinn, efserverinn eða hvað sem þér dettur í hug.
Setur upp share sem allar vélarnar á heimilinu sjá svo það er allt bara drag and drop.


Nokkrar spurningar sem ég finn ekki út er búinn að lesa og horfa á tube ef ég set 8tb disk sem parity drive og svo bara 1tb sem data drive er ég þá bara með 1tb af geimslu? ,á forums og tube setja þeir stærsta diskinn sem parity drive þessvegna þessi uppsetning í þessari spurningu

Þar sem peningar vaxa ekki á trjánum get ég keift einn 8tb núna svo meira næstu mánaðar mòt er þá betra að bíða með þetta þangað til ég er kominn með 2 stk

Þegar unraid serverinn er kominn upp og ég get fært á hann er ég með einn 4tb og einn 2tb sem ég myndi færa í serverinn úr main pc eftir að þeir væru tæmdir er með strax veikina plúsast geimslu plássið saman eða kemur sharið sem margir diskar?

Edit: Gleimdi þessari, er betra að setja Gigabyte GA-Z97X-Gaming 5 i7 4790k CPU í serverinn en það sem er núna í server kassanum?

Edit2:gleimdi þessari líka er meira futer pruve að kaupa sérhæfa nas diska eins og thosiba n300 frekar en til dæmis thosiba x300?

Re: File server nas vs windows

Sent: Fim 25. Júl 2019 10:01
af mainman
Þarft alltaf stærsta diskinnn sem parity, getur síðan sett upp 1tb diskinn þinn og einhvern annan ræfil til að bæta við og þá ertu kominn með raid ið þitt.
Færð ekki meira en 1tb rými úr því samt fyrr en þú stækkar diskana.
Þú sérð ekkert inn á parity diskinum en getur séð hvað er inn á hverjum og einum af hinum diskunum en venjan er að búa síðan til "Share" með öllum diskum og þá sérðu hann bara sem einn disk og kerfið sér um að deila gögnunum skgnsamlega á diskana.
Varðandi það hvort þú eigir að setja strax upp þetta móðurborð og örgjörva skiptir eiginlega engu máli.
Ef þig langar að skipta um tölvu þá er nóg fyrir þig að taka mynd af því í hvaða röð diskarnir eru í reidinu hjá þér. Sekkur á vélinni. Færir alla diskana í næstu vél. Kveikir á henni og ferð í settings og raðar þar diskunum í sömu röð og þeir voru og þá ertu kominn með öll gögnin þín aftur.

Það er ekki nein uppsetning á Unraid kerfinu sem slíku inn á neinn disk því þú keyrir kerfið af usb lykli sem þú færir bara á milli véla.