Ljósleiðari innanhúss

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari innanhúss

Pósturaf roadwarrior » Mið 24. Júl 2019 19:14

Þannig er að ég bý í fjölbýlishúsi með 6 íbúðum. Hverri íbúð fylgir bílskúr og eru þeir á jarðhæð. Ég er núna að pæla í að koma ljósleiðara milli íbúðarinnar minnar og bílskúrssins. Fyrir ca 2 árum kom Gagnaveitan og dró inn til mín ljósleiðara og notuðu þeir rafmagnsrörið inní íbúðina til að koma ljósleiðaranum inn til mín. Ég er að spá í að nota sömu leið niður í bílskúrinn, frá Router og rafmagnstöflu og þaðan inní bílskúr. Ég er búinn að sjá endabúnaðinn til sölu á netinu Cat-->Fiber-->Cat en er að velta fyrir mér hvað myndi kosta að láta draga ljósleiðarann og "splæsa" endatengjum á hann. Hefur einhver einhverja reynslu/hugmynd um kostnað? Leiðin er ca 20-30mtr
Ábendingar og hugmyndir vel þeignar :baby

Ástæðan fyrir þessum pælingum er að koma Plex servernum og fl fyrir í bílskúrnum :sleezyjoe
arons4
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 85
Staða: Tengdur

Re: Ljósleiðari innanhúss

Pósturaf arons4 » Mið 24. Júl 2019 20:46

Kapallinn kostar lítið sem ekkert(30-150 kr mtr.). Suðuvinnan gæti kostað eitthvað þó. Getur prufað að tala við verktakann sem gerði þetta hjá þér á sínum tíma eða fundið einhvern annann sem á suðuvél.Skjámynd

Dropi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari innanhúss

Pósturaf Dropi » Mið 24. Júl 2019 20:51

Ef það er nóg pláss í rörunum væri mögulega hægt að fá tilbúinn kapal með tengjum eða hvað? Kannski ekki i þessum lengdum?


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Xeon E3 1270 v2 - 16GB DRR3@2000 - GB Z77X-UD3H - STRIX RX480 8GB OC