Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur

Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur

Pósturaf Sidious » Sun 31. Mar 2019 13:59

Daginn.

Ég er að lenda í svolitlu veseni með wifi signalið hérna á nýja staðnum sem ég flutti á. Ég er að leigja neðri hæð í einbýlishúsi og er að fá lánað wifi-ið frá fólkinu hérna sem á húsið, með þeirra leyfi að sjálfsögðu. Ég nefndi það við þau að wifi væri mjög lélegt hjá mér í borðtölvunni (er reyndar töluvert skárra í Apple TV og Nintendo Switchinum sem eru staðsett í sama herbergi og tölvan) og þau eru alveg til í að gera í þessu máli. Húsið er sirka 285 fermetrar og er á tveimur hæðum.

Setupið hjá þeim er standard leigu-router frá símanum, tp-link router. Nú er ég að velta fyrir mér hvað væri besti kosturinn í stöðunni án þess að fara í einhverjar meiri háttar framkvæmdir. Það sem mér hefur verið að detta í hug er netið í gegnum rafmagn, "alvöru" router eða Orbi (eða sambærilegt) setup. Svo þyrfti ég væntanlega að fá mér betra wifi kort í turninn, er bara með usb stick eins og er.

Er einhver vaktari sem gæti bent mér á bestu lausnina sem stendur mér til boða?
Fyrirfram þakkir :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur

Pósturaf Klemmi » Sun 31. Mar 2019 14:19

Ég setti upp sitt hvorn svona heima hjá mér og heima hjá pabba. Hann býr í einbýli þar sem routerinn er í öðrum endanum á húsinu og wifi-ið mjög lélegt í hinum endanum. Setti svona stykki bara miðja vegu:
https://www.edimax.com/edimax/merchandi ... 8rpn_mini/

Ég bý í meðalstórri íbúð, en það er lélegt netið í einni fartölvunni svo að hún nær illa sambandi inn í svefnherbergi, þó svo að símar og aðrar fartölvur nái fínu sambandi þar. Setti svona stykki í svefnherbergið.
Ódýrt og hefur svínvirkað, mjög einfalt í uppsetningu.

Myndi mæla með að kaupa t.d. svona hjá Elko og prófa, 30 daga skilaréttur ef þetta er ekki nógu gott:
https://elko.is/netgear-wifi-framlenging




Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur

Pósturaf Zorba » Sun 31. Mar 2019 14:44

Ef það er tengi fyrir cat á báðum hæðum myndi ég henda í 2 unifi AP.

Allt annað líf miðað við wifi á cheapo router



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur

Pósturaf Sidious » Sun 31. Mar 2019 15:32

Klemmi skrifaði:Ég setti upp sitt hvorn svona heima hjá mér og heima hjá pabba. Hann býr í einbýli þar sem routerinn er í öðrum endanum á húsinu og wifi-ið mjög lélegt í hinum endanum. Setti svona stykki bara miðja vegu:
https://www.edimax.com/edimax/merchandi ... 8rpn_mini/

Ég bý í meðalstórri íbúð, en það er lélegt netið í einni fartölvunni svo að hún nær illa sambandi inn í svefnherbergi, þó svo að símar og aðrar fartölvur nái fínu sambandi þar. Setti svona stykki í svefnherbergið.
Ódýrt og hefur svínvirkað, mjög einfalt í uppsetningu.

Myndi mæla með að kaupa t.d. svona hjá Elko og prófa, 30 daga skilaréttur ef þetta er ekki nógu gott:
https://elko.is/netgear-wifi-framlenging


Þau (Leigusalarnir) eru einmitt með svona hjá sér (tp-link extender reyndar) en nota hann til þess að ná betra wifi signal uppi á efri hæðinni hjá sér. Extenderinn er með verra signal fyrir mig en router-inn sjálfur.

Ég er reyndar ekki alveg 100% viss hvar routerinn er staðsettur inni hjá þeim, veit bara að hann er á neðri hæðinni hjá þeim, hugsanlega bara í herbergi hinum megin við veginn þar sem tölvan er hjá mér. Þannig ég er væntanlega ekki langt frá routernum, merkið verður bara að komast í gegnum vegg.

Zorba skrifaði:Ef það er tengi fyrir cat á báðum hæðum myndi ég henda í 2 unifi AP.

Allt annað líf miðað við wifi á cheapo router


Ég sé að Origo er að selja þetta en þeir eru með rosalega margar mismunandi dýrar týpur.
Væri þessi hérna alveg nóg til dæmis? Kæmi þetta þá í staðinn fyrir router sem þau eru þegar með eða verða bæði að vera í sambandi?
https://www.netverslun.is/Netbunadur-og ... 816.action



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur

Pósturaf Viktor » Sun 31. Mar 2019 22:35

AP AC LITE

Þarft alltaf að vera með router


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB