Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.

Höfundur
sigurdur
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Pósturaf sigurdur » Þri 05. Feb 2019 10:12

Daginn,

Fjölskyldumeðlimur er staddur tímabundið erlendis og hefur lent í vandræðum með geoblock á efni á íslenskum vefjum. Ég er með Asus RT-AC56U og svo Unraid server þar á bakvið hérna heima. Get ég gert viðkomandi mögulegt að tengjast netinu í gegnum tenginguna mína til að nálgast þetta efni? Asus-inn er með innbyggða VPN þjóna, en svo væri líka mögulegt að setja upp viðeigandi þjónustu í Docker á Unraid. Einhverjar hugmyndir um hvort þetta er mögulegt og hvernig væri auðveldast að leysa þetta?

kv,
SiggiSkjámynd

zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Pósturaf zetor » Þri 05. Feb 2019 10:26

Ég notaði á sínum tíma svona Asus Router og innbyggðan Openvpn server. Tengdist svo servernum annað hvort með openvpnconnect appi í android eða windows openvpn client. Virkaði mjög vel og komst inn á allar síður á íslandi. Núna í dag nota ég openvpn server í Synology boxi. Bý erlendis og tengist heim til íslands....og hef gert þetta í 7 ár.Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 612
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Pósturaf jericho » Þri 05. Feb 2019 10:29

Mágur minn fékk sér ASUS RT AC66U og hann er með innbyggðan VPN server. Í gegnum control panelinn á routernum (giska á 192.168.0.1) gat hann búið til account fyrir mig, þar sem ég bý í Noregi, og ég get horft á efni t.d. á ruv.is sem annars væri lokað á mig. Ég trúi ekki öðru en þú finnur út úr þessu með því að RTFM eða googla þetta (mágur minn er enginn tölvuséní en fann samt út úr þessu).

Gangi þér vel :)i5 2500k @ 4.1GHz | Megahalems | ASUS GTX 1060 6GB | Gigabyte Z68AP-D3 | Samsung Evo SSD 500GB | Hyper X 2x4GB | Silverline 2x4GB | Seasonic Fanless 450W | Antec P183 | Asus ROG Swift PG279Q | Dell Ultrasharp 2407WFP-HC


Höfundur
sigurdur
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Pósturaf sigurdur » Þri 05. Feb 2019 10:44

Takk. Flestar leiðbeiningar sem ég hef fundið ganga út á að stilla routerinn til að tengjast VPN þjónustum. Prófa að fikta mig áfram.Skjámynd

andribolla
/dev/null
Póstar: 1486
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 14
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Pósturaf andribolla » Þri 05. Feb 2019 18:58

Eg setti upp vpn a unraid hja mer
For eftir leiðbeinigum fra þessum ;)
https://m.youtube.com/watch?v=EfBvvilnasU
Höfundur
sigurdur
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock

Pósturaf sigurdur » Þri 05. Feb 2019 20:59

Þetta var á endanum afskaplega einfalt. Setti upp ASUS-inn samkvæmt þessum leiðbeiningum með login og password:
https://www.snbforums.com/threads/how-t ... -24.33638/

Notandinn setti svo upp tengingu á makkanum sínum samkvæmt þessu:
https://www.asus.com/support/faq/1004472/

Tók nokkrar mínútur.

Smá lagg í gegnum 50 mbit ljósleiðara hjá mér. Var að velta fyrir mér í hverju laggið liggur. Er það tengingin, eða dulkóðunin á routernum? Næði ég meiri hraða með því að setja upp OpenVNC á servernum hjá mér, frekar en að keyra beint á routernum?