Síða 1 af 1

Wifi framlenging

Sent: Þri 04. Des 2018 15:21
af eeh
Sælir
Er í smá vandræðum með það að mig vantar að ná wifi signali í kjallara á blokk, er sjálfur á annari hæð en geimslan min er í kjallara.
Þarf að tengja eina smá tölvu þar em nánast engu gagnamagni, hvað er til ráða.
Er með gott wifi hjá mér eða 2 UAP-AC-LITE diska og næ smá signali niðri í kjallara en ekki nóg til að tengjast.
er búinn að prufa með að tengjast yfir rafmagn en það er ekki að virka.

Einhver ráð önnur en 4G sem mer fist vera full dyrt eins og er.

Re: Wifi framlenging

Sent: Þri 04. Des 2018 16:28
af Klemmi
Ef þú hefur möguleika á því að setja í samband einhversstaðar á miðri leið, þá myndi ég prófa, líkt og þú vísar til í nafninu á þræðinum, Wifi repeater.

Það er mikið til af þessu, ég keypti sjálfur fyrir mánuði síðan 2stk af þessum þar sem ég var í Þýskalandi:
https://www.mediamarkt.de/de/product/_e ... 46393.html

Setti einn upp hjá pabba, og annan upp hjá mér, svínvirkar. Þeir mæla með því að setja þá í samband þar sem þráðlausa sambandið er um 60%, það magnar það svo upp.

Getur skoðað review fyrir t.d. þessa, kostur við að kaupa hjá Elko er að þú getur þá skilað innan 30 daga ef þetta gengur ekki og fengið endurgreitt.
http://kisildalur.is/?p=2&id=2757
https://elko.is/netgear-wifi-framlenging

Re: Wifi framlenging

Sent: Þri 04. Des 2018 19:26
af arons4
Færð þér annann unifi punkt, þeir geta talað sín á milli þráðlaust.

Re: Wifi framlenging

Sent: Þri 04. Des 2018 20:54
af Hizzman
ertu með farsímaáskrift sem leyfir auka gagnakort? gamall sími sem aðgangspúnktur?

Re: Wifi framlenging

Sent: Þri 04. Des 2018 22:21
af eeh
Já veit af því en það kostar 990kr á mánuðiað vera með aukakort og það fins mér of dýrt fyrir það sem ég ætla mér, eða að þurfa að vera að borga fyrir þetta á mánuði.
Þó sé að þetta mun altaf kosta eithvað þá er það bara í 1 skifti ekki 1x í mánuði :)

Re: Wifi framlenging

Sent: Þri 04. Des 2018 23:13
af Hizzman
draga ljósleiðara með raflögn?

Re: Wifi framlenging

Sent: Mið 05. Des 2018 20:13
af eeh
Hizzman skrifaði:draga ljósleiðara með raflögn?

Er búinn að reina að koma fjöður niður en hef ekki náð því enþá.

Re: Wifi framlenging

Sent: Mið 05. Des 2018 21:37
af Hizzman
ef þú ert með usb wifi í geymslunni geturðu etv notað usb framlengingu og fundið punkt sem gefur nothæfa tengingu?

Re: Wifi framlenging

Sent: Fim 06. Des 2018 11:01
af eeh
Er að spá hvort þetta ná niður, magna upp þetta her hjá mér.
https://elko.is/netgear-wifi-framlenging
Finn veigt signal niðri en það er ekki nema -90 til -80 db en næ ekki að halda þeirri tengingu.

Re: Wifi framlenging

Sent: Fim 06. Des 2018 11:17
af Klemmi
Hafðu bara í huga að þú þarft að komast í innstungu einhverstaðar um miðja vegu :)

Re: Wifi framlenging

Sent: Fim 06. Des 2018 11:50
af eeh
Já veit af því :)

Re: Wifi framlenging

Sent: Fim 06. Des 2018 12:36
af Klemmi
Og líkt og ég nefndi hér að ofan, þá er engin áhætta við að kaupa hjá Elko, ef þetta drífur ekki, þá bara skilarðu og færð endurgreitt ;)