Síða 1 af 1

Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fim 29. Nóv 2018 11:13
af Hjaltiatla
Sælir/Sælar

Var að pæla hvort það væru einhverjir Cisco menn hérna inni sem gætu ráðlagt mér hvort eftirfarandi switch hentar í Lab setup heima.
https://www.cablesandkits.com/mc/switches/2960-gigabit/fam-106/condition=Refurbished/portquantity=24/

Er með Pfsense box tengt við 5 porta gigabit netgear switch (frá ljósleiðaraboxi í stofuna) sem er orðinn ansi takmarkaður ef ég vill bæta inn Raspberry pi Cluster inná networkið.

Þetta eru VM hostar og Einn afritunar netþjónn.

Þið megið benda mér á hentugri switch ef þið teljið hann henta betur í þetta setup (og er ekki brjálæðislega dýr).

Mynd
Mynd

Btw er að vinna í Ikea hack hugmynd sem ég er með í hausnum utan um búnaðinn ;)

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fim 29. Nóv 2018 11:42
af Jón Ragnar
Fínn switch í svona :)

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fim 29. Nóv 2018 11:55
af Hjaltiatla

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fim 29. Nóv 2018 13:24
af einarth
Ef þeir eru á svipuðu verði er 3750 mun meiri græja - er L3 sviss og getur route'að milli vlan'a.

En það er smá hávaði í þessum græjum..kannski faktor ef þú ert með þetta í stofunni. Auðvita hægt að hakka í þetta hljóðlátari viftur á kostnað útlits.

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fim 29. Nóv 2018 15:51
af Hjaltiatla
einarth skrifaði:Ef þeir eru á svipuðu verði er 3750 mun meiri græja - er L3 sviss og getur route'að milli vlan'a.

En það er smá hávaði í þessum græjum..kannski faktor ef þú ert með þetta í stofunni. Auðvita hægt að hakka í þetta hljóðlátari viftur á kostnað útlits.

Ok,ég les mig aðeins til um þessa líka, veistu hvort það er minni hávaði í 2960 en 3750 ?
Ég reikna með að setja búnaðinn í þennan skáp https://www.ikea.is/products/594664 og smíða einhverja hentuga öndun og set hurð á skápinn.Veit ekki hvort það verði mikið minni hávaði við það en útlitslega öskrar eitthvað minna á mann ef maður er með þetta í stofunni.

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fim 29. Nóv 2018 15:56
af einarth
Veit ekki með munin í hávaða milli þeirra - en tel líklegt að þetta sé óþægilegt í stofu umhverfi..jafnvel inní skáp.

Ef hann er falinn inní skáp er hægt að græja þetta svona ef þú ert DIY týpan :)

https://www.instructables.com/id/Quiete ... et-switch/

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fös 30. Nóv 2018 10:19
af dori
Ég skipti út viftum í EdgeRouter fyrir BlackNoise viftur. Fór úr því að vera böggandi yfir í að heyra ekki í honum. Noctua eru víst fínar líka.

Kostar samt asnalega mikið að skipta þessu dóti út og þarft líka að hafa í huga að þá ertu líklegast búinn að breyta eiginleikum kælingarinnar þannig að þú þarft að fylgjast betur með hita (hefur alls ekki verið vandamál hjá mér, uptime er rúmir 14 mánuðir núna en náttúrulega ekki undir mjög miklu álagi).

Re: Cisco switch fyrir Lab umhverfi

Sent: Fös 30. Nóv 2018 11:41
af Hjaltiatla
Takk fyrir feedbackið.

Svona þegar ég hugsa betur útí þetta þá gæti verið að maður taki EdgeSwitch 16 , var að prófa að boota einum svoleiðis upp
og hann er ekki með mikil læti útfrá sér. Það hefði verið skemmtilegra að vera með Cisco switch en ekki beint praktískt á heimavellinum ;)