Gæði nettenginga

Netbúnaður, uppsetningar, WAN, LAN, heimanet og internet.

Höfundur
einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 334
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 38
Staða: Tengdur

Gæði nettenginga

Pósturaf einarth » Fim 04. Okt 2018 13:58

Daginn.

Rakst á áhugaverða síðu sem sýnir gæðaupplifun LoL spilara mælt eftir ISP og staðsetningum.

Þarna er client'inn sem spilarar eru að nota að gera gæðamælingar á nettengingum þeirra (s.s. gæði önnur en bandvídd) - síðan sýnir svo niðurstöður og bíður uppá samanburð milli þjónustuaðila.

https://lagreport.na.leagueoflegends.com

Slóð beint á niðurstöður fyrir Reykjavík:
https://lagreport.na.leagueoflegends.com/en/results/eune/2375

Kv, Einar.
kristas
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 09:56
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Gæði nettenginga

Pósturaf kristas » Sun 07. Okt 2018 17:22

Það er því miður ekki alveg hægt að gleypa þessar niðurstöður hráar, í það minnsta ekki með tilliti til staðsetningar spilara eða tengingar þeirra. T.d. ef skoðuð er niðurstaða fyrir Egilsstaði þá kemur í ljós að 55% LoL spilara þar eru sagðir vera á ljósleiðaratengingu frá Símanum (Síminn Fiber). Það vill nú svo til að Síminn hefur eingar heimilis ljósleiðaratengingar á Egillstöðum (ennþá) þannig að þetta getur ekki staðist.
Hér má sjá niðurstöðuna fyrir Egilsstaði:
https://lagreport.na.leagueoflegends.co ... eune/39046
Kveðja
Kristinn
Höfundur
einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 334
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 38
Staða: Tengdur

Re: Gæði nettenginga

Pósturaf einarth » Sun 07. Okt 2018 18:11

Nei - líklega eru staðsetningar innanlands ekki nákvæmar.

Væntanlega eru einhver IP net Símans skráð með þessu "fiber" nafni óháð því hvar þau eru notuð - efast um að þeir séu að skálda þessi nöfn svo væntanlega er IP netin skráð svona einhverstaðar.

En auðvita með allar svona mælingar þá er þetta aldrei 100%.