Wifi hraði linksys ea6350


Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Wifi hraði linksys ea6350

Pósturaf Gassi » Mið 22. Ágú 2018 23:24

Sælir vaktarar!

Er í smá pælingum, er með linksys ea6350 router og var að fá allt upp í 150 upp og niður yfir i tölvuna yfir wifi.

Get ekki beintengt en nú er merkið mjög óstabílt kringum 50-80 niður og að maxa svona 40 upp.

Það er ein breyting á aðstæðum, það er komið 7.1 kerfi i stofuna og routerinn var a bakvið sjonvarpið, hann stendur ofan á bassaboxinu nuna gæti það verið að eyðileggja merkið? En næ samt ~150 upp og niður i sömu fjarlægð á iphone 8.

Er með asus rog strix x99 gaming moðurborð, það eru tengi fyrir 2 wifi antenna ss styður dual band, er með 1 antenna tengt i það keypti velina notaða og ekki með originalið sem er dual band og notar bæði tengin.

Er nóg fyrir mig að kaupa annað loftnet til að setja i hitt tengið notar það þá dual band og mun hraðinn/merkið batna?

Fyrirfram þakkir

MBK. Garðar Smári




sigxx
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Wifi hraði linksys ea6350

Pósturaf sigxx » Fim 23. Ágú 2018 09:38

Hljóð kerfið sem þú ert með, er það þráðlaust ? Er útvarpsmagnari í því? Er það Bluetooth ?

Bluetooth keyrir á 2.4 til 2.485 GHz og Wifi er 2.4Ghz. Sem þýðir að þau geta verið að rugla hvort annað.

Prófaðu að breyta routernum í 5Ghz og sjáðu hvort að það sé einhver munur.




Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wifi hraði linksys ea6350

Pósturaf Gassi » Fim 23. Ágú 2018 10:12

Er tengdur á 5Ghz og búinn að slökkva á 2.4ghz á routernum, en varðandi dual band stuðninginn a moðurborðinu minu er nog fyrir mig að kaupa annað antenna í hitt tengið ? Og ætti það að breyta miklu?
En já það er bluetooth og útvarpsmsgnari




Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wifi hraði linksys ea6350

Pósturaf Gassi » Fim 23. Ágú 2018 21:59

Upp , netfróðir menn, ætti eg að kaupa annað antenna til að tengja i hitt tengið, nyti eg þa dual band og merkið batnar ?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Wifi hraði linksys ea6350

Pósturaf pepsico » Fim 23. Ágú 2018 23:30

Það leikur enginn vafi á því að það getur skipt sköpum að uppfæra loftnet. Það þarf samt klárlega að vera með snúrutengt loftnet en ekki kassaföst ef þú bætir öðru við, helst að hafa þau bæði með stuttum snúrum og vel staðsett, því tengin á þessu móðurborði eru alveg hlið við hlið og tvö kassaföst þá kannski svo til jafngildi eins.

En hvernig WiFi speglast í gegnum heimilið getur gjörbreyst við það að færa routerinn svo það mun eflaust ekkert koma þér á upphafsstað að skipta um loftnet. Ef routerinn "sá" t.d. inn í gegnum opnunina á sjónvarpsherberginu en er núna alveg uppvið steinsteyptan vegg sem er með opnuninni þá getur það haft hræðileg áhrif sem ekkert loftnet getur jafnað út.