Nettengingar fyrirtækja

Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Hauxon » Fim 05. Apr 2018 09:53

Mig langar aðeins að forvitnast varðandi nettengingar fyrir fyrirtæki. Ég vinn hjá litlu (10 manna) fyrirtæki og við höfum verið tengd með ljósleiðara með frekar hægri tenginugu (100 niður /50 upp). Fyrir þetta höfum við þurft að punga út rúmlega 50þ á mánuði. Þessi hæga tenging er farin að þvælast fyrir okkur þar sem við erum að vinna með stór gögn og næturkeyrslur yfir á netþjónana okkar (hjá Advania) eru á mörkunum að ná að klárast fyrir vinnudaginn. Þ.a. við höfðum samband við Þekkingu (sem skaffar núverandi tenginu) og fáum engin svör frá þeim, ekkert komið eftir 3 vikna bið. Við settum okkur í samband við Vodafone. Fengum "tilboð" frá þeim fyrir gigabit tenginugu á 120.000 á mánuði!!! ...og erlent niðurhal ekki innifalið í því.

Við eru bókstaflega í sjokki hérna enda allir starfsmenn hérna með gigabit tengingu heima með endalausu niðurhali fyrir minna en 10þ á mánuði!

Er þetta það sem gengur og gerist? Fylgir vaselín ekki með? Hvernig fara fyrirtæki að sem eru enn minni, t.d. hvernig gæti tveggja manna fyrirtæki borgað svona fjárhæðir fyrir nettengingu?? Ég/við bara skiljum þetta ekki!! :mad :mad :mad

Andvarp!
Hrannar




raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf raggos » Fim 05. Apr 2018 10:05

Bróðir minn sem rekur litla þýðingarstofu var einmitt í þessum sama pakka. Borgaði morðfjár fyrir VDSL samband og ef hann ætlaði að upgrade-a i ljós þá var það 100þ+. Algert rugl og býr einungis til hvata til þess að einstaklingar skrái sig fyrir sambandinu og áframselji svo fyrirtækinu aðganginn. Nú eru fyrirtæki t.d. ekki að greiða hærra verð fyrir GSM og símaþjónustu miðað við einstaklinga svo rökin fyrir þessu eru mér óskiljanleg



Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Hauxon » Fim 05. Apr 2018 10:18

Það furðulega er að Vodafone segist vera að bjóða okkur nettengingu á eitthvað sem þeir kalla Ljósnet Metro og á að vera eitthvað allt annað en venjulegi ljósleiðarinn. ...sem ég held að sé bara bull. Get ekki ímyndað mér að það sé einhver sér ljósleiðari fyrir fyrirtæki, þ.a. Metro netið er væntanlega markaðssetningar bull / smoke'n mirrors. Við töluðum við Hringiðuna en skv. þeim er ekki ljósleiðari í húsið. ...samt er ljósleiðarasnúra í beininn okkar! Furðulegur andskoti.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf rapport » Fim 05. Apr 2018 10:28

Er ljósleiðari tengdur í routerinn ykkar?

Það hljómar svolítið spes.

Hvað varðar þjónsutuaðila þá mundi ég alltaf benda á Hringiðuna, á einhvernvegin auðveldara með að treysta þeim en þessum stóru.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf worghal » Fim 05. Apr 2018 10:30

já ég hed alltaf furðað mig á því af hverju þetta er gert svona, einstaklingur fær gigabit á slikk en fyrirtæki þurfa að borga tugi þúsunda fyrir brot af því.
Nú erum við hjá Origo að selja slík net og ég veit ekki hvað það kostar, en finnst það samt skrítið.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Dúlli » Fim 05. Apr 2018 10:48

Ég er með rekstur og netið er hjá hringdu og ég greiði bara listaverðið, 8-10.000 á mánuði fyrir 100mb, og 2x síma nr.



Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Hauxon » Fim 05. Apr 2018 10:48

rapport skrifaði:Er ljósleiðari tengdur í routerinn ykkar?

Það hljómar svolítið spes.

Hvað varðar þjónsutuaðila þá mundi ég alltaf benda á Hringiðuna, á einhvernvegin auðveldara með að treysta þeim en þessum stóru.


Afsakið upp í tengiskáp svo að allt sé rétt.




wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf wicket » Fim 05. Apr 2018 10:53

Þú ert að borga meira fyrir hluti sem þú notar ekkert mögulega. QoS, SLA um uppitíma og viðbrögð og allskonar þannig.

Gætir bara látið einn starfsmann kaupa tengingu sem einstakling og látið fyrirtækið vera greiðanda. Þá fáið þið heimilistengingu á venjulegi verði, en minni þjónustu ef þið þurfið á henni að halda.



Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Hauxon » Fim 05. Apr 2018 10:59

Varðandi QoS og SLA þá hef ég ekki orðið var við að tengingin sé betri en heima hjá mér eða meiri viðbragðstími eða betri upplýsingar.




Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Arnarr » Fim 05. Apr 2018 11:13

Talaðu við Hringdu, ég veit ekki betur en minn atvinnuveitandi sé að borga talsvert lægri upphæð en þú ert að tala um. :)




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Icarus » Fim 05. Apr 2018 14:40

rapport skrifaði:Er ljósleiðari tengdur í routerinn ykkar?

Það hljómar svolítið spes.

Hvað varðar þjónsutuaðila þá mundi ég alltaf benda á Hringiðuna, á einhvernvegin auðveldara með að treysta þeim en þessum stóru.


Það er ekkert óeðlilegt að ljósleiðarinn sé tekinn beint inní routerinn í þessum fyrirtækjasamböndum. Þá er ekkert aðgangstæki líkt og í heimilistengingum.

Varðandi verðlagninguna þér þetta margþætt, notkun fyrirtækis getur verið mun meiri heldur en heimilis til lengri tíma þar sem þau eru oft með þjónustur í gangi og þess vegna standa þeim almennt ekki til boða ótakmarkaðr tengingar. Tengingarnar eru dýrari frá GR og Mílu og svo eru SLA og þjónustuloforð.

Margir segja einmitt að þeir þurfa ekki á þeim að halda, en ef ljósleiðarinn er grafinn í sundur eða beinirinn ákveður einn daginn að gefa upp öndina þá þurfa menn svo sannarlega á því að halda þar sem allt netið er stopp. Það er verið að borga fyrir að þjónustuaðilinn hafi starfsmenn hjá sér sem þekki fyrirtækjauppsetningar og þekki jafnvel ÞÍNA fyrirtækjauppsetningu og að sá búnaður sem er settur upp í fyrirtækinu sé ávallt til á lager svo hægt sé að skipta honum út með stundarfyrirvara ef á reynir.

Það sem er við þessi þjónustuloforð og greiðslur þeirra vegna, þú villt aldrei reyna á það. Það er best að manni líður þegar árin líða að maður hafi verið að borga fyrir algeran óþarfa því netið bilaði aldrei, það þurftu aldrei menn að hlaupa til og græja því allt fór í steik.

ps. ekki hlutlaus aðili en grunar einmitt að ég hafi sent tilboð í þetta samband ef þetta er það fyrirtæki sem mig grunar.




raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf raggos » Fim 05. Apr 2018 14:51

Meiri þvælan. Ég hef þurft að leita í tækniaðstoð vegna VDSL sambands í fortíðinni og þá fékk ég að tala við einhvern entry level tech support gæja sem vissi nákvæmlega ekkert um fyrirtækið sem ég var að hringja frá. Upplifun mín var nær nákvæmlega sú sama og að vera tala við einhvern sem sinnir heimaþjónustu.
Einnig hvað varðar SLA og slíkt þá er það punktur en fyrirtæki sem eru háð netsambandi geta auðveldlega fjárfest í routerum með 4G varaleið eða álíka til að geta unnið við þjónusturof án þess að kosta til þess fleiri hundruð þúsundum á ári.
Ég vísa aftur í samanburðinn við talsímaþjónustu og farsímaþjónustu þar sem símasamband er mjög krítískt fyrir mörg fyrirtæki en e-n veginn er það ekki jafn dýrt í samhenginu.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3754
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Pandemic » Fim 05. Apr 2018 15:19

Ég hef lent í því að vera netlaus í fyrirtæki þar sem tæknimaður fyrirtækjaþjónustu gleymdi að skrifa config á nvram þannig að þegar allt varð rafmagnslaust í nokkrar sec þá vorum við netlaus í nokkra tíma á meðan config var sótt og öllu komið í lag. Ég get verið sammála Raggos í því að þetta eru oft mjög miklir entry-level starfsmenn sem eru að vinna þessa þjónustu og ég á erfitt með að sjá hvað hvaða ofur-þjónustu er borgað fyrir.
Eg get t.d sagt að þú lendir í nákvæmlega sömu vandræðum og venjulegur heimanotandi hjá Vodafone ef routerinn bilar í litlu 5 manna fyrirtæki. Ég þurfti að bíða fyrir utan hjá þeim til kl 9 til þess að fá router skipt út á small-business tengingu. Á meðan þurfi fyrirtækið sem opnaði kl 8 að bíða með kreditkortafærslur.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf rapport » Fim 05. Apr 2018 15:42

Ég hef verið vinum og vandamönnum sem eru með verslanir eða litlar skrifstofur innan handar og hef aldrei upplifað góða þjónustu frá ISP, það er enginn SLA í gangi og ef hann væri í gangi þá er það bara eitthvað innanhúss hjá viðkomandi fyrirtæki, engar refsingar eða févíti fyrir slaka þjónustu eða lélegt viðbragð.

Hvað varðar einhverskonar fyrirbyggjandi eftirlit með búnaði eða útskipti, neibbs, hann er bara látinn deyja eða úreldast = engin þjónusta.

Það er verið að ræna fyrirtækin í landinu með þessu finnst mér.

Hugsanlega mögulega er verðskráin svona viðbjóðaslega há svo að hægt sé að gefa stórum fyrirtækjum feita afslætti eða til að hirða peninga af ríkinu sem niðurgreiðir þessa þjónustu til almennings (get ég ímyndað mér, no hard facts here)



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf ZiRiuS » Fim 05. Apr 2018 16:31

Hauxon skrifaði:Það furðulega er að Vodafone segist vera að bjóða okkur nettengingu á eitthvað sem þeir kalla Ljósnet Metro og á að vera eitthvað allt annað en venjulegi ljósleiðarinn. ...sem ég held að sé bara bull. Get ekki ímyndað mér að það sé einhver sér ljósleiðari fyrir fyrirtæki, þ.a. Metro netið er væntanlega markaðssetningar bull / smoke'n mirrors. Við töluðum við Hringiðuna en skv. þeim er ekki ljósleiðari í húsið. ...samt er ljósleiðarasnúra í beininn okkar! Furðulegur andskoti.


Ljósnet Metro er örugglega verra en heimilisljósnetið. Vorum með þetta á gamla vinnustaðnum mínum (5-10 manns) og það var ALLTAF að lagga og detta niður og vera með vesen. Ég var með ljósnet heima hjá mér á þessum tíma og það var miklu betra.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Hauxon » Fim 05. Apr 2018 16:36

Icarus skrifaði:
rapport skrifaði:Er ljósleiðari tengdur í routerinn ykkar?

Það hljómar svolítið spes.

Hvað varðar þjónsutuaðila þá mundi ég alltaf benda á Hringiðuna, á einhvernvegin auðveldara með að treysta þeim en þessum stóru.


Það er ekkert óeðlilegt að ljósleiðarinn sé tekinn beint inní routerinn í þessum fyrirtækjasamböndum. Þá er ekkert aðgangstæki líkt og í heimilistengingum.

Varðandi verðlagninguna þér þetta margþætt, notkun fyrirtækis getur verið mun meiri heldur en heimilis til lengri tíma þar sem þau eru oft með þjónustur í gangi og þess vegna standa þeim almennt ekki til boða ótakmarkaðr tengingar. Tengingarnar eru dýrari frá GR og Mílu og svo eru SLA og þjónustuloforð.

Margir segja einmitt að þeir þurfa ekki á þeim að halda, en ef ljósleiðarinn er grafinn í sundur eða beinirinn ákveður einn daginn að gefa upp öndina þá þurfa menn svo sannarlega á því að halda þar sem allt netið er stopp. Það er verið að borga fyrir að þjónustuaðilinn hafi starfsmenn hjá sér sem þekki fyrirtækjauppsetningar og þekki jafnvel ÞÍNA fyrirtækjauppsetningu og að sá búnaður sem er settur upp í fyrirtækinu sé ávallt til á lager svo hægt sé að skipta honum út með stundarfyrirvara ef á reynir.

Það sem er við þessi þjónustuloforð og greiðslur þeirra vegna, þú villt aldrei reyna á það. Það er best að manni líður þegar árin líða að maður hafi verið að borga fyrir algeran óþarfa því netið bilaði aldrei, það þurftu aldrei menn að hlaupa til og græja því allt fór í steik.

ps. ekki hlutlaus aðili en grunar einmitt að ég hafi sent tilboð í þetta samband ef þetta er það fyrirtæki sem mig grunar.


Ég get alveg upplýst að við höfum verið með netið í gegnum Þekkingu og borgað tugi þúsunda á mánuði fyrir lélega tengingu og þegar eitthvað hefur farið úrskeðis erum við algerlega úti í svartnættinu og oftast hefur bilunin verið hjá Vodafone sem við eru ekki einu sinni í viðskiptum við.

Það er ekki langt síðan netið datt hérna út í marga klukkutíma og við fengum engin svör frá neinum. Svo það væri gaman að fá að vita í hverju þessi gríðarlega þjónusta er fólgin og hver er ábyrgð söluaðilans gagnvart okkur kúnnunum. Ef við höfum þurft annars konar þjónustu, eins og að opna og loka portum hefur verið handahófskennt hvort það er gert strax eða hvort maður þarf að bíða, jafnvel í nokkra daga. Og, jú við vorum áður tengdir í gegnum Vodafoone og þar er þetta svipað. Engar upplýsingar og seinagangur.

Svo er annnað sem menn geta velt fyrir sér að ef það er verið að borga fyrir "þjónustu" hvers vegna gigabit tenging kostar tugi þúsunda í viðbót? Er meiri "þjónusta" inni í því verði? Hvernig er hún?




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Icarus » Fim 05. Apr 2018 17:54

Hauxon skrifaði:
Icarus skrifaði:
rapport skrifaði:Er ljósleiðari tengdur í routerinn ykkar?

Það hljómar svolítið spes.

Hvað varðar þjónsutuaðila þá mundi ég alltaf benda á Hringiðuna, á einhvernvegin auðveldara með að treysta þeim en þessum stóru.


Það er ekkert óeðlilegt að ljósleiðarinn sé tekinn beint inní routerinn í þessum fyrirtækjasamböndum. Þá er ekkert aðgangstæki líkt og í heimilistengingum.

Varðandi verðlagninguna þér þetta margþætt, notkun fyrirtækis getur verið mun meiri heldur en heimilis til lengri tíma þar sem þau eru oft með þjónustur í gangi og þess vegna standa þeim almennt ekki til boða ótakmarkaðr tengingar. Tengingarnar eru dýrari frá GR og Mílu og svo eru SLA og þjónustuloforð.

Margir segja einmitt að þeir þurfa ekki á þeim að halda, en ef ljósleiðarinn er grafinn í sundur eða beinirinn ákveður einn daginn að gefa upp öndina þá þurfa menn svo sannarlega á því að halda þar sem allt netið er stopp. Það er verið að borga fyrir að þjónustuaðilinn hafi starfsmenn hjá sér sem þekki fyrirtækjauppsetningar og þekki jafnvel ÞÍNA fyrirtækjauppsetningu og að sá búnaður sem er settur upp í fyrirtækinu sé ávallt til á lager svo hægt sé að skipta honum út með stundarfyrirvara ef á reynir.

Það sem er við þessi þjónustuloforð og greiðslur þeirra vegna, þú villt aldrei reyna á það. Það er best að manni líður þegar árin líða að maður hafi verið að borga fyrir algeran óþarfa því netið bilaði aldrei, það þurftu aldrei menn að hlaupa til og græja því allt fór í steik.

ps. ekki hlutlaus aðili en grunar einmitt að ég hafi sent tilboð í þetta samband ef þetta er það fyrirtæki sem mig grunar.


Ég get alveg upplýst að við höfum verið með netið í gegnum Þekkingu og borgað tugi þúsunda á mánuði fyrir lélega tengingu og þegar eitthvað hefur farið úrskeðis erum við algerlega úti í svartnættinu og oftast hefur bilunin verið hjá Vodafone sem við eru ekki einu sinni í viðskiptum við.

Það er ekki langt síðan netið datt hérna út í marga klukkutíma og við fengum engin svör frá neinum. Svo það væri gaman að fá að vita í hverju þessi gríðarlega þjónusta er fólgin og hver er ábyrgð söluaðilans gagnvart okkur kúnnunum. Ef við höfum þurft annars konar þjónustu, eins og að opna og loka portum hefur verið handahófskennt hvort það er gert strax eða hvort maður þarf að bíða, jafnvel í nokkra daga. Og, jú við vorum áður tengdir í gegnum Vodafoone og þar er þetta svipað. Engar upplýsingar og seinagangur.

Svo er annnað sem menn geta velt fyrir sér að ef það er verið að borga fyrir "þjónustu" hvers vegna gigabit tenging kostar tugi þúsunda í viðbót? Er meiri "þjónusta" inni í því verði? Hvernig er hún?


Ég get svosem ekki svarað fyrir þjónustu annara fyrirtækja, eflaust má að mörgu leyti gera betur á ýmsum bæum.

Varðandi svo verðið á tengingum þá eru fyrirtæki mjög misjöfn, langflest nota mjög lítið og 100Mb hraði í báðar áttir er miklu meira en nóg en sum nota meira. Má alveg færa rök fyrir því að aðili sem notar meira eigi að borga meira?

Ef þetta er borið saman við heimili, þá vissulega eru mörg með Gígabit tengingar með ótakmörkuðu niðurhali en meðaltalsnotkun er aðeins brot af þeirri tölu. Þar er frekar verið að horfa á "spikes" sem fara uppí þá bandvídd en ekki constant notkun yfir lengri tíma.



Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Hauxon » Fim 05. Apr 2018 18:19

Ég tel ekkert óeðlilegt að fyrirtæki greiði eitthvað hærri gjöld en maður setur spurningarmerki við hvort "eðlilegt" sé að borga sinnum meira fyrir það sem í fljótu bragði virðist vera nánast sama varan.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf Dúlli » Fim 05. Apr 2018 18:31

Icarus skrifaði:Ég get svosem ekki svarað fyrir þjónustu annara fyrirtækja, eflaust má að mörgu leyti gera betur á ýmsum bæum.

Varðandi svo verðið á tengingum þá eru fyrirtæki mjög misjöfn, langflest nota mjög lítið og 100Mb hraði í báðar áttir er miklu meira en nóg en sum nota meira. Má alveg færa rök fyrir því að aðili sem notar meira eigi að borga meira?

Ef þetta er borið saman við heimili, þá vissulega eru mörg með Gígabit tengingar með ótakmörkuðu niðurhali en meðaltalsnotkun er aðeins brot af þeirri tölu. Þar er frekar verið að horfa á "spikes" sem fara uppí þá bandvídd en ekki constant notkun yfir lengri tíma.


Þetta eru asnarleg rök.

Hvað með power users sem eru að streame plex og allan fjandan og eru að cappa nánast 1gb tengingu ? eiga þá svona power users ekki að greiða meira ?

Er sjálfur með rekstur og ágætis load, prufaði að fá tilboð hjá flest öllum fyrirtækjum og fékk bull verð.

Svo prufaði ég að sækja bara um venjulega tengingingu hjá hringdu þar sem ég var sjálfur persónulega hjá þeim lengi, þjónustan er ekkert verri og ekkert betri, bara topp þjónusta eins og hefur verið.

Svo er þetta allt sama stofn strengur, ef hann er tekin í sundur þá mun fyrirtækja og einstaklings liggjan niður, bara annara frágangur í götuskápum og notenda meginn.

Hvað með venjulegt heimili sem er kannski 2x fullorðnir + 2-3 krakkar sem downloada og spila leiki ? er það álag ekki orðið svipað og 5-15 manna fyrirtæki ? ef ekki meira.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf russi » Fim 05. Apr 2018 19:33

Hrannar heyrðu í mér á FB, gæti gert eitthvað næs fyrir ykkur




conzole
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fös 30. Maí 2014 23:54
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf conzole » Fös 20. Apr 2018 12:12

Það er munur á Metroneti og svo t.d. FTTB tengingum, sem eru hjá Vodafone. Munurinn á Metroneti er t.d. útibúasamband, static IP tölur, fleiri IP tölur, sér sambönd fyrir Voice. Og svo bara það sem þér dettur í hug, er hægt að gera á Metroneti. FTTB og firma þá er það bara hilluvara sem hægt er að ganga í, enn þú hefur aðgang að tæknilegri mönnum sem geta aðstoðað þig mun meira heldur enn þjónustuborð sem hefur starfsmenn sem hafa starfslífstíma uppá 1 ár að meðaltali.

Ef þú þarft bara venjulega internet tengingu og ert ekkert í flækjum, þá ætti það að vera töluvert ódýrara enn 120þ.



Skjámynd

olihar
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Nettengingar fyrirtækja

Pósturaf olihar » Fös 20. Apr 2018 12:49

Talaðu við Hringdu, ég er viss um að þeir redda ykkur.