Ljósnet hjá Vodafone og Bridge mode

Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ljósnet hjá Vodafone og Bridge mode

Pósturaf emmi » Mið 21. Feb 2018 20:03

Góða kvöldið, ég er í smá basli með að fá þetta til að virka hjá mér. Þannig er mál með vexti að ég er með Asus DSL-AC68U VDSL router sem ég ætla að nota sem "módem" með því að setja hann í bridge mode og láta svo Unifi routerinn minn sjá um PPPoe auðkenningu og allt annað.

Ég hef gert þetta áður hjá Símafélaginu og Símanum með sama búnaði án vandræða en þetta vill bara ekki fúnkera hjá Vodafone.

Ég prófaði að fá hjá þeim Huawei HG659 router en komst að því að það er ekki hægt að breyta neinum stillingum í honum vegna þess að hann kemur með firmware sérstaklega hannað fyrir Vodafone þannig að sú lausn fór útum gluggann.

Nú vil ég spyrja, er einhver hér sem hefur gert svona með Vodafone Ljósnet og með hvaða router þá?

Takk fyrir.