Miklu lélegri download hraði með EdgeRouter X en Vodafone default router á ljósi

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Miklu lélegri download hraði með EdgeRouter X en Vodafone default router á ljósi

Pósturaf Sera » Sun 21. Jan 2018 12:15

Ég var að fá ljósleiðara frá Gagnaveitunni og Vodafone. Tæknimaður setti upp Vodafone router og þá var ég að ná yfir 900 í download á speedtest.net en svo setti ég minn eigin router EdgeRouter X SFP og þá er hraðinn að slefa í 400 - 600 í download en næ 900 í upload.
Ég er búin að enable hwnat á routernum. Eru einhverjar aðrar stillingar sem ég get gert ? portin eru að keyra á 1000/full

Einhver sem getur aðstoðað mig ?
Viðhengi
hraði.JPG
hraði.JPG (34.22 KiB) Skoðað 738 sinnum
edge.JPG
edge.JPG (43.81 KiB) Skoðað 738 sinnum


*B.I.N. = Bilun í notanda*


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Miklu lélegri download hraði með EdgeRouter X en Vodafone default router á ljósi

Pósturaf pepsico » Sun 21. Jan 2018 13:21

Hversu viss ertu um að hwnat sé í gangi?
Eftir að þú gengur úr skugga um að hwnat sé kveikt restartaðu þá síðan routernum og prófaðu aftur hraðaprófið.
Ef það er kveikt á QoS eða DPI eða einhverju öðru sem mótar eða skoðar traffíkina aukalega slökktu þá á því.
Upload hraðinn lítur ekki út eins og hwnat sé slökkt en download hraðinn er nákvæmlega sá sem maður sér þegar hwnat er slökkt.