Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?


Höfundur
eplakongur
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf eplakongur » Sun 15. Okt 2017 05:07

Af hverju hafði ég aldrei heyrt talað um nova netið þegar þeir eru með 2000 GB á mánuði á 5990kr? Veit einhver hér hvort það séu einhverjir gallar við netið hjá þeim?



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf Minuz1 » Sun 15. Okt 2017 10:21

Sama verð og hjá hringdu sem eru með ótakmarkað.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf dori » Sun 15. Okt 2017 16:44

eplakongur skrifaði:Af hverju hafði ég aldrei heyrt talað um nova netið þegar þeir eru með 2000 GB á mánuði á 5990kr? Veit einhver hér hvort það séu einhverjir gallar við netið hjá þeim?

Fyrirvari: ég vinn hjá Nova.

Fyrir venjulegan notanda (eins og í næstum því allir) eru 2000GB alveg nóg, auðvitað undantekningar en ef þú ert ekki að reka t.d. Plex server fyrir nokkra aðila þá ætti þetta að duga þér. Hafðu samt í huga að það er talið upp/niður innlent og erlent. Bara öll traffík yfir netið. Ég nota kannski rúm 1000GB í venjulegum mánuði með alls konar streymi og niðurhali.

Ég held að ástæðan fyrir því að þú hefur ekki heyrt mikið um þetta er að Nova byrjaði bara með ljósleiðara fyrir kannski tveimur árum síðan og hefur ekki verið að setja mikla áherslu á söluna á honum fyrr en á þessu ári.

Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar (væri mjög til í að heyra af því ef það er einhver). Nota þetta sjálfur og hefur verið mjög stabílt. Man bókstaflega ekki eftir neinu veseni.

Minuz1 skrifaði:Sama verð og hjá hringdu sem eru með ótakmarkað.

Nei. 5990 kr. er gigabit tenging hjá Nova. Fyrir 5990 kr. færðu 100Mbit hjá Hringdu, gigabit kostar 6990 kr. og routerinn hjá Nova er líka 690 kr. á mánuði en ekki 990 kr. (eins og gigabit routerinn hjá Hringdu kostar).



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf Minuz1 » Mán 16. Okt 2017 05:24

dori skrifaði:Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar


2000 GB, 1Gbit tenging......
8 sek/GB
2000*8= 16000 Sek
16000/60=266 mín
266mín/60=4,4 klst.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf dori » Mán 16. Okt 2017 09:42

Minuz1 skrifaði:
dori skrifaði:Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar


2000 GB, 1Gbit tenging......
8 sek/GB
2000*8= 16000 Sek
16000/60=266 mín
266mín/60=4,4 klst.

Ok, og hvað? Ef þú ert að fullnýta bandvíddina þína 24/7 þá ættirðu ekki að vera að skoða tengingar miðaðar að heimilum. Það er engin þjónustuleið sem er "best fyrir alla" og við erum frekar að miða á að vera með sanngjarna og góða nettengingu fyrir flesta.




wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf wicket » Mán 16. Okt 2017 15:14

Miðað við að Nova bíður bara uppá ljósleiðaratengingar en ekkert ADSL eða VDSL sem dregur niður meðaltalið finnst mér magnað að þeir séu ekki í fyrsta sæti hjá Speedtest yfir landlínutengingar sbr. http://www.speedtest.net/awards/is/2017

Annað hvort er bakendinn þeirra slappur eða routerinn.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf Minuz1 » Mán 16. Okt 2017 17:43

dori skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
dori skrifaði:Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar


2000 GB, 1Gbit tenging......
8 sek/GB
2000*8= 16000 Sek
16000/60=266 mín
266mín/60=4,4 klst.

Ok, og hvað? Ef þú ert að fullnýta bandvíddina þína 24/7 þá ættirðu ekki að vera að skoða tengingar miðaðar að heimilum. Það er engin þjónustuleið sem er "best fyrir alla" og við erum frekar að miða á að vera með sanngjarna og góða nettengingu fyrir flesta.


Flestir hafa ekkert við 1 Gbit að gera og þeir sem þurfa meira en 100 Mbit þurfa meira en 2000 GB af heildargagnamagni.
Þessi samsetning meikar ekkert séns.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf Mencius » Mán 16. Okt 2017 18:08

Minuz1 skrifaði:
dori skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
dori skrifaði:Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar


2000 GB, 1Gbit tenging......
8 sek/GB
2000*8= 16000 Sek
16000/60=266 mín
266mín/60=4,4 klst.

Ok, og hvað? Ef þú ert að fullnýta bandvíddina þína 24/7 þá ættirðu ekki að vera að skoða tengingar miðaðar að heimilum. Það er engin þjónustuleið sem er "best fyrir alla" og við erum frekar að miða á að vera með sanngjarna og góða nettengingu fyrir flesta.


Flestir hafa ekkert við 1 Gbit að gera og þeir sem þurfa meira en 100 Mbit þurfa meira en 2000 GB af heildargagnamagni.
Þessi samsetning meikar ekkert séns.



Ég er með netflix sem er í notkun öll kvöld, ég er með twitch í gangi allan daginn með mörg stream í einu í hæðstu gæðum sem boðið er uppá, ég downloada slatta einnig með torrent.

Ég er með 1 gig hjá nova og 2000gb og ég hef aldrei farið yfir gagnamagnið, stelpan sem afgreiddi mig sagði að það hefði engin farið yfir gagnamagnið hjá þeim, ég ok challange accepted mér hefur ekki tekist að fara yfir gagnamagnið enþá...´

En on topic þá er ég búin að vera með netið hjá nova síðan í sumar og ég hef ekkert útá það að setja, netið hefur aldrei dottið út hjá mér, hef ekki orðið var við að ég sé að fá hærra ping í leikjaspilun. þannig að nova fær meðmæli frá mér, var hjá vodafone og færi ekki til þeirra aftur


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf urban » Mán 16. Okt 2017 19:30

dori skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
dori skrifaði:Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar


2000 GB, 1Gbit tenging......
8 sek/GB
2000*8= 16000 Sek
16000/60=266 mín
266mín/60=4,4 klst.

Ok, og hvað? Ef þú ert að fullnýta bandvíddina þína 24/7 þá ættirðu ekki að vera að skoða tengingar miðaðar að heimilum. Það er engin þjónustuleið sem er "best fyrir alla" og við erum frekar að miða á að vera með sanngjarna og góða nettengingu fyrir flesta.



Þetta er ekki spurning um að vera að fullnýta tenginguna 24/7
En það er nú kannski spurning um að ná að fullnýta hana þó svo að það væri ekki nema 1% af mánuðinum án þess að hafa áhyggjur yfir því að vera komin yfir markið.

266 mín eru 0,6% af mánuðinum

Mencius skrifaði:
Ég er með netflix sem er í notkun öll kvöld, ég er með twitch í gangi allan daginn með mörg stream í einu í hæðstu gæðum sem boðið er uppá, ég downloada slatta einnig með torrent.

Ég er með 1 gig hjá nova og 2000gb og ég hef aldrei farið yfir gagnamagnið, stelpan sem afgreiddi mig sagði að það hefði engin farið yfir gagnamagnið hjá þeim, ég ok challange accepted mér hefur ekki tekist að fara yfir gagnamagnið enþá...´

En on topic þá er ég búin að vera með netið hjá nova síðan í sumar og ég hef ekkert útá það að setja, netið hefur aldrei dottið út hjá mér, hef ekki orðið var við að ég sé að fá hærra ping í leikjaspilun. þannig að nova fær meðmæli frá mér, var hjá vodafone og færi ekki til þeirra aftur

Ég á voðalega erfitt með að trúa því að það hafi engin haft yfir 2 TB i heildarnotkun á mánuðinum, upp og niður samanlagt.

Þar að auki, þá er hrikalega illa af sér staðið hjá þér að ná ekki heildarnotkun uppá 2 TB ef að þú ætlar þér það á 1 GB ljósi :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
eplakongur
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf eplakongur » Þri 17. Okt 2017 12:42

Takk fyrir svörin, ég færði mig ur vodafone í nova. Er ekkert það mikið heima þannig veit ekki alveg hvernig ég gæti farið yfir þessi 2TB. Það sagði einhver hérna að samsetningin á svona hröðu neti og svona lágri gagnamagnsnotkun meiki ekki sens, ég gæti ekki verið meira ósammála því. Plús það að ef ég fer yfir þessi 2TB á borga ég 990 kall meira fyrir annað TB, þannig ég þyrfti að fara yfir 3TB í hverjum mánuði svo það borgi sig frekar að vera hjá Hringdu.




Gemini
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf Gemini » Þri 17. Okt 2017 12:45

Er fólk virkilega að leiga wifi sendi á 1000 kall á mánuði! Getur keypt þetta á nokkra þúsundkalla :)




HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Hagstæðasta ljósleiðara tengingin hjá nova?

Pósturaf HringduEgill » Lau 21. Okt 2017 14:22

dori skrifaði:Nei. 5990 kr. er gigabit tenging hjá Nova. Fyrir 5990 kr. færðu 100Mbit hjá Hringdu, gigabit kostar 6990 kr. og routerinn hjá Nova er líka 690 kr. á mánuði en ekki 990 kr. (eins og gigabit routerinn hjá Hringdu kostar).


Vildi bara benda á eitt hérna! Hringdu með tvo routera fyrir ljósleiðara Gagnaveitunnar: TP Link Archer C2 og Netgear R6400. TP Linkinn er leigður á 790 kr. en Netgearinn á 990 kr. Netgearinn er öflugri router en TP Linkinn og Huawei routerinn frá Nova/Vodafone og leigist þess vegna á aðeins hærra verði. Við ákváðum strax að það væri frekar skítt að fara bjóða 1000 Mbit á ódýrum endabúnaði enda fyndi maður þá engan mun. Við prófuðum því nokkra öflugri routera og miðað við verð og gæði kom Netgearinn best út.