TV og Internet inn á managed switch


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Lau 07. Okt 2017 23:00

Ég var að setja upp nýtt net hjá mér.

Er með ljósnet eins og er og er því með router frá 365 sem er með VDSL.
Það er internet á porti 1 á honum og TV á porti 4.
Svo er ég með 2stk af unifi manage switchum.

Mig langar að tengja port 1 og 4 á router við sama switchinn. Og nota svo VLAN til að ákveða hvaða port er TV og hvaða port er internet á báðum þessum switchum.
Ég er með 2stk ethernet á milli þessa switcha svo það má fara TV í gegnum eitt port og internet í gegnum annað port.
Mér skillst að það sé líka hægt að taka bæði þessi VLAN í gegnum 1 port og þá heitir það "trunk".


En ég er eiginlega alveg lost. Ég er búinn að prófa að búa til VLAN í network setting í unifi controller og setja það á portið sem TV fer í.
En samt þegar ég tengi TV við switchinn þá dettur allt netið út, grenilega e-ð fokk að hafa bæði TV og internet sett inn á sama switchinn.
Ég er búinn að leita að lausn bæði hér og á netinu en er ekki að ná þessu.

Er einhver hér sem hefur gert þetta með unifi græjum?



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf russi » Sun 08. Okt 2017 01:57

VLAN 3 er Sjónvarp og VLAN 4 er Internet default hjá símanum, hef ekki skoðað það en trúi ekki öðru nema að það sé untaggað út.

Þú þarft að taka t.d. út Internet porti og setja það sem VLAN4(þar sem það er untaggað út skiptir það ekki mál, en haltu þér samt við það), með að setja það á VLAN4 hefuru portið stillt á Swiss stillt á VLAN4 og þá í Access, gerir það sama við TV nema notar VLAN3.
Svo geturu sett Trunk á það port sem er á milli swissa, passar þig að hafa þá bæði VLAN3 og 4 á því porti.

Á swissi sem er á móti, hefuru líka sem TRUNK og hefur bæði VLÖN á því, það port sem þú ætlar að nota fyrir Internet ertu með sem VLAN3 í access og untagged, TV ertu með í VLAN4 og sem untagged.

Þú þarft líklega að láta að tagga VLÖN í Trunk, þekki ekki unifi að þessu leiti en oftast er þetta það sama, stundum heitir þetta öðrum nöfnum. Þú gætir þurft að prófa að setja portin sem tengja switchana saman sem Hybrid, en prófaðu samt að hafa þau Trunk fyrst. En þú gætir líka prófað að hafa þetta allt untagged.

Fyrst þú ert að lenda í því að netið steikist við þetta, einbeittu þér að því að prófa internet möguleikan fyrst. Ef hann virkar þá ættiru að geta tengt afruglara.

Þú átt einn möguleika fyrst þú er með 2 ethernet á milli switcha, og ert ekki með Trunk-virkni(getur stundum ruglað aðeins í manni hvernig þetta allt talar saman) á hreinu, það er þá að hafa allt í Access en myndi þá t.d hafa internet fyrir port 1-5 og TV fyrir 6-8, gerir bara það sama á báðum swissum.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf asgeirbjarnason » Sun 08. Okt 2017 04:06

Það er ekki ólíklegt að þú sért að lenda í hringtengingu á svissunum við það að hafa tvær tengingar á milli þeirra. Það að tengja sjónvarpið við svissana er þá líklega að setja af stað broadcast stormi. Ekki tengja svissana saman með fleiri en einni tengingu nema að:

A) Þú sért viss um að svissarnir keyri eitthvað spanning tree protocol eða séu með loop protection
B) Þeir séu stilltir á að vera með link aggregation á portunum
C) Sama VLANið sé örugglega ekki untagged á báðum portum

Unifi netbúnaðurinn er reyndar með það góðum hugbúnaði að ég myndi allajafna ekki halda að það væri vandamálið en það sem þú ert að lýsa hljómar mjög líkt og hringtenging.

Til að minnka líkurnar á hringtengingu myndi ég bara sleppa því að vera með margar tengingar milli svissa. Hafðu bara stakan cat5 milli þeirra og gangtu úr skugga um að sú tenging sé trunk með öll VLÖNin tagged.

Það er líka séns að tengingarnar tvær milli annars svissins og portana á routernum séu að valda hringtengingu. Góð hugmynd að staðfesta á routerstillingarsíðunni hvaða port eru af hvaða gerð og double-tékka hvort tengingarnar við svissinn séu réttar.

Að öðru leyti er ég bara sammála russa en vil bara ítreka að þú vilt hafa öll VLÖNin tagged í tengingunni á milli svissana.




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Mið 18. Okt 2017 07:58

Takk fyrir þetta,

Ég hef ekki komist enn í þetta,

En hér er valmöguleikinn til að búa til networks:
Þetta er semsagt inn í Unifi controller
Hérn a er "Corporate" optionið valið
Mynd

Hef googlað þetta eitthvað smá og sumir nota "VLAN only optionið" sem lítur þá svona út:

Mynd
Ég er nokkuð viss um að netið eigi að vera valið á "corporate" en ég er ekki viss um TV


Er það ekki rétt hjá mér að þarna á ég að búa til þessu VLÖN og svo þegar það er komið þá vel ég switchassa og set þessi VLÖN á portin á þeim




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Þri 24. Okt 2017 14:35

Ég er búinn að ræða nokkru sinnum við Unifi og reyna fá þetta til að virka

Það síðasta sem ég prufaði var að búa til VLAN fyrir TV

Það virkaði fyrir sjónvarpið, hinsvegar datt netið niður (local netið virkaði, en ekki útúr húsi), svo ég spjallaði aftur við Unifi og þá sagði hann mér að ég þyrfti að fara í routerinn og tagga traffíkina.
Kalla netið DATA-Vlan og hafa á ID 10
Kalla TV - TV-VLAN á ID 4

Þeas til að brjóta niður þá átti þetta að vera skrefin, sem ég fékk í samtali við þá:

ok to break it down
You are saying it is necessary to :
Configure port 1 on router as Tagged DATA10
Configure port 2 on router as Tagged TV4
---
Configure port 1 on unifi8 as Tagged DATA10
Configure port 2 on unifi8 as Tagged TV4
---
(port 3 will connect my switches together)
Configure port 3 as Nativ DATA10 tagged with TV4
------
Then all internet devices (computers, accesspoints etc) need to be configured as untagged DATA10

All ports for TV Devices need to be untagged TV4
please read this thoroughly and let me know if some steps are missing or not correct
SIMON M.
let me check
that's correct


Mér finnst pínu undarlegt að ég þurfi að láta routerinn senda þetta taggað út, en ég er svosem ekkert of fróður um þetta

Með fylgir skýringarmynd af því sem ég vil gera
Viðhengi
unifi.JPG
unifi.JPG (70.06 KiB) Skoðað 2095 sinnum




raggos
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf raggos » Þri 24. Okt 2017 14:55

Ég er með svipað setup.
Tek TV frá ljósleiðaraboxi inn á port 3 á router hjá mér sem tagged á vlan20

á porti 2(router) sendi ég vlan10(Data) og vlan20(TV) bæði tagged og tengi það í sviss í stofunni sem tekur á móti þessum tveimur vlans tagged á porti 1.

Þar skilgreini ég port 2 sem untagged fyrir vlan20 og tengi afruglarann við það port.
Öll önnur port á þeim sviss fá untagged á vlan10 fyrir data traffík í önnur tæki.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf dori » Þri 24. Okt 2017 15:45

Cascade skrifaði:*mynd*


Sorrí off topic en 3x AC HD? Er það ekki svolítið mikið overkill?




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Þri 24. Okt 2017 15:56

dori skrifaði:
Cascade skrifaði:*mynd*


Sorrí off topic en 3x AC HD? Er það ekki svolítið mikið overkill?


Jú alveg örugglega. Mér leið bara betur einhverneiginn að hafa fleiri en færri. Það er ekki hægt að bæta þessu við eftir á, amk ekki lögnunum.
Svo ég setti bara lagnir á þessa þrjá staði og keypti svo bara punkta og setti þá alla upp

Er með þá alla stillta á low transmitt power




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 24. Okt 2017 18:56

Ertu ennþá með tvær tengingar milli 8 porta svissins og 24 porta svissins? Sé að þú merkir það þannig á myndinni. Ég myndi ekki hafa það þannig heldur bara einn cat5 streng milli svissana og sjá til þess að portið á sitt hvorum endanum sé trunk.

Einnig, myndi halda að sjónvarps VLANið ætti að vera „VLAN only“ þar sem Corporate er með einhverjum DHCP stillingum og fleira sem munu bara flækjast fyrir. Sjáðu líka til þess að bæði VLÖNin séu með ID skilgreint (það er ekkert VLAN ID skilgreint í screenshotunum sem þú sendir, veit ekki hvort þú ert með það þannig í raunveruleikanum)




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Þri 24. Okt 2017 19:06

Ruglandi að það voru 2 línur en planið var að hafa 1 cat streng milli switchar með þessa stillingu eins og stóð

(port 3 will connect my switches together)
Configure port 3 as Nativ DATA10 tagged with TV4

Annars hringdi ég í 365 og tæknimaður þar sagði að þetta væri ekki hægt, svo mögulega er þessi draumur búinn

Hann setti tv líka a port 3 svo sjonvarpstengingin sem fer í rafmagnstoflu fer þangað og svo sér tenging i dummie switch hliðina þessum 24porta
Svo ég kannski læt það bara duga þó mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki gert þetta i gegnum unifi dotið




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 24. Okt 2017 21:43

Símahjálpin hjá fjarskiptafyrirtækjunum á það til að segja að svona hlutir gangi ekki, en það þarf ekki að þýða mikið. Þetta er augljóslega hægt þar sem bæði ég og aðrir hérna á spjallinu hafa fengið þetta til að virka. Ég fékk þetta reyndar til að virka með sjónvarpi Vodafone með Cisco Catalyst svissum í einum af grunnskólum Rvk, svo aðstæðurnar eru aðeins öðruvísi en í grunninn á þetta að vera nokkurnveginn eins. Skil hinsvegar vel ef þú nennir þessu ekki eftir svona mikið umstang.

Allaveganna, ég las í gegnum eitthvað af unify leiðbeiningunum og spjallþráðum á hjálparsíðunni þeirra. Unify virðist hafa aðeins annan orðaforða yfir nethugtök en hinir aðilarnir á netbúnaðarmarkaðnum (þá sérstaklega Cisco, sem ég er vanur). Það er ekkert ólíklegt að þessi mismunur á orðanotkun sé að valda vandamálunum sem þú ert að lenda í.

Þetta „Corporate Network“ virðist ætlað fyrir subnet sem unifi búnaður sér um frá A til Ö, sem sagt þar sem unifi búnaður sér um dhcp og routing. Það á ekki við um sjónvarps VLANið, svo ekki setja það sem Corporate Network.

Management fyrir Unifi búnaðinn virðist síðan vera á VLAN 1, sem er default untagged á öllum portum nema annað sé tekið fram. Það virðist heldur ekki vera hægt að slökkva á því né færa management yfir á annað VLAN. Unifi búnaðurinn virðist líka fá IP töluna sína gegnum DHCP á VLAN 1. Þar sem þarft hvort sem er að hafa kveikt á VLAN 1 til að geta manageað búnaðinum myndi ég því hafa venjulegu internet tenginguna á VLAN1/default laninu.

Þá ættirðu bara að vera með eitt network skilgreint (fyrir utan default VLANið sem kemur víst ekki fram í listanum af skilgreindum networks samkvæmt spjallþráðunum sem ég skannaði gegnum):
Name: þú ræður
Purpose: VLAN only
VLAN: 4 (til að það sé eins og í routernum, en það skiptir í rauninni ekki máli)
IGMP snooping: nei
DHCP guarding: nei

Síðan sérðu til þess að þetta net sé leyft á tengingunni milli svissa og að eftirfarandi þrjú port séu stillt á vera bara með þetta net:
- portið sem snýr að porti 4 á router
- portið sem snýr að stofusjónvarpinu
- portið sem snýr að svefnherbergissjónvarpinu

Efast síðan um að ég geti sagt eitthvað meira af viti um þetta, þar sem ég hef enga reynslu af Unifi búnaðinum.




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Þri 24. Okt 2017 22:19

asgeirbjarnason skrifaði:Símahjálpin hjá fjarskiptafyrirtækjunum á það til að segja að svona hlutir gangi ekki, en það þarf ekki að þýða mikið. Þetta er augljóslega hægt þar sem bæði ég og aðrir hérna á spjallinu hafa fengið þetta til að virka. Ég fékk þetta reyndar til að virka með sjónvarpi Vodafone með Cisco Catalyst svissum í einum af grunnskólum Rvk, svo aðstæðurnar eru aðeins öðruvísi en í grunninn á þetta að vera nokkurnveginn eins. Skil hinsvegar vel ef þú nennir þessu ekki eftir svona mikið umstang.

Allaveganna, ég las í gegnum eitthvað af unify leiðbeiningunum og spjallþráðum á hjálparsíðunni þeirra. Unify virðist hafa aðeins annan orðaforða yfir nethugtök en hinir aðilarnir á netbúnaðarmarkaðnum (þá sérstaklega Cisco, sem ég er vanur). Það er ekkert ólíklegt að þessi mismunur á orðanotkun sé að valda vandamálunum sem þú ert að lenda í.

Þetta „Corporate Network“ virðist ætlað fyrir subnet sem unifi búnaður sér um frá A til Ö, sem sagt þar sem unifi búnaður sér um dhcp og routing. Það á ekki við um sjónvarps VLANið, svo ekki setja það sem Corporate Network.

Management fyrir Unifi búnaðinn virðist síðan vera á VLAN 1, sem er default untagged á öllum portum nema annað sé tekið fram. Það virðist heldur ekki vera hægt að slökkva á því né færa management yfir á annað VLAN. Unifi búnaðurinn virðist líka fá IP töluna sína gegnum DHCP á VLAN 1. Þar sem þarft hvort sem er að hafa kveikt á VLAN 1 til að geta manageað búnaðinum myndi ég því hafa venjulegu internet tenginguna á VLAN1/default laninu.

Þá ættirðu bara að vera með eitt network skilgreint (fyrir utan default VLANið sem kemur víst ekki fram í listanum af skilgreindum networks samkvæmt spjallþráðunum sem ég skannaði gegnum):
Name: þú ræður
Purpose: VLAN only
VLAN: 4 (til að það sé eins og í routernum, en það skiptir í rauninni ekki máli)
IGMP snooping: nei
DHCP guarding: nei

Síðan sérðu til þess að þetta net sé leyft á tengingunni milli svissa og að eftirfarandi þrjú port séu stillt á vera bara með þetta net:
- portið sem snýr að porti 4 á router
- portið sem snýr að stofusjónvarpinu
- portið sem snýr að svefnherbergissjónvarpinu

Efast síðan um að ég geti sagt eitthvað meira af viti um þetta, þar sem ég hef enga reynslu af Unifi búnaðinum.


Takk kærlega fyrir að skoðast fyrir um þetta

Mér fannst einmitt eins og ég hafi ákkúrat prófað þetta

Öll portin voru stillt á "All" og leyfa því allri traffik að fara untögguð um sig, bara eins og þetta var default sillt
Ég einmitt bjó til VLAN only, á ID 4 fyrir TV sem ég einmitt stillti á:
-portið sem snýr að porti 4 á router
-porti sem snýr að svefnherbergissjónvarpi
(öll önnur port default, stillt á "all"), ég semsagt ákvað að prófa þetta bara þarna, áður en ég færi að breyta öðrum portum

Ekkert var taggað, bara þessi 2 port stillt á VLANIð sem ég bjó til

Við þetta virkaði sjónvarpið í svefnherberginu, en mér til mikilla skelfinga þá missti ég nettenginguna. Einingis local network virkaði

En góður punktur hjá þér um að þessi símafyrirtæki segi bara að hlutir virki ekki.

Mín fyrsta barátta var að reyna nota Unifi USG routerinn. En eftir smá tilraunir og spjall við tækniþjónustuna vildu þeir meina að það væri bara of erfitt að fá brúnna til að virka á þeirra router.
En planið var einmitt bara að stilla þeirra router á bridge og nota minn router.
Svo virkaði það ekki og ég fékk þessi svör, þá eiginlega ákvað ég bara að gefast upp, enda bæði Míla og GR ljósleiðari væntanlegt á næstu 6 mánuðum, svo leiðinlegt að eyða tíma í e-ð svona tímabundið.

Annars eftir smá gúgl varðandi að hafa 2x router-a, þá er vandamálið víst double-NAT. Og það er víst hægt að díla við það með því að fara í seinni routerinn og setja IP-töluna á fyrsta router í DMZ.

Það myndi ekki hjálpa með þetta TV/internet vandamál hérna, en þá myndi ég allavega fá USG virknina inn eins og deep packet stuff og e-ð fleira
Líka bara leiðinlegt að vera búinn að kaupa hann og geta ekki notað




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 24. Okt 2017 22:51

Cascade skrifaði:Öll portin voru stillt á "All" og leyfa því allri traffik að fara untögguð um sig, bara eins og þetta var default sillt


Bara smá nitpick en default „All“ stillingin í Unifi er þannig að VLAN 1 er untagged og öll önnur VLÖN eru leyfð en tagged.




Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf Cascade » Þri 24. Okt 2017 23:02

asgeirbjarnason skrifaði:
Cascade skrifaði:Öll portin voru stillt á "All" og leyfa því allri traffik að fara untögguð um sig, bara eins og þetta var default sillt


Bara smá nitpick en default „All“ stillingin í Unifi er þannig að VLAN 1 er untagged og öll önnur VLÖN eru leyfð en tagged.


Rétt passar

Ég hinsvegar næ ekki að fatta hvernig ég missti netsambandið við þetta.

Hins vegar er eitt smá fyndið/pirrandi

ég hef 3x sinnum spjallað við unifi online hjálpina

Fyrsta skiptið:
Þá átti ég bara að búa til TV-VLAN og assigna á portin sem eru fyrir TV

Ég var prófaði þetta svo, TV virkaði, en netið ekki

Svo í annað sinn sagði ég það og fékk þetta ráð:
And no other settings to be changed
So
1. All TV ports set to "TV-VLAN"
2. All other ports set to "All"
3. This SSID tagging to "DATA-VLAN"
and I'm done?
THEO K.
yes


Þarna átti ég að búa til auka VLAN-only, og eingöngu tagga það á SSID (wifi).
Ég er ekki búinn að prófa þetta, en fæ ekki fyrir mitt litla líf að átta mig á hvernig það virki, þar sem ekkert er sett á þetta DATA-VLAN nema tagg á wifi. (Skal viðurkenna að ég prófaði ekki að tengja mig með snúru, eingöngu wifi, en ég sé ekki muninn á því)

Svo í þriðja sinn sem ég talaði við unifi, þá átti ég að fá traffíkina taggaða úr router eins og ég lýsti í upphafsinnileggi
Ég hef heldur ekki prófað það, þar sem 365 sögðu að það bara væri ekki hægt


Ég er kannski ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur sem byrjunar verkefni fyrir managed switch-a. En mér finnst eins og ég ætti að geta fengið þetta til að virka og alveg dauðlangar að geta það.

Virknin svosem skiptir engu máli, ég á alveg auka switch fyrir TV, en það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér að geta ekki stillt þetta




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: TV og Internet inn á managed switch

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 24. Okt 2017 23:26

Já, finnst mjög ólíklegt að þú fáir ISP routerinn til að láta frá sér taggaða traffík. Vona að ég þurfi aldrei að vera með router frá ISP aftur, óþolandi að geta ekki ráðið sínu eigin neti að vild. Hefði einmitt haldið að fyrsta útgáfan af stillingunum sem unifi láta þig prófa ætti að virka og skil það að vera pirraður á því að eitthvað sem ætti að virka sé ekki að virka. Erum komin að mörkum þess sem get gert þar sem ég hef ekki reynslu af unifi búnaði og get ekki fiktað sjálfur í búnaðinum. Best of luck samt.